Opið bréf til íslenska okrarans Birgir Örn Guðjónsson skrifar 18. nóvember 2016 10:53 Hæ, ég er viðskiptavinurinn þinn. Þú ert búinn að vera svo mikið í fréttum að mig langaði til að senda þér nokkrar línur. Þú hefur verið í fréttum út af leikföngunum, fötunum, dekkjunum og ýmsu fleiru. Þú ert meira að segja orðinn pínu heimsfrægur út af þessu öllu. Spáðu í því. Orðið „viðskiptavinur“ hljómar kannski pínu kjánalega, en jú þú vilt örugglega kalla mig vin. Ég er sá sem hjálpar þér að græða sem allra mest á vörunni þinni. Það er vinalegt að mér, ekki satt. Samt væri kannski eðlilegra að kalla mig greiðanda, nú eða bara þolanda. Þú ert nefnilega að níðast á mér í ljósi þess að þú hefur meira vit á verðlagningu en ég. Þú veist hvað þú ert að leggja á vöruna en ekki ég. Kannski ertu að nýta þér einhverja einokunarstöðu. Ég veit það ekki? Ég labba bara oftast bara inn af götunni og treysti þér. Kjánalegt að mér, ég veit, en þannig er það samt. Ok, ég veit að þú ert ekki að reka góðgerðarstofnun. Þú ert í þessum business út af peningnum. Ég skil það vel. Ég velti því samt fyrir mér hvort þessi þrá á skjótfengnum gróða sé þess virði að siðferðinu sé hent í ruslið? Líður þér virkilega vel með það að beita viðskiptav.... ég meina greiðendur þína viðskiptalegu ofbeldi. Það er eiginlega ekki hægt að kalla þetta annað en það. Ég og þú erum í ofbeldissambandi þar sem þú ert gerandinn og ég er sjúklega meðvirkur þolandi. Mér finnst líka pínu kjánalegt að þér að taka þessa áhættu. Þú ert nefnilega ekki bara að koma illa fram við mig og alla hina sem þú vilt kalla viðskiptavini. Þú ert líka að stefna versluninni þinni í hættu. Já og ekki bara þinni verslun, heldur líka allri verslun á Íslandi. Þú ert að skíta út verslun á Íslandi. Líkurnar á því að við leitum annað aukast og líkurnar á því að ferðamenn leiti hingað minnka. Bara út af græðgi í þér. Það er svolítið kjánalegt. Núna eru jólin framunda. Hátíð góss og miða. Ég veit að þú elskar þennan tíma. Þá stökkvum við greiðendurnir inn til þín eins og beljur að vori og fokheldum búðina þína. Svo hendumst við í básana og tæmum kortin okkar í mjaltarvélina. „Dýr sé gjöf í upphæðum.“ Mig langar til að biðja þig um að nota tækifærið og hætta þessu ofbeldi fyrir þessi jól. Mér finnst það vera svona í anda jólanna. Okkur mun báðum líða miklu betur og öll verslun og fjárhagur landsins græðir. Ef þú hætir ekki þá vil ég allavega segja þér að ég mun hætta með þér. Ég nenni ekki þessu ofbeldissambandi lengur. Það er til nóg af netverslunum og verslunarborgum þarna úti. Boltinn er hjá þér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Hæ, ég er viðskiptavinurinn þinn. Þú ert búinn að vera svo mikið í fréttum að mig langaði til að senda þér nokkrar línur. Þú hefur verið í fréttum út af leikföngunum, fötunum, dekkjunum og ýmsu fleiru. Þú ert meira að segja orðinn pínu heimsfrægur út af þessu öllu. Spáðu í því. Orðið „viðskiptavinur“ hljómar kannski pínu kjánalega, en jú þú vilt örugglega kalla mig vin. Ég er sá sem hjálpar þér að græða sem allra mest á vörunni þinni. Það er vinalegt að mér, ekki satt. Samt væri kannski eðlilegra að kalla mig greiðanda, nú eða bara þolanda. Þú ert nefnilega að níðast á mér í ljósi þess að þú hefur meira vit á verðlagningu en ég. Þú veist hvað þú ert að leggja á vöruna en ekki ég. Kannski ertu að nýta þér einhverja einokunarstöðu. Ég veit það ekki? Ég labba bara oftast bara inn af götunni og treysti þér. Kjánalegt að mér, ég veit, en þannig er það samt. Ok, ég veit að þú ert ekki að reka góðgerðarstofnun. Þú ert í þessum business út af peningnum. Ég skil það vel. Ég velti því samt fyrir mér hvort þessi þrá á skjótfengnum gróða sé þess virði að siðferðinu sé hent í ruslið? Líður þér virkilega vel með það að beita viðskiptav.... ég meina greiðendur þína viðskiptalegu ofbeldi. Það er eiginlega ekki hægt að kalla þetta annað en það. Ég og þú erum í ofbeldissambandi þar sem þú ert gerandinn og ég er sjúklega meðvirkur þolandi. Mér finnst líka pínu kjánalegt að þér að taka þessa áhættu. Þú ert nefnilega ekki bara að koma illa fram við mig og alla hina sem þú vilt kalla viðskiptavini. Þú ert líka að stefna versluninni þinni í hættu. Já og ekki bara þinni verslun, heldur líka allri verslun á Íslandi. Þú ert að skíta út verslun á Íslandi. Líkurnar á því að við leitum annað aukast og líkurnar á því að ferðamenn leiti hingað minnka. Bara út af græðgi í þér. Það er svolítið kjánalegt. Núna eru jólin framunda. Hátíð góss og miða. Ég veit að þú elskar þennan tíma. Þá stökkvum við greiðendurnir inn til þín eins og beljur að vori og fokheldum búðina þína. Svo hendumst við í básana og tæmum kortin okkar í mjaltarvélina. „Dýr sé gjöf í upphæðum.“ Mig langar til að biðja þig um að nota tækifærið og hætta þessu ofbeldi fyrir þessi jól. Mér finnst það vera svona í anda jólanna. Okkur mun báðum líða miklu betur og öll verslun og fjárhagur landsins græðir. Ef þú hætir ekki þá vil ég allavega segja þér að ég mun hætta með þér. Ég nenni ekki þessu ofbeldissambandi lengur. Það er til nóg af netverslunum og verslunarborgum þarna úti. Boltinn er hjá þér.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar