Lífið

Ruddist inn á stóra sviðið í Þjóð­leik­húsinu í beinni út­sendingu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Risastóri kosningaþáttur Loga Bergmanns er í beinni útsendingu á Stöð 2 og verður hann hann á dagskrá eitthvað frameftir kvöldi.

Logi tekur skemmtilegan snúning á Alþingiskosningunum en þátturinn er í opinni dagskrá. Fjöldi gesta mætir en í byrjun kvöldsins ruddist Þorbjörn Þórðarson inn á sviðið í Þjóðleikhúsið og tók fimmmenningana í Spaugsstofunni í viðtal. Þegar fréttamaður Stöðvar 2 gekk inn á sviðið var sýningin Yfir til þín í gangi og stoppaði það ekki Tobba.

Spurði hann Spaugstofumenn hvaða áhrif kosningar hafa á starf þeirra sem hafa lifibrauð af því að gera grín að ráðamönnum.

Sýning Spaugsstofubræðra hefur verið í Þjóðleikhúsinu undanfarin misseri en hún fjallar um þessa fimm kumpána sem skrifuðu söguna í gríni hér á landi. Hér að neðan má sjá atriðið þegar Þorbjörn gekk inn á sviðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×