Stórsókn í menntamálum Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 26. október 2016 07:00 Stjórnmálamenn klifa gjarnan á því að menntun sé mikilvæg og brýnt sé að hlúa að henni. Fjárfesting til framtíðar, er sagt, eins og eina ástæða þess að mennta fólk eigi að vera sú að það skili arði en ekki af því að það sé rétt, en látum það vera, það er sama hvaðan gott kemur. Skólakerfið hefur hins vegar verið afskipt hjá núverandi stjórnarflokkum þegar kemur að fjárveitingum, sem sýnir raunverulegan hug þeirra til málaflokksins. Stærsta vandamálið sem við stöndum frammi fyrir, þegar kemur að skólakerfinu, er að ef ekkert verður að gert er fyrirsjáanlegt að við stöndum frammi fyrir miklum skorti á kennurum. Ef fram heldur sem horfir verða kennarar með réttindi í grunnskólum um 22% færri árið 2031 en þeir eru í dag. Á sama tíma mun nemendum hafa fjölgað um 15%. Þetta er grafalvarlegt mál, ekki síst í því ljósi að nýnemum í kennaranámi hefur fækkað um 60% frá árinu 2008. Einhliða breytingar menntamálaráðherra á framhaldsskólanum hafa gert það að verkum að nú er búið að steypa alla í eitt og sama ríkismótið. Flokkur frelsisins hefur gefið þá fyrirskipun að allir framhaldsskólanemar skuli klára nám sitt á þremur árum og fólk yfir 25 ára aldri eigi ekkert erindi í framhaldsskóla. Og þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar um bestu háskólana er staðreyndin sú að framlög til háskólanna, miðað við hvern nemanda, eru lægri hér en í öllum löndum sem við berum okkur saman við. Ríkisstjórnin ætlar reyndar að bæta úr því, en þó ekki með þeirri aðferð að fjölga þeim krónum sem fara í háskólann, heldur fækka nemendunum. Við þurfum stórsókn í menntamálum og Vinstri græn telja það forgangsmál. Við viljum setja sjö milljarða í skólakerfið og stuðla að því að kennarastarfið verði fýsilegur kostur. Það þarf að gera með því að tryggja starfskjör, en einnig með því að efla faglegt sjálfstæði kennara og leggja áherslu á skólaþróun. Menntun er mikilvæg, ekki bara rétt fyrir kosningar. Það vitum við í Vinstri grænum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmálamenn klifa gjarnan á því að menntun sé mikilvæg og brýnt sé að hlúa að henni. Fjárfesting til framtíðar, er sagt, eins og eina ástæða þess að mennta fólk eigi að vera sú að það skili arði en ekki af því að það sé rétt, en látum það vera, það er sama hvaðan gott kemur. Skólakerfið hefur hins vegar verið afskipt hjá núverandi stjórnarflokkum þegar kemur að fjárveitingum, sem sýnir raunverulegan hug þeirra til málaflokksins. Stærsta vandamálið sem við stöndum frammi fyrir, þegar kemur að skólakerfinu, er að ef ekkert verður að gert er fyrirsjáanlegt að við stöndum frammi fyrir miklum skorti á kennurum. Ef fram heldur sem horfir verða kennarar með réttindi í grunnskólum um 22% færri árið 2031 en þeir eru í dag. Á sama tíma mun nemendum hafa fjölgað um 15%. Þetta er grafalvarlegt mál, ekki síst í því ljósi að nýnemum í kennaranámi hefur fækkað um 60% frá árinu 2008. Einhliða breytingar menntamálaráðherra á framhaldsskólanum hafa gert það að verkum að nú er búið að steypa alla í eitt og sama ríkismótið. Flokkur frelsisins hefur gefið þá fyrirskipun að allir framhaldsskólanemar skuli klára nám sitt á þremur árum og fólk yfir 25 ára aldri eigi ekkert erindi í framhaldsskóla. Og þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar um bestu háskólana er staðreyndin sú að framlög til háskólanna, miðað við hvern nemanda, eru lægri hér en í öllum löndum sem við berum okkur saman við. Ríkisstjórnin ætlar reyndar að bæta úr því, en þó ekki með þeirri aðferð að fjölga þeim krónum sem fara í háskólann, heldur fækka nemendunum. Við þurfum stórsókn í menntamálum og Vinstri græn telja það forgangsmál. Við viljum setja sjö milljarða í skólakerfið og stuðla að því að kennarastarfið verði fýsilegur kostur. Það þarf að gera með því að tryggja starfskjör, en einnig með því að efla faglegt sjálfstæði kennara og leggja áherslu á skólaþróun. Menntun er mikilvæg, ekki bara rétt fyrir kosningar. Það vitum við í Vinstri grænum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun