Lewis Hamilton vann í Texas Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 23. október 2016 20:39 Lewis Hamilton vann örugglega í Austin, Texas í dag. Vísir/Getty Lewis Hamilton vann sína 50. keppni í Formúlu 1 í dag. Liðsfélagi hans hjá Mercedes Nico Rosberg varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. Hamilton náði í 25 stig í dag, og tókst að minnka forystu Rosberg í heimsmeistarakeppni ökumanna niður í 26 stig. Baráttan harðnar þegar þrjár keppnir eru eftir. Ræsingarnar hafa valdið Hamilton vandræðum það sem af er tímabilinu. Í dag varð breyting þar á, Rosberg hins vegar missti Ricciardo fram úr sér á leiðinni út úr fyrstu beygju. Valtteri Bottas á Williams og Nico Hulkenberg á Force India komu inn á þjónustusvæði í lok fyrsta hrings. Bottas var með sprungið dekk en Hulkenberg kom inn til að hætta keppni. Ricciardo og Raikkonen komu inn á níunda hring til að skipta ofur-mjúku dekkjunum undan fyrir mjúk dekk. Mercedes brást við og tók sína menn inn í kjölfarið og þeir settu hörð dekk undir bíl Rosberg. Hamilton tók hins vegar annan gang af mjúkum dekkjum undir á 12. hring.Kimi Raikkonen leið fyrir mistök þjónustuliðsins í dag.Vísir/GettyVerstappen gerði svakaleg mistök á 28. hring þegar hann tók þjónustuhlé. Red Bull liðið var ekki búið að kalla Verstappen inn og þess vegna var enginn reiðubúinn að taka á móti unga ökumanninum. Bíll Verstappen gaf sig svo á 30. hring og hann reyndi að rúlla inn á þjónustusvæðið en komst ekki nema hálfa leið og stafrænn öryggisbíll var virkjaður. Hamilton og Rsoberg tóku sín síðustu þjónustuhlé undir stafræna öryggisbílnum. Baráttan harðnaði ekkert á milli Rosberg og Hamilton enda Hamilton í kringum 9 sekúndum æa undan og hélt því forskoti bara við það sem eftir lifði keppni. Raikkonen kom inn á þjónustusvæðið á 39. hring og fór af stað þegar honum var gefið grænt ljós. Þá var eitt dekk enn laust. Raikkonen gat ekki annað en lagt bílnum og hætt keppni. Felipe Massa og Fernando Alonso lentu í samstuði. Massa þurfti í kjölfarið að takaþjónustuhlé á næst síðasta hring keppninnar til að taka lekandi dekk undan Williams bílnum. Rosberg sótti aðeins á Hamilton á loka hringjum keppninnar en það dugði ekki til og Hamilton kom fyrstur í mark.Hér að neðan má sjá öll úrslit helgarinnar. Formúla Tengdar fréttir Mercedes fljótastir á föstudegi í Bandaríkjunum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer um helgina í Austin, Texas. Nico Rosberg á Mercedes varð fljótastur á seinni æfingunni. 21. október 2016 21:15 Hamilton: Ég er bjartsýnn á góða ræsingu Lewis Hamilton hóf lokasprettinn í eltingarleiknum við liðsfélaga sinn í heimsmeistarakeppni ökumanna með því að tryggja sér ráspól í Texas. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 23. október 2016 06:00 Hamilton: Ég mun gefa allt í síðustu fjórar keppnirnar Lewis Hamilton hefur lofað að "gefa allt“ í síðustu fjórar keppnir tímabilsins. Hann ætlar sér að reyna að minnka bilið í liðsfélaga sinn, Nico Rosberg. 18. október 2016 22:30 Hamilton á ráspól í Bandaríkjunum Lewis Hamitlon á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull þriðji. 22. október 2016 19:04 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Lewis Hamilton vann sína 50. keppni í Formúlu 1 í dag. Liðsfélagi hans hjá Mercedes Nico Rosberg varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. Hamilton náði í 25 stig í dag, og tókst að minnka forystu Rosberg í heimsmeistarakeppni ökumanna niður í 26 stig. Baráttan harðnar þegar þrjár keppnir eru eftir. Ræsingarnar hafa valdið Hamilton vandræðum það sem af er tímabilinu. Í dag varð breyting þar á, Rosberg hins vegar missti Ricciardo fram úr sér á leiðinni út úr fyrstu beygju. Valtteri Bottas á Williams og Nico Hulkenberg á Force India komu inn á þjónustusvæði í lok fyrsta hrings. Bottas var með sprungið dekk en Hulkenberg kom inn til að hætta keppni. Ricciardo og Raikkonen komu inn á níunda hring til að skipta ofur-mjúku dekkjunum undan fyrir mjúk dekk. Mercedes brást við og tók sína menn inn í kjölfarið og þeir settu hörð dekk undir bíl Rosberg. Hamilton tók hins vegar annan gang af mjúkum dekkjum undir á 12. hring.Kimi Raikkonen leið fyrir mistök þjónustuliðsins í dag.Vísir/GettyVerstappen gerði svakaleg mistök á 28. hring þegar hann tók þjónustuhlé. Red Bull liðið var ekki búið að kalla Verstappen inn og þess vegna var enginn reiðubúinn að taka á móti unga ökumanninum. Bíll Verstappen gaf sig svo á 30. hring og hann reyndi að rúlla inn á þjónustusvæðið en komst ekki nema hálfa leið og stafrænn öryggisbíll var virkjaður. Hamilton og Rsoberg tóku sín síðustu þjónustuhlé undir stafræna öryggisbílnum. Baráttan harðnaði ekkert á milli Rosberg og Hamilton enda Hamilton í kringum 9 sekúndum æa undan og hélt því forskoti bara við það sem eftir lifði keppni. Raikkonen kom inn á þjónustusvæðið á 39. hring og fór af stað þegar honum var gefið grænt ljós. Þá var eitt dekk enn laust. Raikkonen gat ekki annað en lagt bílnum og hætt keppni. Felipe Massa og Fernando Alonso lentu í samstuði. Massa þurfti í kjölfarið að takaþjónustuhlé á næst síðasta hring keppninnar til að taka lekandi dekk undan Williams bílnum. Rosberg sótti aðeins á Hamilton á loka hringjum keppninnar en það dugði ekki til og Hamilton kom fyrstur í mark.Hér að neðan má sjá öll úrslit helgarinnar.
Formúla Tengdar fréttir Mercedes fljótastir á föstudegi í Bandaríkjunum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer um helgina í Austin, Texas. Nico Rosberg á Mercedes varð fljótastur á seinni æfingunni. 21. október 2016 21:15 Hamilton: Ég er bjartsýnn á góða ræsingu Lewis Hamilton hóf lokasprettinn í eltingarleiknum við liðsfélaga sinn í heimsmeistarakeppni ökumanna með því að tryggja sér ráspól í Texas. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 23. október 2016 06:00 Hamilton: Ég mun gefa allt í síðustu fjórar keppnirnar Lewis Hamilton hefur lofað að "gefa allt“ í síðustu fjórar keppnir tímabilsins. Hann ætlar sér að reyna að minnka bilið í liðsfélaga sinn, Nico Rosberg. 18. október 2016 22:30 Hamilton á ráspól í Bandaríkjunum Lewis Hamitlon á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull þriðji. 22. október 2016 19:04 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Mercedes fljótastir á föstudegi í Bandaríkjunum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer um helgina í Austin, Texas. Nico Rosberg á Mercedes varð fljótastur á seinni æfingunni. 21. október 2016 21:15
Hamilton: Ég er bjartsýnn á góða ræsingu Lewis Hamilton hóf lokasprettinn í eltingarleiknum við liðsfélaga sinn í heimsmeistarakeppni ökumanna með því að tryggja sér ráspól í Texas. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 23. október 2016 06:00
Hamilton: Ég mun gefa allt í síðustu fjórar keppnirnar Lewis Hamilton hefur lofað að "gefa allt“ í síðustu fjórar keppnir tímabilsins. Hann ætlar sér að reyna að minnka bilið í liðsfélaga sinn, Nico Rosberg. 18. október 2016 22:30
Hamilton á ráspól í Bandaríkjunum Lewis Hamitlon á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull þriðji. 22. október 2016 19:04