Fótbolti

Tyrkir fengu „mikilvæga kennslustund í fótbolta“ frá Íslandi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Birkir Bjarnason var með framhaldsnámskeið í miðjuspilsfræðum í gærkvöldi.
Birkir Bjarnason var með framhaldsnámskeið í miðjuspilsfræðum í gærkvöldi. vísir/ernir
Tyrkneska landsliðið í fótbolta var tætt í sundur í Laugardalnum í gær þegar það tapaði, 2-0, fyrir strákunum okkar í þriðju umferð undankeppni HM 2018 í fótbolta.

Þetta er í annað sinn á tveimur árum sem Tyrkir steinliggja í Laugardalnum en liðin mættust í fyrsta leik undankeppni EM 2016 og þá vann Ísland, 3-0.

Sjá einnig:Einkunnir Íslands gegn Tyrklandi: Kári bestur

Tyrkir unnu seinni leikinn ytra fyrir ári síðan en þá þurfti Tyrkland að vinna til að komast á EM en Ísland var löngu búið að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Frakklandi. Þar komst Ísland í átta liða úrslit en Tyrkir fór heim eftir riðlakeppnina.

Tyrkneskir fjölmiðlar og sérfræðingar heillast af spilamennsku okkar manna. Eins og Vísir sagði frá í morgun var Ridvan Dilmen, fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands, á því að sínir menn hefðu ekki getað landað sigri í Laugardalnum þó spilað hefði verið til morgun.

Fyrirsögn umfjöllunar BirGün eftir leikinn er: „Fótboltakennsla frá Íslandi.“ Þar er farið fögrum orðum um strákana okkar og spilamennsku liðsins bæði í gær og fyrir tveimur árum.

Sjá einnig:Heimir við Tólfuna: „Fokking var þetta ekki bæting?“

Skrifað er um að kerfið einfaldlega virki hjá íslenska liðinu á meðan það sem Fatih Terim, landsliðsþjálfari Tyrklands, setti upp var langt frá því að virka.

Tyrkland er nú búið að koma tvisvar hingað til lands á tveimur árum og tapa í bæði skiptin gegn íslensku liði sem spilaði alveg eins í bæði skiptin og vann sannfærandi sigra. Íslenska uppleggið er sagt einfaldlega virka og að því leyti fékk Tyrkland mikilvæga kennslustund í fótbolta í Laugardalnum.


Tengdar fréttir

Jón Daði: Liðsheildin er svakaleg

Jón Daði Böðvarsson kom aftur inn í byrjunarlið Íslands eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í leiknum gegn Finnlandi.

Birkir: Tyrkir sköpuðu sér varla færi í kvöld

Birkir Bjarnason var gríðarlega sáttur eftir 2-0 sigur Íslands gegn Tyrklandi í kvöld en hann sagði spilamennsku kvöldsins mun heildsteyptari en gegn Finnum og að Ísland hefði engin færi gefið á sér.

Mikið líf á Twitter yfir landsleiknum

Það er alltaf líf og fjör á samfélagsmiðlum þegar íslenska landsliðið í fótbolta leikur og sjaldan er meira fjör en þegar liðið leikur vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×