Lífið

Svona var röðin á Of Monsters and Men í gær

Bjarki Ármannsson skrifar
Það var margt um manninn í miðbæ Reykjavíkur í gær enda föstudagskvöld og ein vinsælasta hljómsveit Íslendinga um þessar mundir að troða upp á Iceland Airwaves. Of Monsters and Men komu fram á Nasa við Austurvöll og líkt og sjá má í meðfylgjandi myndbandi náði biðröðin inn á skemmtistaðinn um tíma alla leið inn á Austurstræti.

Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari 365, náði myndbandinu en á leið út af tónleikunum varð hann einnig var við hóp fólks sem komið hafði saman fyrir aftan Nasa, við inngang tónlistarmanna og starfsmanna, og naut tónleikana þar í gegnum innganginn.

Þessir gerðu sér óminn í gegnum hurðina að góðu.Vísir/Andri Marinó
Þá voru Alexander Jarl, Santigold og Warpaint meðal þeirra flytjenda sem fram komu á hátíðinni í gærkvöldi. Nokkrar vel valdar myndir af tónleikum gærkvöldsins má finna hér að neðan.

Þá má kynna sér það helsta sem er að gerast á hátíðinni í dag hér.

Vísir/Andri Marinó





Fleiri fréttir

Sjá meira


×