Viðskipti innlent

Lækka þrátt fyrir afkomu í samræmi við spár

Hafliði Helgason skrifar
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. Stjórnendur eru ánægðir með uppgjör þriðja ársfjórðungs
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. Stjórnendur eru ánægðir með uppgjör þriðja ársfjórðungs Vísir/Valli
Afkoma Icelandair Group og Haga voru í nokkurn veginn samræmi við spár greiningardeilda Landsbankans og Íslandsbanka. Bréf félaganna hafa lækkað það sem af er degi.

Hagnaður Icelandair Group á þriðja ársfjórðungi námu 11,7 milljörðum króna. Þriðji ársfjórðungur vegur þyngst í rekstri félagsins. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsgjöld, skatta og afskriftir (EBITDA) voru rúmir átján milljarðar króna. Uppgjör Icelandair er í dollurum. Fyrstu viðbrögð markaðarins var hækkun á bréfunum, en þau fóru að lækka aftur þegar leið á morguninn. Ánægja er með niðurstöðu fjórðungsins hjá stjórnendum félagsins í ljósi kostnaðarhækkana og þróunar launa og gjaldmiðla.

Icelandair er gerir ráð fyrir áframhaldandi góðum vexti í starfsemi sinni á komandi ári, en spá um heildarafkomu ársins er óbreytt frá birtingu síðasta uppgjörs.

Tekjur og EBITDA Icelandair voru heldur hærri en spár greiningardeilda Landsbankans og Íslandsbanka, en hagnaður var nokkur veginn á pari.

Hagar birtu uppgjör annars ársfjórðungs en eins og algengt er erlendis er rekstrar ár smásölufyrirtækja ekki almanaks ár eins og almennt er. Hagnaður Haga á fjórðungnum nam 1,2 milljörðum króna og EBITDA var 1,8 milljarðarðar króna. Uppgjörið var lítillega undir spám Landsbankans og Íslandsbanka






Fleiri fréttir

Sjá meira


×