Fólkið á Airwaves: Draumabrúðkaupsferðin að sjá Múm í Reykjavík Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 2. nóvember 2016 15:40 Rachel og John Marr eru nýbökuð hjón frá London. Vísir/Vilhelm John og Rachel Marr eru nýbökuð hjón sem búsett eru í London. Þau hafa vitað af Iceland Airwaves og þess vegna varð Reykjavík í byrjun nóvember því fyrir valinu þegar brúðkaupsferðin var skipulögð. „Við erum búin að vera hérna í fjóra daga,“ segir John í samtali við Vísi. „Ég hef alltaf viljað koma til Íslands og heimsækja Reykjavík og sjá náttúruna á Íslandi. Svo spilar tónlistin mikið hlutverk, ég er mikill aðdáandi hljómsveita eins og Múm og Sigur Rós,“ segir hann aðspurður hvers vegna þau ákváðu að sækja Ísland heim. „Við höfum vitað af hátíðinni í nokkur ár og höfum alltaf talað um að koma. Svo á brúðkaupsferð náttúrulega að vera einskonar draumaferð þannig að þetta lá beint við,“ segir Rachel.Reykjavík minnir á Skotland Þau segja að rokið hafi komið sér örlítið í opna skjöldu þegar þau kíktu í hvalaskoðunarferð. Annars finnst þeim umhverfið heimilislegt og segja að náttúran minni þau á skosku hálendin, þaðan sem Rachel er ættuð. „Þetta er góð blanda því við komum frá London og erum vön stórri borg, Reykjavík er stór en samt er sama stemning og í Skotlandi.Vonast eftir leynitónleikum Aðspurð segjast þau hjónin hlakka mest til að sjá Múm, Kronos Quartet og Lake Stret Dive. „Við fengum ekki miða á Björk en við erum að vona að hún spili á einhverjum leynitónleikum sem við römbum inn á. Það er okkar besta von,“ segir John kíminn. „Við hlökkum líka mikið til að sjá Kate Tempest,“ segir Rachel, en þau ætla að dvelja aðeins lengur á landinu eftir að hátíðinni lýkur og njóta brúðkaupsferðarinnnar. Airwaves Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Sjá meira
John og Rachel Marr eru nýbökuð hjón sem búsett eru í London. Þau hafa vitað af Iceland Airwaves og þess vegna varð Reykjavík í byrjun nóvember því fyrir valinu þegar brúðkaupsferðin var skipulögð. „Við erum búin að vera hérna í fjóra daga,“ segir John í samtali við Vísi. „Ég hef alltaf viljað koma til Íslands og heimsækja Reykjavík og sjá náttúruna á Íslandi. Svo spilar tónlistin mikið hlutverk, ég er mikill aðdáandi hljómsveita eins og Múm og Sigur Rós,“ segir hann aðspurður hvers vegna þau ákváðu að sækja Ísland heim. „Við höfum vitað af hátíðinni í nokkur ár og höfum alltaf talað um að koma. Svo á brúðkaupsferð náttúrulega að vera einskonar draumaferð þannig að þetta lá beint við,“ segir Rachel.Reykjavík minnir á Skotland Þau segja að rokið hafi komið sér örlítið í opna skjöldu þegar þau kíktu í hvalaskoðunarferð. Annars finnst þeim umhverfið heimilislegt og segja að náttúran minni þau á skosku hálendin, þaðan sem Rachel er ættuð. „Þetta er góð blanda því við komum frá London og erum vön stórri borg, Reykjavík er stór en samt er sama stemning og í Skotlandi.Vonast eftir leynitónleikum Aðspurð segjast þau hjónin hlakka mest til að sjá Múm, Kronos Quartet og Lake Stret Dive. „Við fengum ekki miða á Björk en við erum að vona að hún spili á einhverjum leynitónleikum sem við römbum inn á. Það er okkar besta von,“ segir John kíminn. „Við hlökkum líka mikið til að sjá Kate Tempest,“ segir Rachel, en þau ætla að dvelja aðeins lengur á landinu eftir að hátíðinni lýkur og njóta brúðkaupsferðarinnnar.
Airwaves Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Sjá meira