IKEA-ást Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. nóvember 2016 07:00 Síðustu misseri hefur IKEA lækkað vöruverð til neytenda um leið og krónan stígur hálft skref upp á við. Farið í heilbrigða samkeppni við aðrar verslanir og nánast gefið lýðnum okkar ástkæru MALM-kommóður. Nýjustu fréttir eru að fyrirtækið ætli að borga 350 starfsmönnum fyrirtækisins þrettánda mánuðinn á næsta ári vegna góðs gengis. Ekkert verið að stinga níutíu milljónunum í vasann á þeim bænum. Fyrir utan góða starfsmannastefnu og heilbrigða samkeppni þá hefur IKEA fylgt mér svo fallega í gegnum lífið. LACK, KALLAX og aðrar ódýrari vörulínur fylltu stúdentaíbúðina. Á flutningi milli landa hef ég fundið grið í sænskum kjötbollum og þótt ég hafi haldið þá að með aldrinum yrði IKEA of sjoppulegt fyrir mig þá var það hinn mesti misskilningur. IKEA hefur haldið fast í höndina á mér í gegnum skilnað og flutninga síðustu ár. Ég hef bara fært mig yfir í STOCKHOLM. Svo hef ég aldrei skilið tal um að það versta sem maður geri í sambandi sé að fara í IKEA saman. Hvaða vitleysa? Þetta er eitt það rómantískasta sem ég veit um. Labba saman hönd í hönd í gegnum framtíðardrauma. Í tilhugalífinu leyfir maður ósögðum hugmyndum um sambúð að liggja í loftinu og fær hlýtt í hjartað við að vera sammála um lit á sófapúðum. Í sambúð hendir maður krökkunum í Småland og fær sér rómantískan göngutúr sem endar með rjómaís með dýfu. Tvö ein í heiminum á gráum göngugötum IKEA-landsins. Alþýðuhjartað mitt slær fyrir heiðarleika fyrirtækisins. Og heimilið mitt, sem talar reiprennandi sænsku, er þakklátt. Ég vona bara að fleiri taki sér IKEA til fyrirmyndar og fari að átta sig á því að í dag er töff að vera næs. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Tengdar fréttir 350 starfsmenn IKEA fá þrettánda mánuðinn greiddan Bónusinn kostar fyrirtækið níutíu milljónir. 27. nóvember 2016 19:45 Ikea á Íslandi lækkar verð enn eitt árið en skilar á sama tíma methagnaði Lægra verð, hærri laun og methagnaður hjá eigendum. "Win, win,win,“ segir framkvæmdastjóri IKEA. 23. ágúst 2016 13:39 IKEA rannsakar hvort tíundi hver Evrópubúi sé getinn á rúmum þess Ríflega 884 milljónir manns heimsækja IKEA árlega og því töluvert margir sem eiga IKEA rúm. 25. september 2016 23:16 Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun
Síðustu misseri hefur IKEA lækkað vöruverð til neytenda um leið og krónan stígur hálft skref upp á við. Farið í heilbrigða samkeppni við aðrar verslanir og nánast gefið lýðnum okkar ástkæru MALM-kommóður. Nýjustu fréttir eru að fyrirtækið ætli að borga 350 starfsmönnum fyrirtækisins þrettánda mánuðinn á næsta ári vegna góðs gengis. Ekkert verið að stinga níutíu milljónunum í vasann á þeim bænum. Fyrir utan góða starfsmannastefnu og heilbrigða samkeppni þá hefur IKEA fylgt mér svo fallega í gegnum lífið. LACK, KALLAX og aðrar ódýrari vörulínur fylltu stúdentaíbúðina. Á flutningi milli landa hef ég fundið grið í sænskum kjötbollum og þótt ég hafi haldið þá að með aldrinum yrði IKEA of sjoppulegt fyrir mig þá var það hinn mesti misskilningur. IKEA hefur haldið fast í höndina á mér í gegnum skilnað og flutninga síðustu ár. Ég hef bara fært mig yfir í STOCKHOLM. Svo hef ég aldrei skilið tal um að það versta sem maður geri í sambandi sé að fara í IKEA saman. Hvaða vitleysa? Þetta er eitt það rómantískasta sem ég veit um. Labba saman hönd í hönd í gegnum framtíðardrauma. Í tilhugalífinu leyfir maður ósögðum hugmyndum um sambúð að liggja í loftinu og fær hlýtt í hjartað við að vera sammála um lit á sófapúðum. Í sambúð hendir maður krökkunum í Småland og fær sér rómantískan göngutúr sem endar með rjómaís með dýfu. Tvö ein í heiminum á gráum göngugötum IKEA-landsins. Alþýðuhjartað mitt slær fyrir heiðarleika fyrirtækisins. Og heimilið mitt, sem talar reiprennandi sænsku, er þakklátt. Ég vona bara að fleiri taki sér IKEA til fyrirmyndar og fari að átta sig á því að í dag er töff að vera næs. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
350 starfsmenn IKEA fá þrettánda mánuðinn greiddan Bónusinn kostar fyrirtækið níutíu milljónir. 27. nóvember 2016 19:45
Ikea á Íslandi lækkar verð enn eitt árið en skilar á sama tíma methagnaði Lægra verð, hærri laun og methagnaður hjá eigendum. "Win, win,win,“ segir framkvæmdastjóri IKEA. 23. ágúst 2016 13:39
IKEA rannsakar hvort tíundi hver Evrópubúi sé getinn á rúmum þess Ríflega 884 milljónir manns heimsækja IKEA árlega og því töluvert margir sem eiga IKEA rúm. 25. september 2016 23:16
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun