Baulað á Trump á góðgerðarkvöldverði Samúel Karl Ólason skrifar 21. október 2016 10:24 Hillary Clinton og Donald Trump. Vísir/AFP Gestir góðgerðakvöldverðar í New York í nótt bauluðu á Donald Trump. Þar tók hann þátt í smá „grillun“ þar sem hann átti að gera létt grín að mótframbjóðanda sínum Hillary Clinton. Biturleiki kosningabaráttunnar skein þó fljótt í gegn. Trump meðal annars hóf að kalla Clinton „Crooked Hillary“, eða spillta Hillary. Þá sagði hann að Clinton hefði blekkt fólkið með því að hafa eina stefnu sem hún sýni almenningi og aðra sem hún trúi á sjálf. „Hér er hún á almannafæri og þykist ekki hata kaþólikka,“ sagði Trump. Þegar áhorfendur bauluðu á hann grínaðist Trump með að hann væri ekki viss hvort þeir væru reiðir við hann eða hana. Gestir segjast ekki vita til þess að áður hafi verið baulað á fólk á kvöldverðinum. Kvöldverðurinn sem um ræðir er áratugagömul hefð og er til styrktar góðgerðasamtökum kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum. Þar er hefð fyrir því að forsetaframbjóðendur mæti og geri léttvægt grín að sjálfum sér og mótframbjóðendum sínum.Donald Trump byrjaði mál sitt á því að segja að einhverjir byrji ræður sem þessar á því að gera grín að sjálfum sér. „Sumir halda að það sé erfitt fyrir mig, en sannleikurinn er sá að ég er mjög hógvær manneskja. Sumir segja að hógværð mín sé minn besti eiginleiki.“ Þá gerði Trump grín að eiginkonu sinni. „Fjölmiðlar eru hlutdrægari en þeir hafa nokkurn tíman verið. Viljið þið sannanir? Michelle Obama heldur ræðu og allir elska hana. Hún er fræbær. Þeir halda að hún sé frábær. Eiginkona mín, Melania, heldur nákvæmlega sömu ræðu og allir verða brjálaðir.“Trump bætti við að hann myndi líklega lenda í vandræðum heima fyrir vegna brandarans, þar sem eiginkona sín hafi ekki vitað af honum fyrir fram.Hillary Clinton sagði gesti kvöldsins vera frekar heppna þar sem að hún hefði rukkað þá verulega við eðlilegar kringumstæður. Þá hefði hún tekið sér hlé frá lúra-dagskrá sinni til þess að mæta. „Donald, eftir að hafa hlustað á ræðuna þína, hlakka ég líka til þess að hlusta á Mike Pence neita fyrir að þú hafi flutt hana.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Gestir góðgerðakvöldverðar í New York í nótt bauluðu á Donald Trump. Þar tók hann þátt í smá „grillun“ þar sem hann átti að gera létt grín að mótframbjóðanda sínum Hillary Clinton. Biturleiki kosningabaráttunnar skein þó fljótt í gegn. Trump meðal annars hóf að kalla Clinton „Crooked Hillary“, eða spillta Hillary. Þá sagði hann að Clinton hefði blekkt fólkið með því að hafa eina stefnu sem hún sýni almenningi og aðra sem hún trúi á sjálf. „Hér er hún á almannafæri og þykist ekki hata kaþólikka,“ sagði Trump. Þegar áhorfendur bauluðu á hann grínaðist Trump með að hann væri ekki viss hvort þeir væru reiðir við hann eða hana. Gestir segjast ekki vita til þess að áður hafi verið baulað á fólk á kvöldverðinum. Kvöldverðurinn sem um ræðir er áratugagömul hefð og er til styrktar góðgerðasamtökum kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum. Þar er hefð fyrir því að forsetaframbjóðendur mæti og geri léttvægt grín að sjálfum sér og mótframbjóðendum sínum.Donald Trump byrjaði mál sitt á því að segja að einhverjir byrji ræður sem þessar á því að gera grín að sjálfum sér. „Sumir halda að það sé erfitt fyrir mig, en sannleikurinn er sá að ég er mjög hógvær manneskja. Sumir segja að hógværð mín sé minn besti eiginleiki.“ Þá gerði Trump grín að eiginkonu sinni. „Fjölmiðlar eru hlutdrægari en þeir hafa nokkurn tíman verið. Viljið þið sannanir? Michelle Obama heldur ræðu og allir elska hana. Hún er fræbær. Þeir halda að hún sé frábær. Eiginkona mín, Melania, heldur nákvæmlega sömu ræðu og allir verða brjálaðir.“Trump bætti við að hann myndi líklega lenda í vandræðum heima fyrir vegna brandarans, þar sem eiginkona sín hafi ekki vitað af honum fyrir fram.Hillary Clinton sagði gesti kvöldsins vera frekar heppna þar sem að hún hefði rukkað þá verulega við eðlilegar kringumstæður. Þá hefði hún tekið sér hlé frá lúra-dagskrá sinni til þess að mæta. „Donald, eftir að hafa hlustað á ræðuna þína, hlakka ég líka til þess að hlusta á Mike Pence neita fyrir að þú hafi flutt hana.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira