Viðskipti innlent

Krónan ekki sterkari gagnvart dollar í átta ár

Sæunn Gísladóttir skrifar
Langstærstur hluti af verðmæti seðla og myntar í umferð er í formi 5.000 króna seðla.
Langstærstur hluti af verðmæti seðla og myntar í umferð er í formi 5.000 króna seðla. Fréttablaðið/GVA
Gengi Bandaríkjadal gagnvart íslensku krónunni hefur lækkað um 0,58 prósent í dag og er nú miðgildið um 110,3. Dollarinn hefur veikst gagnvart ýmsum gjaldmiðlum í dag í ljósi niðurstöðu forsetakosninganna sem fóru fram í nótt.

Greiningaraðilar höfðu varað við að sigur Donald Trump væri líklegur til að hafa neikvæð efnahagsleg áhrif. Eins og Vísir greindi frá í morgun hrundu markaðir í kjölfar fregnanna og gengi Pesósins, gjaldmiðils Mexíkó, hrundi gagnvart dollaranum.

Eins og staðan er núna hefur gengi Bandaríkjadal gagnvart íslensku krónunni ekki verið lægra síðan í október 2008.


Tengdar fréttir

Pesóinn hefur hríðfallið

Gengi mexíkóska pesósins gagnvart Bandaríkjadal hefur lækkað um tæplega níu prósent í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×