Trump segir að Clinton muni hefja þriðju heimsstyrjöldina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. október 2016 22:40 „Þetta endar með þriðju heimsstyrjöldinni vegna Sýrlands ef við hlustum á Hillary Clinton,“ sagði Trump Vísir/Getty Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segir að utanríkisstefna Hillary Clinton vegna Sýrlands muni verja til þess að þriðja heimsstyrjöldin muni brjótast út. Gagnrýndi hann harkalega tillögur Clinton um að koma á flugbannsvæði yfir Sýrlandi sem sumir telja að muni leiða til átaka við rússneskar herþotur sem stundað hafa miklar loftárásir í Sýrlandi undanfarna mánuði.„Þetta endar með þriðju heimsstyrjöldinni vegna Sýrlands ef við hlustum á Hillary Clinton,“ sagði Trump við blaðamenn á golfvelli sínum í Miami.Varaði hann við því að ef tillögur Clinton um flugbannsvæði verði að veruleika myndi átökin í Sýrlandi umbreytast þannig að Bandaríkin þyrftu að takast á við Sýrland, Rússland og Íran. Herforingjar í Bandaríkjunum hafa varað við því að ætli Bandaríkin að ná yfirráðum yfir lofthelgi Sýrlands muni það þýða átök við Rússa og Írana. Trump kvartaði einnig yfir því að Repúblikanaflokkurinn væri ekki sameinaður á bak við sig en framámenn í flokknum hafa margir hverjir neitað að styðja Trump. „Ef flokkurinn væri sameinaður á bak við mig gætum við ekki tapað,“ sagði Trump. Mjög hefur hallað undan fæti hjá Trump á undanförnum vikum. Svo mikið að talið er víst að Hillary Clinton verði næsti forseti Bandaríkjanna. Kosið verður 8. nóvember. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Clinton hættir að svara Donald Trump Héðan í frá muni hún einblína á málefnin en ekki manninn. 24. október 2016 08:00 New York Times birtir lista yfir allt og alla sem Donald Trump hefur gert lítið úr á Twitter Listinn er tæmandi. 24. október 2016 19:45 Segir Trump að „hætta að væla“ Barack Obama segir tilraunir Donald Trump til að draga úr trúverðugleika kosninganna vera óábyrgar. 18. október 2016 16:52 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Fleiri fréttir Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Sjá meira
Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segir að utanríkisstefna Hillary Clinton vegna Sýrlands muni verja til þess að þriðja heimsstyrjöldin muni brjótast út. Gagnrýndi hann harkalega tillögur Clinton um að koma á flugbannsvæði yfir Sýrlandi sem sumir telja að muni leiða til átaka við rússneskar herþotur sem stundað hafa miklar loftárásir í Sýrlandi undanfarna mánuði.„Þetta endar með þriðju heimsstyrjöldinni vegna Sýrlands ef við hlustum á Hillary Clinton,“ sagði Trump við blaðamenn á golfvelli sínum í Miami.Varaði hann við því að ef tillögur Clinton um flugbannsvæði verði að veruleika myndi átökin í Sýrlandi umbreytast þannig að Bandaríkin þyrftu að takast á við Sýrland, Rússland og Íran. Herforingjar í Bandaríkjunum hafa varað við því að ætli Bandaríkin að ná yfirráðum yfir lofthelgi Sýrlands muni það þýða átök við Rússa og Írana. Trump kvartaði einnig yfir því að Repúblikanaflokkurinn væri ekki sameinaður á bak við sig en framámenn í flokknum hafa margir hverjir neitað að styðja Trump. „Ef flokkurinn væri sameinaður á bak við mig gætum við ekki tapað,“ sagði Trump. Mjög hefur hallað undan fæti hjá Trump á undanförnum vikum. Svo mikið að talið er víst að Hillary Clinton verði næsti forseti Bandaríkjanna. Kosið verður 8. nóvember.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Clinton hættir að svara Donald Trump Héðan í frá muni hún einblína á málefnin en ekki manninn. 24. október 2016 08:00 New York Times birtir lista yfir allt og alla sem Donald Trump hefur gert lítið úr á Twitter Listinn er tæmandi. 24. október 2016 19:45 Segir Trump að „hætta að væla“ Barack Obama segir tilraunir Donald Trump til að draga úr trúverðugleika kosninganna vera óábyrgar. 18. október 2016 16:52 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Fleiri fréttir Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Sjá meira
Clinton hættir að svara Donald Trump Héðan í frá muni hún einblína á málefnin en ekki manninn. 24. október 2016 08:00
New York Times birtir lista yfir allt og alla sem Donald Trump hefur gert lítið úr á Twitter Listinn er tæmandi. 24. október 2016 19:45
Segir Trump að „hætta að væla“ Barack Obama segir tilraunir Donald Trump til að draga úr trúverðugleika kosninganna vera óábyrgar. 18. október 2016 16:52