Baulað á Trump á góðgerðarkvöldverði Samúel Karl Ólason skrifar 21. október 2016 10:24 Hillary Clinton og Donald Trump. Vísir/AFP Gestir góðgerðakvöldverðar í New York í nótt bauluðu á Donald Trump. Þar tók hann þátt í smá „grillun“ þar sem hann átti að gera létt grín að mótframbjóðanda sínum Hillary Clinton. Biturleiki kosningabaráttunnar skein þó fljótt í gegn. Trump meðal annars hóf að kalla Clinton „Crooked Hillary“, eða spillta Hillary. Þá sagði hann að Clinton hefði blekkt fólkið með því að hafa eina stefnu sem hún sýni almenningi og aðra sem hún trúi á sjálf. „Hér er hún á almannafæri og þykist ekki hata kaþólikka,“ sagði Trump. Þegar áhorfendur bauluðu á hann grínaðist Trump með að hann væri ekki viss hvort þeir væru reiðir við hann eða hana. Gestir segjast ekki vita til þess að áður hafi verið baulað á fólk á kvöldverðinum. Kvöldverðurinn sem um ræðir er áratugagömul hefð og er til styrktar góðgerðasamtökum kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum. Þar er hefð fyrir því að forsetaframbjóðendur mæti og geri léttvægt grín að sjálfum sér og mótframbjóðendum sínum.Donald Trump byrjaði mál sitt á því að segja að einhverjir byrji ræður sem þessar á því að gera grín að sjálfum sér. „Sumir halda að það sé erfitt fyrir mig, en sannleikurinn er sá að ég er mjög hógvær manneskja. Sumir segja að hógværð mín sé minn besti eiginleiki.“ Þá gerði Trump grín að eiginkonu sinni. „Fjölmiðlar eru hlutdrægari en þeir hafa nokkurn tíman verið. Viljið þið sannanir? Michelle Obama heldur ræðu og allir elska hana. Hún er fræbær. Þeir halda að hún sé frábær. Eiginkona mín, Melania, heldur nákvæmlega sömu ræðu og allir verða brjálaðir.“Trump bætti við að hann myndi líklega lenda í vandræðum heima fyrir vegna brandarans, þar sem eiginkona sín hafi ekki vitað af honum fyrir fram.Hillary Clinton sagði gesti kvöldsins vera frekar heppna þar sem að hún hefði rukkað þá verulega við eðlilegar kringumstæður. Þá hefði hún tekið sér hlé frá lúra-dagskrá sinni til þess að mæta. „Donald, eftir að hafa hlustað á ræðuna þína, hlakka ég líka til þess að hlusta á Mike Pence neita fyrir að þú hafi flutt hana.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Gestir góðgerðakvöldverðar í New York í nótt bauluðu á Donald Trump. Þar tók hann þátt í smá „grillun“ þar sem hann átti að gera létt grín að mótframbjóðanda sínum Hillary Clinton. Biturleiki kosningabaráttunnar skein þó fljótt í gegn. Trump meðal annars hóf að kalla Clinton „Crooked Hillary“, eða spillta Hillary. Þá sagði hann að Clinton hefði blekkt fólkið með því að hafa eina stefnu sem hún sýni almenningi og aðra sem hún trúi á sjálf. „Hér er hún á almannafæri og þykist ekki hata kaþólikka,“ sagði Trump. Þegar áhorfendur bauluðu á hann grínaðist Trump með að hann væri ekki viss hvort þeir væru reiðir við hann eða hana. Gestir segjast ekki vita til þess að áður hafi verið baulað á fólk á kvöldverðinum. Kvöldverðurinn sem um ræðir er áratugagömul hefð og er til styrktar góðgerðasamtökum kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum. Þar er hefð fyrir því að forsetaframbjóðendur mæti og geri léttvægt grín að sjálfum sér og mótframbjóðendum sínum.Donald Trump byrjaði mál sitt á því að segja að einhverjir byrji ræður sem þessar á því að gera grín að sjálfum sér. „Sumir halda að það sé erfitt fyrir mig, en sannleikurinn er sá að ég er mjög hógvær manneskja. Sumir segja að hógværð mín sé minn besti eiginleiki.“ Þá gerði Trump grín að eiginkonu sinni. „Fjölmiðlar eru hlutdrægari en þeir hafa nokkurn tíman verið. Viljið þið sannanir? Michelle Obama heldur ræðu og allir elska hana. Hún er fræbær. Þeir halda að hún sé frábær. Eiginkona mín, Melania, heldur nákvæmlega sömu ræðu og allir verða brjálaðir.“Trump bætti við að hann myndi líklega lenda í vandræðum heima fyrir vegna brandarans, þar sem eiginkona sín hafi ekki vitað af honum fyrir fram.Hillary Clinton sagði gesti kvöldsins vera frekar heppna þar sem að hún hefði rukkað þá verulega við eðlilegar kringumstæður. Þá hefði hún tekið sér hlé frá lúra-dagskrá sinni til þess að mæta. „Donald, eftir að hafa hlustað á ræðuna þína, hlakka ég líka til þess að hlusta á Mike Pence neita fyrir að þú hafi flutt hana.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira