Lífið

Leiðtogaumræðurnar settu Twitter á hliðina: Karrígulur Óttarr, leynigestur Birgittu og skilnaðarbarnið Katrín

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Íslenskir tístarar kunna svo sannarlega að gleðjast yfir línulegri dagskrá.
Íslenskir tístarar kunna svo sannarlega að gleðjast yfir línulegri dagskrá. Vísir/Anton
Kosningarnar eru rétt handan við hornið, endirinn á kosningabaráttunni orðinn áþreifanlegur og aðeins nokkrir klukkutímar í að kjörstaðir opni. Það er því ekki skrítið að margir hafi verið límdir við skjáinn yfir leiðtogaumræðum á RÚV fyrr í kvöld.

Twitter heimurinn hreinlega logaði yfir umræðunum og voru menn hreint ekki sammála um hver væri að standa sig best, eða hvað væri eftirtektarverðast. 

En íslenskir tístarar voru flestir í góðu skapi og reyttu af sér brandarana yfir umræðunum. Vísir fór yfir það helsta.

Í fyrsta lagi ber að nefna þá sem duttu í hreint og beint grín yfir þættinum:

Þá höfðu nokkrir orð á umsjónarmönnum þáttarins, þeim Þóru Arnórsdóttur og Einari Þorsteinssyni.

Klæðaburður Óttarrs Proppé vakti athygli að venju:

Þá voru einhverjir að velta fyrir sér mögulegum ríkisstjórnarmyndunum:

Fylgi Samfylkingarinnar vakti einnig gríntaugarnar, en samkvæmt nýjustu könnunum nær Oddný G. Harðardóttir, formaður flokksins, ekki þingsæti: 

Útspil Birgittu Jónsdóttur vakti einnig athygli, þar sem hún lyfti blaði sem á stóð Panama þegar Bjarni Benediktsson, tók til máls:

Svo voru það þessar almennu pælingar:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×