Ingó hjólar í Iceland Airwaves: „Jón væntanlega ekki nógu hip og kúl fyrir skipuleggjendur“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. nóvember 2016 20:13 Jón segist í samtali við Vísi vera hinn rólegasti yfir þessu öllu saman. Vísir/Pjetur/Vilhelm Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, vandar skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves ekki kveðjurnar á Facebook síðu sinni. „Fyrir hverja er hátíðin Iceland Airwaves eiginlega þegar Jón Jónsson vinsælasti tónlistarmaður landsins fær neitun þegar hann biður um að fá að spila á hátíðinni?“ skrifar Ingó og heldur áfram. „Nú liggur það fyrir að þessi hátíð er að fá fleiri milljónir í styrki frá Reykjavíkurborg og sjóðum ríkisins með þeim rökum væntanlega að þetta sé frábær kynning á okkar tónlistarfólki.“ Hann segir einnig að ef hátíðin eigi að vera fyrir alla væri frábært að jafn vinsæll tónlistarmaður og Jón kæmi fram og fengi að flytja tónlist sína fyrir erlenda gesti. „Það þykir greinilega vera mikilvægara þegar þú vilt kynna tónlist þína á Iceland Airwaves að þekkja rétta fólkið eða vera í klíkunni en að hafa átt fjölmörg vinsælustu lög landsins síðustu 4-5 árin.“Jón hinn rólegasti Jón staðfestir í samtali við Vísi að hann hafi sótt um og að umsókn hans hafi ekki verið staðfest. Hann sé þó rólegur yfir þessu öllu saman og er í fríi í Flórída. „Nei ég var bara svo bitur yfir þessu að ég pantaði „one-way ticket“ til Flórída,“ segir Jón og slær á létta strengi. „Þetta eru allt saman réttar upplýsingar. En þó ekki þannig að ég sé í einhverju rugli bitur. Ingó fannst þetta bara svo merkilegt, ég var ekki mikið að kippa mér upp við þetta,“ segir Jón. „Ég sótti bara um núna því að vinkona mín vinnur hjá Airwaves og hún sagði mér að ég yrði að sækja um. Og ég gerði það og svo var hún bara ekki samþykkt.“ Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves gefur ekki mikið fyrir yfirlýsingar Ingós. „Daginn eftir eina bestu IA hátíð frá upphafi hef ég enga löngun að rífast útaf einhverju sem Ingó segir og heldur. Hann má hafa sína skoðun á þessu. Ekkert að því. Jón Jónsson er hins vegar toppmaður sem spilaði á IA fyrir nokkrum árum og tók ein 3 off-venue gigg í ár. Geggjuð hátíð að baki,“ segir Grímur í samtali við Vísi.Færslu Ingó má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Airwaves Mest lesið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Fleiri fréttir Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Sjá meira
Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, vandar skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves ekki kveðjurnar á Facebook síðu sinni. „Fyrir hverja er hátíðin Iceland Airwaves eiginlega þegar Jón Jónsson vinsælasti tónlistarmaður landsins fær neitun þegar hann biður um að fá að spila á hátíðinni?“ skrifar Ingó og heldur áfram. „Nú liggur það fyrir að þessi hátíð er að fá fleiri milljónir í styrki frá Reykjavíkurborg og sjóðum ríkisins með þeim rökum væntanlega að þetta sé frábær kynning á okkar tónlistarfólki.“ Hann segir einnig að ef hátíðin eigi að vera fyrir alla væri frábært að jafn vinsæll tónlistarmaður og Jón kæmi fram og fengi að flytja tónlist sína fyrir erlenda gesti. „Það þykir greinilega vera mikilvægara þegar þú vilt kynna tónlist þína á Iceland Airwaves að þekkja rétta fólkið eða vera í klíkunni en að hafa átt fjölmörg vinsælustu lög landsins síðustu 4-5 árin.“Jón hinn rólegasti Jón staðfestir í samtali við Vísi að hann hafi sótt um og að umsókn hans hafi ekki verið staðfest. Hann sé þó rólegur yfir þessu öllu saman og er í fríi í Flórída. „Nei ég var bara svo bitur yfir þessu að ég pantaði „one-way ticket“ til Flórída,“ segir Jón og slær á létta strengi. „Þetta eru allt saman réttar upplýsingar. En þó ekki þannig að ég sé í einhverju rugli bitur. Ingó fannst þetta bara svo merkilegt, ég var ekki mikið að kippa mér upp við þetta,“ segir Jón. „Ég sótti bara um núna því að vinkona mín vinnur hjá Airwaves og hún sagði mér að ég yrði að sækja um. Og ég gerði það og svo var hún bara ekki samþykkt.“ Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves gefur ekki mikið fyrir yfirlýsingar Ingós. „Daginn eftir eina bestu IA hátíð frá upphafi hef ég enga löngun að rífast útaf einhverju sem Ingó segir og heldur. Hann má hafa sína skoðun á þessu. Ekkert að því. Jón Jónsson er hins vegar toppmaður sem spilaði á IA fyrir nokkrum árum og tók ein 3 off-venue gigg í ár. Geggjuð hátíð að baki,“ segir Grímur í samtali við Vísi.Færslu Ingó má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.
Airwaves Mest lesið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Fleiri fréttir Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Sjá meira