Clinton með yfirgnæfandi forskot samkvæmt nýrri könnun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2016 16:32 Clinton getur verið sátt með undanfarnar vikur. Vísir/AFP Hillary Clinton er með allt að fjórtán prósentustiga forskot á keppinaut sinn í kosningabaráttunni um forsetaembætti Bandaríkjanna samkvæmt nýrri könnun NBC.Könnunin, sem framkvæmd var á laugardag og sunnudag og nær því ekki til þeirra kappræðna sem fóru fram í nótt, sýnir að Clinton nýtur 52 prósent fylgis en Trump aðeins 38 prósent fylgis, séu kjósendur aðeins spurðir um hvort þeir myndu kjósa Trump eða Clinton.Sjá einnig: Silja Bára um kappræðurnar: Ekki sæmandi frambjóðanda til valdamesta embættis heimsSéu frambjóðendur Græningja og Frjálshyggjuflokksins, Jill Stein og Gary Johnson, teknir með í reikninginn er munurinn á Trump og Clinton 46-35 prósent Clinton í vil. Johnson nýtur stuðnings níu prósent aðspurðra en Stein aðeins tveggja prósenta.Sigurlíkur samkvæmt FiveThirtyEight.Kosningabarátta Trump hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum að undanförnu eftir að upplýsingar um skattaskil hans voru gerðar opinberar. Ekki minnkuðu vandræðin þegar hljóðupptökum þar sem hann talar með niðrandi hætti um fjölmiðlakonuna Nancy O’Dell, og konur almennt, var lekið til fjölmiðla. Líkt og fyrr segir mælir könnuninn ekki áhrif frammistöðu frambjóðendanna tveggja í kappræðunum sem fóru fram í gær þar sem Clinton er talin hafa borið sigur úr bítum aðrar kappræðurnar í röð.Sjá einnig: Kappræðurnar: Lygar og teygður sannleikurSamkvæmt sérstöku reiknilíkani vefsíðunnar FiveThirtyEight hafa sigurlíkur Clinton aukist gríðarlega að undanförnu. Hafa þær risið jafnt og þétt eftir fyrstu kappræðurnar sem fram fóru í síðasta mánuði en í aðdraganda þeirra hafði Trump sótt mjög á Clinton í skoðanakönnunum. Metur FiveThirtyEight sigurlíkur Clinton sem 79 prósent gegn 21 prósenti Trump. Samantektarkönnun Huffington Post sem marktækar kannanir sem framkvæmdar eru í Bandaríkjunum eru teknar saman og sjá má hér að neðan sýnir að Clinton nýtur 48,7 prósent fylgis gegn 41,8 prósent fylgi Trump. Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum þann 8. nóvember næstkomandi. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kappræðurnar: Lygar og teygður sannleikur Farið yfir sannleiksgildi staðhæfinga Donald Trump og Hillary Clinton. 10. október 2016 10:30 Silja Bára um kappræðurnar: Ekki sæmandi frambjóðanda til valdamesta embættis heims Silja Bára Ómarsdóttir segist telja að enginn frambjóðandi hafi nokkurn tímann mætt eins illa undirbúinn málefnanlega til leiks í kappræður forsetaframbjóðenda og Donald Trump. 10. október 2016 08:59 Pence stendur áfram með Trump Mike Pence segist ekki hafa íhugað að hætta við framboð sem varaforsetefni Donald Trump. 10. október 2016 14:49 Voru beðin um að hrósa hvort öðru Karl Becker sló í gegn með spurningu sinni þegar hann bað frambjóðendurna um að nefna einn jákvæðan eiginleika í fari andstæðings síns. 10. október 2016 08:58 Enn dregur úr líkum á að Trump sigri Clinton Donald Trump fór mjög laskaður inn í frambjóðendakappræður í gærkvöldi. Upptaka af niðrandi ummælum Trumps um konur hefur sætt harðri gagnrýni. Margir hafa hætt að styðja framboð hans. Meiri líkur á að Clinton verði forseti. 10. október 2016 07:00 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Stjórnarandstaðan gekk út þegar Inga tók til máls Innlent Fleiri fréttir Handvelja blaðamenn sem sitja blaðamannafund Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Sjá meira
Hillary Clinton er með allt að fjórtán prósentustiga forskot á keppinaut sinn í kosningabaráttunni um forsetaembætti Bandaríkjanna samkvæmt nýrri könnun NBC.Könnunin, sem framkvæmd var á laugardag og sunnudag og nær því ekki til þeirra kappræðna sem fóru fram í nótt, sýnir að Clinton nýtur 52 prósent fylgis en Trump aðeins 38 prósent fylgis, séu kjósendur aðeins spurðir um hvort þeir myndu kjósa Trump eða Clinton.Sjá einnig: Silja Bára um kappræðurnar: Ekki sæmandi frambjóðanda til valdamesta embættis heimsSéu frambjóðendur Græningja og Frjálshyggjuflokksins, Jill Stein og Gary Johnson, teknir með í reikninginn er munurinn á Trump og Clinton 46-35 prósent Clinton í vil. Johnson nýtur stuðnings níu prósent aðspurðra en Stein aðeins tveggja prósenta.Sigurlíkur samkvæmt FiveThirtyEight.Kosningabarátta Trump hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum að undanförnu eftir að upplýsingar um skattaskil hans voru gerðar opinberar. Ekki minnkuðu vandræðin þegar hljóðupptökum þar sem hann talar með niðrandi hætti um fjölmiðlakonuna Nancy O’Dell, og konur almennt, var lekið til fjölmiðla. Líkt og fyrr segir mælir könnuninn ekki áhrif frammistöðu frambjóðendanna tveggja í kappræðunum sem fóru fram í gær þar sem Clinton er talin hafa borið sigur úr bítum aðrar kappræðurnar í röð.Sjá einnig: Kappræðurnar: Lygar og teygður sannleikurSamkvæmt sérstöku reiknilíkani vefsíðunnar FiveThirtyEight hafa sigurlíkur Clinton aukist gríðarlega að undanförnu. Hafa þær risið jafnt og þétt eftir fyrstu kappræðurnar sem fram fóru í síðasta mánuði en í aðdraganda þeirra hafði Trump sótt mjög á Clinton í skoðanakönnunum. Metur FiveThirtyEight sigurlíkur Clinton sem 79 prósent gegn 21 prósenti Trump. Samantektarkönnun Huffington Post sem marktækar kannanir sem framkvæmdar eru í Bandaríkjunum eru teknar saman og sjá má hér að neðan sýnir að Clinton nýtur 48,7 prósent fylgis gegn 41,8 prósent fylgi Trump. Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum þann 8. nóvember næstkomandi.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kappræðurnar: Lygar og teygður sannleikur Farið yfir sannleiksgildi staðhæfinga Donald Trump og Hillary Clinton. 10. október 2016 10:30 Silja Bára um kappræðurnar: Ekki sæmandi frambjóðanda til valdamesta embættis heims Silja Bára Ómarsdóttir segist telja að enginn frambjóðandi hafi nokkurn tímann mætt eins illa undirbúinn málefnanlega til leiks í kappræður forsetaframbjóðenda og Donald Trump. 10. október 2016 08:59 Pence stendur áfram með Trump Mike Pence segist ekki hafa íhugað að hætta við framboð sem varaforsetefni Donald Trump. 10. október 2016 14:49 Voru beðin um að hrósa hvort öðru Karl Becker sló í gegn með spurningu sinni þegar hann bað frambjóðendurna um að nefna einn jákvæðan eiginleika í fari andstæðings síns. 10. október 2016 08:58 Enn dregur úr líkum á að Trump sigri Clinton Donald Trump fór mjög laskaður inn í frambjóðendakappræður í gærkvöldi. Upptaka af niðrandi ummælum Trumps um konur hefur sætt harðri gagnrýni. Margir hafa hætt að styðja framboð hans. Meiri líkur á að Clinton verði forseti. 10. október 2016 07:00 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Stjórnarandstaðan gekk út þegar Inga tók til máls Innlent Fleiri fréttir Handvelja blaðamenn sem sitja blaðamannafund Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Sjá meira
Kappræðurnar: Lygar og teygður sannleikur Farið yfir sannleiksgildi staðhæfinga Donald Trump og Hillary Clinton. 10. október 2016 10:30
Silja Bára um kappræðurnar: Ekki sæmandi frambjóðanda til valdamesta embættis heims Silja Bára Ómarsdóttir segist telja að enginn frambjóðandi hafi nokkurn tímann mætt eins illa undirbúinn málefnanlega til leiks í kappræður forsetaframbjóðenda og Donald Trump. 10. október 2016 08:59
Pence stendur áfram með Trump Mike Pence segist ekki hafa íhugað að hætta við framboð sem varaforsetefni Donald Trump. 10. október 2016 14:49
Voru beðin um að hrósa hvort öðru Karl Becker sló í gegn með spurningu sinni þegar hann bað frambjóðendurna um að nefna einn jákvæðan eiginleika í fari andstæðings síns. 10. október 2016 08:58
Enn dregur úr líkum á að Trump sigri Clinton Donald Trump fór mjög laskaður inn í frambjóðendakappræður í gærkvöldi. Upptaka af niðrandi ummælum Trumps um konur hefur sætt harðri gagnrýni. Margir hafa hætt að styðja framboð hans. Meiri líkur á að Clinton verði forseti. 10. október 2016 07:00