Manneklan birtist í fjölda vinnuslysa Svavar Hávarðsson skrifar 11. nóvember 2015 07:00 vinnuslys lögreglumanna benda til þess að starfsaðstæður þeirra séu ekki eins og best verður á kosið Vísir/Vilhelm Vinnueftirlit ríkisins hefur á skrá rétt tæplega 400 vinnuslys hjá lögreglumönnum á fjögurra ára tímabili 2011 til 2014. Flest bendir til að opinberar tölur um vinnuslys lögreglunnar séu allt of lágar en tugir mála eru hjá lögmönnum til úrlausnar er varða lögreglumenn sem hafa slasast við störf sín. Fréttablaðið hefur að undanförnu fjallað ítarlega um starfsaðstæður lögreglunnar, en Vinnueftirlitið lét þess getið í síðustu ársskýrslu sinni að strax við hrun og árin á eftir hafi því verið beint til stjórnvalda að huga að vinnuvernd – enda þegar allt er skoðað ættu stjórnvöld að ganga á undan með góðu fordæmi. Það sé hins vegar fjarri því að vera raunin og var sérstaklega tekið til þess að stærsti hópurinn sem um ræðir sé lögreglan. Vandi lögreglunnar er varðar vinnuvernd sé mikill og viðvarandi undirmönnun rót þess vanda.Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri hefur staðfest við Fréttablaðið að lögreglumenn við störf á Íslandi þurfi að vera 860 að lágmarki – á sama tíma er lögregluliðið 640 manns og hefur þeim farið sífellt fækkandi á undanförnum árum en þeir voru 712 árið 2007. Samkvæmt slysatölfræði Vinnueftirlitsins voru tilkynnt 554 slys á lögreglumönnum á níu ára tímabili – árin 2006 til ársloka 2014. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnueftirlitinu var skráningu þessara slysa þó ábótavant til ársins 2010 þegar skráning batnaði verulega. Frá 2011 til 2014 voru 398 slys tilkynnt – tæplega 100 árlega hjá hópi manna sem voru 610 til 647 við störf á tímabilinu. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna (LL), telur það mat lögmanna félagsins að vinnuverndarmálum sé ekki gefinn nægilegur gaumur. Þá sé skráningum vinnuslysa lögreglumanna, sem er á ábyrgð stjórnenda stofnana, mjög ábótavant þó einstök embætti hafi sitt á hreinu. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins, sem hélt á penna í hvassri gagnrýni á Stjórnarráðið, og ekki síst innanríkisráðherra, í nýjustu ársskýrslu stofnunarinnar segir málið alvarlegt. „Þetta er alvörumál að stór hópur lögreglumanna slasast á hverju ári. Þetta kallar á betri mönnum og þjálfun til að tryggja öryggi og heilsu lögreglumanna og þar með betri löggæslu fyrir okkur borgarana,“ segir Kristinn. Fréttablaðið hefur fengið það staðfest, þar á meðal frá embætti ríkislögreglustjóra, að engin miðlæg skráning er á landsvísu um þau slys sem lögreglumenn verða fyrir í vinnu sinni.Kristinn TómassonSnorri segir að eðli málsins samkvæmt séu vinnuslys stéttarinnar oft öðruvísi en gengur og gerist með önnur vinnuslys. „Það eru vinnuslys hjá lögreglumönnum ef þeir lenda í árekstri sem veldur meiðslum, lenda í átökum við misindismenn eða kasta sér á eftir fólki sem hefur fleygt sér í sjóinn.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa lögmenn LL til meðferðar um sextíu mál er varða bætur til handa lögreglumönnum sem hafa slasast með einum eða öðrum hætti – en þrettán öðrum málum var þó lokað á þessu ári. Strax árið 2010 kom fram í skýrslu ríkislögreglustjóra um ofbeldi gegn lögreglunni það mat embættisins að lögreglan sé komin að þolmörkum hvað varðar starfsmannafjölda. Frekari fækkun lögreglumanna sé líkleg til að draga úr öryggi lögreglumanna þar sem lögreglustjórar munu þurfa að fækka á vöktum og láta lögreglumenn starfa eina fremur en með félaga. Hvetur ríkislögreglustjóri til þess að lögreglustjórar leggi faglegt mat á öryggi lögreglumanna og geri viðeigandi ráðstafanir, og sjái þeir að öryggi lögreglumanna sé stefnt í hættu vegna manneklu eða skorts á búnaði bregðist þeir við og upplýsi ríkislögreglustjóra um stöðu mála. Eins og fjölmargar skýrslur og fréttir vitna um hafa lögreglustjórar orðið við þessu kalli – en á þeim tíma sem þau orð voru skrifuð hefur fækkað í lögreglunni um 30 manns. Hefur ríkislögreglustjóri aftur og aftur kallað eftir fjármagni til að fjölga í liði sínu og vísað til þeirrar niðurstöðu yfirvalda sjálfra að slíkt sé aðkallandi. Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fullir í flugi Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Vinnueftirlit ríkisins hefur á skrá rétt tæplega 400 vinnuslys hjá lögreglumönnum á fjögurra ára tímabili 2011 til 2014. Flest bendir til að opinberar tölur um vinnuslys lögreglunnar séu allt of lágar en tugir mála eru hjá lögmönnum til úrlausnar er varða lögreglumenn sem hafa slasast við störf sín. Fréttablaðið hefur að undanförnu fjallað ítarlega um starfsaðstæður lögreglunnar, en Vinnueftirlitið lét þess getið í síðustu ársskýrslu sinni að strax við hrun og árin á eftir hafi því verið beint til stjórnvalda að huga að vinnuvernd – enda þegar allt er skoðað ættu stjórnvöld að ganga á undan með góðu fordæmi. Það sé hins vegar fjarri því að vera raunin og var sérstaklega tekið til þess að stærsti hópurinn sem um ræðir sé lögreglan. Vandi lögreglunnar er varðar vinnuvernd sé mikill og viðvarandi undirmönnun rót þess vanda.Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri hefur staðfest við Fréttablaðið að lögreglumenn við störf á Íslandi þurfi að vera 860 að lágmarki – á sama tíma er lögregluliðið 640 manns og hefur þeim farið sífellt fækkandi á undanförnum árum en þeir voru 712 árið 2007. Samkvæmt slysatölfræði Vinnueftirlitsins voru tilkynnt 554 slys á lögreglumönnum á níu ára tímabili – árin 2006 til ársloka 2014. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnueftirlitinu var skráningu þessara slysa þó ábótavant til ársins 2010 þegar skráning batnaði verulega. Frá 2011 til 2014 voru 398 slys tilkynnt – tæplega 100 árlega hjá hópi manna sem voru 610 til 647 við störf á tímabilinu. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna (LL), telur það mat lögmanna félagsins að vinnuverndarmálum sé ekki gefinn nægilegur gaumur. Þá sé skráningum vinnuslysa lögreglumanna, sem er á ábyrgð stjórnenda stofnana, mjög ábótavant þó einstök embætti hafi sitt á hreinu. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins, sem hélt á penna í hvassri gagnrýni á Stjórnarráðið, og ekki síst innanríkisráðherra, í nýjustu ársskýrslu stofnunarinnar segir málið alvarlegt. „Þetta er alvörumál að stór hópur lögreglumanna slasast á hverju ári. Þetta kallar á betri mönnum og þjálfun til að tryggja öryggi og heilsu lögreglumanna og þar með betri löggæslu fyrir okkur borgarana,“ segir Kristinn. Fréttablaðið hefur fengið það staðfest, þar á meðal frá embætti ríkislögreglustjóra, að engin miðlæg skráning er á landsvísu um þau slys sem lögreglumenn verða fyrir í vinnu sinni.Kristinn TómassonSnorri segir að eðli málsins samkvæmt séu vinnuslys stéttarinnar oft öðruvísi en gengur og gerist með önnur vinnuslys. „Það eru vinnuslys hjá lögreglumönnum ef þeir lenda í árekstri sem veldur meiðslum, lenda í átökum við misindismenn eða kasta sér á eftir fólki sem hefur fleygt sér í sjóinn.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa lögmenn LL til meðferðar um sextíu mál er varða bætur til handa lögreglumönnum sem hafa slasast með einum eða öðrum hætti – en þrettán öðrum málum var þó lokað á þessu ári. Strax árið 2010 kom fram í skýrslu ríkislögreglustjóra um ofbeldi gegn lögreglunni það mat embættisins að lögreglan sé komin að þolmörkum hvað varðar starfsmannafjölda. Frekari fækkun lögreglumanna sé líkleg til að draga úr öryggi lögreglumanna þar sem lögreglustjórar munu þurfa að fækka á vöktum og láta lögreglumenn starfa eina fremur en með félaga. Hvetur ríkislögreglustjóri til þess að lögreglustjórar leggi faglegt mat á öryggi lögreglumanna og geri viðeigandi ráðstafanir, og sjái þeir að öryggi lögreglumanna sé stefnt í hættu vegna manneklu eða skorts á búnaði bregðist þeir við og upplýsi ríkislögreglustjóra um stöðu mála. Eins og fjölmargar skýrslur og fréttir vitna um hafa lögreglustjórar orðið við þessu kalli – en á þeim tíma sem þau orð voru skrifuð hefur fækkað í lögreglunni um 30 manns. Hefur ríkislögreglustjóri aftur og aftur kallað eftir fjármagni til að fjölga í liði sínu og vísað til þeirrar niðurstöðu yfirvalda sjálfra að slíkt sé aðkallandi.
Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fullir í flugi Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira