Fær innblástur úr breyskleika hljóðfæra sinna Stefán Þór Hjartarson skrifar 5. nóvember 2016 10:30 Halldór hefur mikið að gera þessa Airwaves hátíð en vélmennin hans létta töluvert undir með honum. Vísir/Eyþór Tónlistarmaðurinn Halldór Eldjárn frumsýnir á Airwaves í ár her af sjálfvirkum hljóðfærum sem hann hefur forritað til að spila fyrir sig. Ertu búinn að vera að vinna lengi að þessu sóló-verkefni þínu? „Ég er búinn að vera að fikta í þessu síðan í júlí, það var nú aðallega þessi harpa sem ég smíðaði sem tók mestan tíma,“ segir Halldór Eldjárn eða H.dór eins og hann kallar sig á tyllidögum. Halldór er kannski þekktastur sem einn af meðlimum hljómsveitarinnar SYKUR sem er búin að gera það gott hérlendis og erlendis í nokkurn tíma og einnig fyrir að tromma og pródúsera hér og þar í íslenska tónlistarlandslaginu. Halldór verður að spila slatta á Airwaves þetta árið, bæði með SYKUR og síðan sér hann um undirspil fyrir ljóðalestur föður síns, en hann er sonur skáldsins Þórarins Eldjárns – fyrir utan að hann mun spila í kvöld, laugardagskvöld með sólóverkefnið sitt. Þetta verkefni hans er nokkuð sérstakt en hann kemur fram með sjálfvirk hljóðfæri, tónlistar-vélmenni, sem hann smíðaði sjálfur. „Ég nota Arduino smátölvu sem er tengd við fyrirbæri sem heitir solenoid – það er fyrirbæri sem virkar svipað og mótor nema það framkvæmir bara fram og aftur hreyfingu. Ég nota þá gaura til að spila á strengi og slá í trommu.“Ert þú þarna eins og strengjabrúðumeistari að stjórna hljóðfærunum eða sjá þau um sig sjálf? „Tækin eru í raun og veru frekar sjálfbær – þau eru fyrirfram prógrammeruð og svo er ég bara að tjilla og spila á trommur.“Eru þessir róbótar sérstaklega smíðaðir til að spila á Airwaves eða nær þetta samband lengra hjá ykkur? „Þetta er ongoing verkefni hjá mér og þetta er samblanda af mínum helstu áhugasviðum: tölvunarfræði, rafmagnsverkfræði og tónlist. Þetta eru allt ný lög. Þau verða dálítið mikið til út frá róbótunum. Maður byrjar að vesenast í þeim og af því að þeir eru dálítið ófulkomnir, bæði af því að þeir eru ekkert sérstaklega vel smíðaðir og líka bara af því að þetta er rosa frumstætt í rauninni, þá gera þeir mistök og eru svolítið mannlegir þannig - það veldur því að manni dettur oft eitthvað sniðugt í hug útfrá því.“Og ert þú og vélmennin þín að vinna í einhverskonar útgáfu? „Ég er að stefna á að þetta verði komið á plötu fyrri part 2017,“ segir Halldór að lokum en hann kemur fram í Gamla bíói í kvöld, laugardagskvöld, þar sem hann og vélmennin byrja kvöldið og síðan lokar hann kvöldinu með SYKUR. Airwaves Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Fleiri fréttir Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Halldór Eldjárn frumsýnir á Airwaves í ár her af sjálfvirkum hljóðfærum sem hann hefur forritað til að spila fyrir sig. Ertu búinn að vera að vinna lengi að þessu sóló-verkefni þínu? „Ég er búinn að vera að fikta í þessu síðan í júlí, það var nú aðallega þessi harpa sem ég smíðaði sem tók mestan tíma,“ segir Halldór Eldjárn eða H.dór eins og hann kallar sig á tyllidögum. Halldór er kannski þekktastur sem einn af meðlimum hljómsveitarinnar SYKUR sem er búin að gera það gott hérlendis og erlendis í nokkurn tíma og einnig fyrir að tromma og pródúsera hér og þar í íslenska tónlistarlandslaginu. Halldór verður að spila slatta á Airwaves þetta árið, bæði með SYKUR og síðan sér hann um undirspil fyrir ljóðalestur föður síns, en hann er sonur skáldsins Þórarins Eldjárns – fyrir utan að hann mun spila í kvöld, laugardagskvöld með sólóverkefnið sitt. Þetta verkefni hans er nokkuð sérstakt en hann kemur fram með sjálfvirk hljóðfæri, tónlistar-vélmenni, sem hann smíðaði sjálfur. „Ég nota Arduino smátölvu sem er tengd við fyrirbæri sem heitir solenoid – það er fyrirbæri sem virkar svipað og mótor nema það framkvæmir bara fram og aftur hreyfingu. Ég nota þá gaura til að spila á strengi og slá í trommu.“Ert þú þarna eins og strengjabrúðumeistari að stjórna hljóðfærunum eða sjá þau um sig sjálf? „Tækin eru í raun og veru frekar sjálfbær – þau eru fyrirfram prógrammeruð og svo er ég bara að tjilla og spila á trommur.“Eru þessir róbótar sérstaklega smíðaðir til að spila á Airwaves eða nær þetta samband lengra hjá ykkur? „Þetta er ongoing verkefni hjá mér og þetta er samblanda af mínum helstu áhugasviðum: tölvunarfræði, rafmagnsverkfræði og tónlist. Þetta eru allt ný lög. Þau verða dálítið mikið til út frá róbótunum. Maður byrjar að vesenast í þeim og af því að þeir eru dálítið ófulkomnir, bæði af því að þeir eru ekkert sérstaklega vel smíðaðir og líka bara af því að þetta er rosa frumstætt í rauninni, þá gera þeir mistök og eru svolítið mannlegir þannig - það veldur því að manni dettur oft eitthvað sniðugt í hug útfrá því.“Og ert þú og vélmennin þín að vinna í einhverskonar útgáfu? „Ég er að stefna á að þetta verði komið á plötu fyrri part 2017,“ segir Halldór að lokum en hann kemur fram í Gamla bíói í kvöld, laugardagskvöld, þar sem hann og vélmennin byrja kvöldið og síðan lokar hann kvöldinu með SYKUR.
Airwaves Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Fleiri fréttir Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið