Arnar Davíð Jónsson, úr Keilufélagi Reykjavíkur, hefur lokið keppni á ECC, Evrópumóti landsmeistara, í Olomouc í Tékklandi.
Arnar endaði í 8. sæti og átti gott mót. Arnar spilaði í heildina á 225.11 í meðaltal.
„Í heildina er ég sáttur við frammistöðuna. Ég kom inn í átta manna úrslitin í erfiðri stöðu sem sést best á því að þó ég spili vel í dag hefur það ekkert að segja. Auðvitað er alltaf hægt að finna hluti sem hefðu mátt klára betur en 8. sætið er staðreynd og er ég nokkuð sáttur við það,“ sagði Arnar eftir keppnina í dag.
Í undanúrslitum í karlaflokki leika Jaroslav Lorenc frá Tékklandi, James Gruffman frá Svíþjóð, Antonio Fiorentino frá Ítalíu og Hadley Morgan frá Englandi.
Í kvennaflokki eru það Casja Wagner frá Svíþjó, Maria Bulanova frá Rússlandi, Nicole Sanders frá Hollandi og Nadine Geissler frá Þýskalandi sem leika til undanúrslita.
Arnar Davíð í 8. sæti í Olomouc
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Afturelding mætir Val í undanúrslitum
Handbolti


„Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“
Körfubolti



Íslendingalið Birmingham upp í B-deild
Enski boltinn



Sjáðu þrennu Karólínu Leu
Fótbolti