Mun færri lögreglumenn að störfum þrátt fyrir fólksfjölgun og ferðamannastraum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2016 15:30 Lögreglumönnum hefur fækkað til muna undanfarin níu ár. Vísir/Pjetur Lögreglumönnum hefur fækkað hjá flestum embættum lögreglunnar um landið frá árinu 2007. Í dag eru 629 lögreglumenn að störfum en fyrir níu árum síðan voru þeir 712. Á sama tíma hefur Íslendingum fjölgað um 25 þúsund og fjöldi ferðamanna sem hingað koma nær þrefaldast. Þetta kemur fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur um fjölda og starfssvið lögreglumanna. Sé horft til ferðamanna eru aðeins 0,5 lögreglumenn á hverja þúsund ferðamenn sem hingað koma til lands. Árið 2007 var sama hlutfall 1,5. Fjöldi erlendra ferðamanna jókst á Íslandi um 800 þúsund á árunum 2007–2015 en á sama tíma fækkaði lögreglumönnum um 78 eða tæplega ellefu prósent. Líkt og sjá má í töflunni hér að neðan hefur lögreglumönnum fækkað hjá öllum embættum lögreglumanna ef frá eru talin hjá Lögreglustjóranum á Vesturlandi og Lögreglustjóranum á Suðurlandi en hjá báðum embættum hafa þrír lögreglumenn bæst í hópinn frá árinu 2007.Mest er fækkunin hjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu þar sem lögreglumönnum hefur fækkað úr 339 í 290 frá 2007. Sé litið til landsins alls eru nú 1,9 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa en árið 2007 voru þeir 2,3. 293 lögreglumenn hafa látið af störfum á tímabilinu sem um ræðir. Þar af létu 97 af embætti vegna töku eftirlauna en 197 lögreglumenn létu af embætti af öðrum ástæðum. Á síðasta ári staðfesti Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri við Fréttablaðið að lögreglumenn við störf á Íslandi þurfi að vera 860 að lágmarki. Árin 2014 og 2015 var veitt aukalega 500 millj. kr. til að bæta úr veikleikum í starfsemi lögreglunnar en þrátt fyrir þetta er „lítið rekstrarlegt svigrúm verið fram að þessu til að takast á við þær áskoranir sem við blasa, svo sem vegna fjölda ferðamanna og aukinnar umferðar um landamæri og fjölgunar afbrota,“ líkt og segir í svari ráðherra.Sjá einnig:Manneklan birtist í fjölda vinnuslysa „Ár eftir ár telja lögreglumenn að botninum sé náð en samt dýpkar holan. Lögreglumönnum hefur fækkað verulega undanfarin ár,“ segir í ályktun þings Landssambands lögreglumanna sem haldið var síðastliðið vor en lögreglumenn hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum sínum vegna fækkunar lögreglumanna á landinu.Í ágúst síðastliðnum fór bíll í höfnina á Hvammstanga, með þeim afleiðingum að hálfsextugur maður lést. Lögreglumenn voru þá tvær klukkustundir á staðinn vegna þess að lögreglumenn á vakt voru á skotæfingu á Sauðárkróki. Pétur Björnsson, formaður Lögreglufélags Norðurlands vestra, sagði í vikunni að hvorki sé hægt að tryggja öryggi lögreglumanna né almennings líkt og staðan sé nú vegna niðurskurðar. Stundum sé einungis einn lögreglumaður á vakt í öllu umdæminu. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hafa miklar áhyggjur af stöðu löggæslumála Lögreglufélag Norðurlands Vestra segir lögregluþjóna ekki geta brugðist við innan eðlilegs útkallstíma. 7. október 2016 20:49 Lögreglumenn segjast ekki geta tryggt öryggi líkt og staðan er nú Lögreglumenn á Norðurlandi vestra lýsa yfir áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. 8. október 2016 14:05 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Lögreglumönnum hefur fækkað hjá flestum embættum lögreglunnar um landið frá árinu 2007. Í dag eru 629 lögreglumenn að störfum en fyrir níu árum síðan voru þeir 712. Á sama tíma hefur Íslendingum fjölgað um 25 þúsund og fjöldi ferðamanna sem hingað koma nær þrefaldast. Þetta kemur fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur um fjölda og starfssvið lögreglumanna. Sé horft til ferðamanna eru aðeins 0,5 lögreglumenn á hverja þúsund ferðamenn sem hingað koma til lands. Árið 2007 var sama hlutfall 1,5. Fjöldi erlendra ferðamanna jókst á Íslandi um 800 þúsund á árunum 2007–2015 en á sama tíma fækkaði lögreglumönnum um 78 eða tæplega ellefu prósent. Líkt og sjá má í töflunni hér að neðan hefur lögreglumönnum fækkað hjá öllum embættum lögreglumanna ef frá eru talin hjá Lögreglustjóranum á Vesturlandi og Lögreglustjóranum á Suðurlandi en hjá báðum embættum hafa þrír lögreglumenn bæst í hópinn frá árinu 2007.Mest er fækkunin hjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu þar sem lögreglumönnum hefur fækkað úr 339 í 290 frá 2007. Sé litið til landsins alls eru nú 1,9 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa en árið 2007 voru þeir 2,3. 293 lögreglumenn hafa látið af störfum á tímabilinu sem um ræðir. Þar af létu 97 af embætti vegna töku eftirlauna en 197 lögreglumenn létu af embætti af öðrum ástæðum. Á síðasta ári staðfesti Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri við Fréttablaðið að lögreglumenn við störf á Íslandi þurfi að vera 860 að lágmarki. Árin 2014 og 2015 var veitt aukalega 500 millj. kr. til að bæta úr veikleikum í starfsemi lögreglunnar en þrátt fyrir þetta er „lítið rekstrarlegt svigrúm verið fram að þessu til að takast á við þær áskoranir sem við blasa, svo sem vegna fjölda ferðamanna og aukinnar umferðar um landamæri og fjölgunar afbrota,“ líkt og segir í svari ráðherra.Sjá einnig:Manneklan birtist í fjölda vinnuslysa „Ár eftir ár telja lögreglumenn að botninum sé náð en samt dýpkar holan. Lögreglumönnum hefur fækkað verulega undanfarin ár,“ segir í ályktun þings Landssambands lögreglumanna sem haldið var síðastliðið vor en lögreglumenn hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum sínum vegna fækkunar lögreglumanna á landinu.Í ágúst síðastliðnum fór bíll í höfnina á Hvammstanga, með þeim afleiðingum að hálfsextugur maður lést. Lögreglumenn voru þá tvær klukkustundir á staðinn vegna þess að lögreglumenn á vakt voru á skotæfingu á Sauðárkróki. Pétur Björnsson, formaður Lögreglufélags Norðurlands vestra, sagði í vikunni að hvorki sé hægt að tryggja öryggi lögreglumanna né almennings líkt og staðan sé nú vegna niðurskurðar. Stundum sé einungis einn lögreglumaður á vakt í öllu umdæminu.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hafa miklar áhyggjur af stöðu löggæslumála Lögreglufélag Norðurlands Vestra segir lögregluþjóna ekki geta brugðist við innan eðlilegs útkallstíma. 7. október 2016 20:49 Lögreglumenn segjast ekki geta tryggt öryggi líkt og staðan er nú Lögreglumenn á Norðurlandi vestra lýsa yfir áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. 8. október 2016 14:05 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Hafa miklar áhyggjur af stöðu löggæslumála Lögreglufélag Norðurlands Vestra segir lögregluþjóna ekki geta brugðist við innan eðlilegs útkallstíma. 7. október 2016 20:49
Lögreglumenn segjast ekki geta tryggt öryggi líkt og staðan er nú Lögreglumenn á Norðurlandi vestra lýsa yfir áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. 8. október 2016 14:05