Lögreglumenn segjast ekki geta tryggt öryggi líkt og staðan er nú Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. október 2016 14:05 Lögreglumenn á Norðurlandi vestra lýsa yfir áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. vísir/daníel Lögreglumenn á Norðurlandi vestra hafa lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. Mikill niðurskurður hafi leitt til þess að þeir geti ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Lögreglumenn í umdæminu funduðu vegna málsins í fyrradag. Pétur Björnsson, formaður Lögreglufélags Norðurlands vestra, segir að hvorki sé hægt að tryggja öryggi lögreglumanna né almennings líkt og staðan sé nú. Stundum sé einungis einn lögreglumaður á vakt í öllu umdæminu. „Það eru greinilega ekki miklir peningar í spilinu þannig að ef það eru frí eða veikindi hjá mönnum þá er ekkert kallað inn menn í staðinn. Það er stundum bara einn á vakt, annað hvort á Blönduósi eða Sauðárkróki fyrir allt umdæmi. Þú tryggir ekkert öryggi í þannig stöðu,“ segir Pétur í samtali við Vísi. Pétur segir að lögreglumenn eigi erfitt með að bregðast við innan eðlilegs útkallstíma. Það hafi ítrekað gerst að lögreglumenn séu einir á öllu löggæslusvæðinu og hafi ekki aðra lögreglumenn til að leita til. Pétur segir þetta óviðunandi en að fjárhagsstaða embættisins geri það að verkum að ekki sé hægt að kalla fleiri til. „Sem dæmi eru núna fram undan námskeið hjá lögreglumönnum sem haldin eru í Reykjavík. Vegna fjárhagsstöðu embættisins eru menn settir á námskeiðið á þeim tíma sem þeir eiga að vera að vinna svo embættið þurfi ekki að borga yfirvinnu. Þar af leiðandi er látið vanta á vaktirnar,” segir Pétur, en lögreglumenn á Norðurlandi vestra hafa farið fram á að íbúum verði kynnt hvernig staðan er. Í ágúst síðastliðnum fór bíll í höfnina á Hvammstanga, með þeim afleiðingum að hálfsextugur maður lést. Lögreglumenn voru þá tvær klukkustundir á staðinn. Tengdar fréttir Tók lögreglumenn tvo tíma að komast til drukknandi manns Byggðaráð Húnaþings er afar ósátt við að lögregla hafi verið tvær klukkustundir á staðinn er maður drukknaði í bíl í höfninni á Hvammstanga. Lögreglan var á skotæfingu nærri Sauðárkróki. Húnvetningar áfellast ekki lögreglum 2. september 2016 07:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Lögreglumenn á Norðurlandi vestra hafa lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. Mikill niðurskurður hafi leitt til þess að þeir geti ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Lögreglumenn í umdæminu funduðu vegna málsins í fyrradag. Pétur Björnsson, formaður Lögreglufélags Norðurlands vestra, segir að hvorki sé hægt að tryggja öryggi lögreglumanna né almennings líkt og staðan sé nú. Stundum sé einungis einn lögreglumaður á vakt í öllu umdæminu. „Það eru greinilega ekki miklir peningar í spilinu þannig að ef það eru frí eða veikindi hjá mönnum þá er ekkert kallað inn menn í staðinn. Það er stundum bara einn á vakt, annað hvort á Blönduósi eða Sauðárkróki fyrir allt umdæmi. Þú tryggir ekkert öryggi í þannig stöðu,“ segir Pétur í samtali við Vísi. Pétur segir að lögreglumenn eigi erfitt með að bregðast við innan eðlilegs útkallstíma. Það hafi ítrekað gerst að lögreglumenn séu einir á öllu löggæslusvæðinu og hafi ekki aðra lögreglumenn til að leita til. Pétur segir þetta óviðunandi en að fjárhagsstaða embættisins geri það að verkum að ekki sé hægt að kalla fleiri til. „Sem dæmi eru núna fram undan námskeið hjá lögreglumönnum sem haldin eru í Reykjavík. Vegna fjárhagsstöðu embættisins eru menn settir á námskeiðið á þeim tíma sem þeir eiga að vera að vinna svo embættið þurfi ekki að borga yfirvinnu. Þar af leiðandi er látið vanta á vaktirnar,” segir Pétur, en lögreglumenn á Norðurlandi vestra hafa farið fram á að íbúum verði kynnt hvernig staðan er. Í ágúst síðastliðnum fór bíll í höfnina á Hvammstanga, með þeim afleiðingum að hálfsextugur maður lést. Lögreglumenn voru þá tvær klukkustundir á staðinn.
Tengdar fréttir Tók lögreglumenn tvo tíma að komast til drukknandi manns Byggðaráð Húnaþings er afar ósátt við að lögregla hafi verið tvær klukkustundir á staðinn er maður drukknaði í bíl í höfninni á Hvammstanga. Lögreglan var á skotæfingu nærri Sauðárkróki. Húnvetningar áfellast ekki lögreglum 2. september 2016 07:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Tók lögreglumenn tvo tíma að komast til drukknandi manns Byggðaráð Húnaþings er afar ósátt við að lögregla hafi verið tvær klukkustundir á staðinn er maður drukknaði í bíl í höfninni á Hvammstanga. Lögreglan var á skotæfingu nærri Sauðárkróki. Húnvetningar áfellast ekki lögreglum 2. september 2016 07:00
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent