Bölvun aflétt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. nóvember 2016 06:30 Gleði leikmanna Chicago Cubs eftir oddaleikinn var fölskvalaus. vísir/getty Í fyrsta skipti í fjölmörg ár hafði heimurinn óvenju mikinn áhuga á úrslitaeinvígi bandaríska hafnaboltans, World Series. Ástæðan er sú að þar mættust tvö lið sem höfðu ekki unnið í ansi langan tíma. Cleveland Indians hefur ekki orðið meistari síðan 1948 en stuðningsmenn Chicago Cubs höfðu beðið enn lengur, eða frá árinu 1908. Samanlagt höfðu félögin beðið í 176 ár eftir meistaratitli. Það varð því eitthvað undan að láta og það gerðist eftir ótrúlega dramatík. Vinna þarf fjóra leiki til þess að verða meistari og fátt benti til annars en að Cleveland myndi hafa betur er liðið komst í 3-1 í einvíginu. Með bakið upp við vegginn náði lið Cubs að jafna 3-3 og tryggja sér oddaleik í Cleveland.Ótrúlegur úrslitaleikur Í oddaleiknum náði Cubs heimahafnarhlaupi hjá fyrsta manni sem steig út á völlinn. Ótrúleg byrjun. Cubs komst 3-1 yfir og svo aftur í 5-1. Er aðeins tvær lotur voru eftir var staðan 6-3 fyrir Cubs og stuðningsmenn þeirra að tryllast úr spenningi. Í næstsíðustu lotunni náði Cleveland að jafna, 6-6, og þar sem ekkert var skorað í níundu lotunni þurfti að framlengja. Í tíundu lotunni náði Cubs að skora tvö stig en Indians aðeins eitt og Chicago-liðið vann því sögulegan 8-7 sigur í hádramatískum leik þar sem einnig þurfti að fresta leik um tíma vegna rigningar. Ekkert lið í bandarískum íþróttum hefur þurft að bíða eins lengi eftir titli og Chicago Cubs. 108 ár er langur tími. Cubs spilaði í þremur af fyrstu fimm World Series og vann árin 1907 og 1908. Síðan hefur ekkert gengið. Á árunum 1910 til 1945 komst Cubs sjö sinnum í World Series en tapaði alltaf. Árið 1945 var síðan bölvun lögð á félagið sem er fyrir löngu orðin heimsþekkt.Bölvunin fræga Það gerði William Sianis sem átti krána Billy Goat í Chicago. Hann tók geitina sína reglulega með á leiki liðsins á hinum goðsagnakennda heimavelli Cubs, Wrigley Field. Í World Series var Sianis og geitinni aftur á móti meinuð innganga á völlinn. Svo reiður varð Sianis að hann lagði bölvun á félagið. Sagði að það myndi aldrei aftur ná að verða meistari. Hann sendi meira að segja símskeyti með bölvuninni til eiganda félagsins. Svo illa hefur gengið síðan að fólk var löngu byrjað að trúa á bölvunina sem hefur verið kölluð „Billy Goat-bölvunin“. Er Cubs hefur átt möguleika hefur allt snúist í höndunum á þeim á ótrúlegan hátt. Þá hefur ávallt verið talað um þessa bölvun sem hefur loksins verið aflétt. Aðrar íþróttir Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Í beinni: ÍR - Grindavík | Aftur á flug eftir jól? Í beinni: Keflavík - Álftanes | Tekst gestunum að klífa úr fallsæti? Í beinni: Njarðvík - Þór Þ. | Hefja nýtt ár á hörkuleik Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Forseti FIDE vill ekki refsa Carlsen Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Leyfa ekki leikmanni sínum að reyna við eitt eftirsóttasta metið Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Tvöfaldur Ólympíumeistari endaði árið á sögulegan hátt Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sló út uppáhaldsspilara sonar síns Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Úkraínska landsliðið finnst hvergi Dagskráin í dag: Undanúrslit í Ally Pally og Bónus-deildin hefst á ný Mark ársins strax á fyrsta degi? Sjá meira
Í fyrsta skipti í fjölmörg ár hafði heimurinn óvenju mikinn áhuga á úrslitaeinvígi bandaríska hafnaboltans, World Series. Ástæðan er sú að þar mættust tvö lið sem höfðu ekki unnið í ansi langan tíma. Cleveland Indians hefur ekki orðið meistari síðan 1948 en stuðningsmenn Chicago Cubs höfðu beðið enn lengur, eða frá árinu 1908. Samanlagt höfðu félögin beðið í 176 ár eftir meistaratitli. Það varð því eitthvað undan að láta og það gerðist eftir ótrúlega dramatík. Vinna þarf fjóra leiki til þess að verða meistari og fátt benti til annars en að Cleveland myndi hafa betur er liðið komst í 3-1 í einvíginu. Með bakið upp við vegginn náði lið Cubs að jafna 3-3 og tryggja sér oddaleik í Cleveland.Ótrúlegur úrslitaleikur Í oddaleiknum náði Cubs heimahafnarhlaupi hjá fyrsta manni sem steig út á völlinn. Ótrúleg byrjun. Cubs komst 3-1 yfir og svo aftur í 5-1. Er aðeins tvær lotur voru eftir var staðan 6-3 fyrir Cubs og stuðningsmenn þeirra að tryllast úr spenningi. Í næstsíðustu lotunni náði Cleveland að jafna, 6-6, og þar sem ekkert var skorað í níundu lotunni þurfti að framlengja. Í tíundu lotunni náði Cubs að skora tvö stig en Indians aðeins eitt og Chicago-liðið vann því sögulegan 8-7 sigur í hádramatískum leik þar sem einnig þurfti að fresta leik um tíma vegna rigningar. Ekkert lið í bandarískum íþróttum hefur þurft að bíða eins lengi eftir titli og Chicago Cubs. 108 ár er langur tími. Cubs spilaði í þremur af fyrstu fimm World Series og vann árin 1907 og 1908. Síðan hefur ekkert gengið. Á árunum 1910 til 1945 komst Cubs sjö sinnum í World Series en tapaði alltaf. Árið 1945 var síðan bölvun lögð á félagið sem er fyrir löngu orðin heimsþekkt.Bölvunin fræga Það gerði William Sianis sem átti krána Billy Goat í Chicago. Hann tók geitina sína reglulega með á leiki liðsins á hinum goðsagnakennda heimavelli Cubs, Wrigley Field. Í World Series var Sianis og geitinni aftur á móti meinuð innganga á völlinn. Svo reiður varð Sianis að hann lagði bölvun á félagið. Sagði að það myndi aldrei aftur ná að verða meistari. Hann sendi meira að segja símskeyti með bölvuninni til eiganda félagsins. Svo illa hefur gengið síðan að fólk var löngu byrjað að trúa á bölvunina sem hefur verið kölluð „Billy Goat-bölvunin“. Er Cubs hefur átt möguleika hefur allt snúist í höndunum á þeim á ótrúlegan hátt. Þá hefur ávallt verið talað um þessa bölvun sem hefur loksins verið aflétt.
Aðrar íþróttir Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Í beinni: ÍR - Grindavík | Aftur á flug eftir jól? Í beinni: Keflavík - Álftanes | Tekst gestunum að klífa úr fallsæti? Í beinni: Njarðvík - Þór Þ. | Hefja nýtt ár á hörkuleik Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Forseti FIDE vill ekki refsa Carlsen Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Leyfa ekki leikmanni sínum að reyna við eitt eftirsóttasta metið Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Tvöfaldur Ólympíumeistari endaði árið á sögulegan hátt Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sló út uppáhaldsspilara sonar síns Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Úkraínska landsliðið finnst hvergi Dagskráin í dag: Undanúrslit í Ally Pally og Bónus-deildin hefst á ný Mark ársins strax á fyrsta degi? Sjá meira