Eins og þegar Barcelona og Real Madrid koma saman Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. október 2016 06:00 Íris Mist Magnúsdóttir Mynd/FSÍ Íris Mist Magnúsdóttir fór fyrir besta fimleikaliði Evrópu um nokkurra ára skeið. Hún varð tvöfaldur Evrópumeistari í hópfimleikum með Gerplu, tilnefnd sem íþróttamaður ársins og svo mætti áfram telja. Þrjú ár eru liðin frá því Íris hætti sjálf að keppa. Hún er samt enn viðloðandi hópfimleikana og ber núna hinn virðulega titil landsliðsþjálfari. „Ég er að þjálfa kvennaliðið í dag. Ég byrjaði að þjálfa meistaraflokkinn í Gerplu fyrir rúmu ári og fékk svo þann heiður að vera boðin landsliðsþjálfarastaða hjá kvennaliðinu sem er algjört draumalið, þar er ekkert nema eintómir snillingar og fagmenn,“ sagði Íris þegar blaðamaður Fréttablaðsins hitti hana að máli á liðshótelinu í slóvensku borginni Maribor þar sem EM í hópfimleikum fer fram.Fáir æfa jafn mikið Íris var 26 ára þegar hún lagði fimleikabúninginn á hilluna. Aðspurð af hverju hún og fleiri fimleikakonur hætti svona snemma, miðað við margar aðrar íþróttir, segir hún að æfingaálagið taki sinn toll. „Það æfa fáir jafn mikið og við og þú ert fljótari að verða saddur. Ég var sátt þegar ég hætti þótt ég héldi að ég gæti aldrei fengið nóg. Þú þarft að hafa svo rosalega mikla ástríðu fyrir þessu til að vera tilbúin að æfa 3-4 klukkutíma á dag.“Hársbreidd frá þriðja gullinu í röð Ísland, eða öllu heldur Gerpla, varð Evrópumeistari árin 2010 og 2012. Fyrir tveimur árum var EM haldið á Íslandi en þá þurftu stelpurnar að sætta sig við silfrið. En af hverju gekk gullið Íslandi úr greipum 2014? „Út af því að ég var ekki í liðinu,“ sagði Íris og skellti upp úr. „Þetta var ótrúlega hörð barátta milli Svía og Íslendinga 2014. Svíarnir áttu bara betri dag en bæði lið voru frábær.“ Það má til sanns vegar færa. Ísland fékk 23,216 stig fyrir gólfæfingarnar sem er met. Á endanum munaði aðeins 0,684 stigum á sænska liðinu og því íslenska.Tveir turnar Eins og áður sagði varð Gerpla Evrópumeistari 2010 og 2012 en í ár, líkt og 2014, sendir Ísland sameiginlegt lið til keppni. Uppistaðan í landsliðinu er úr tveimur félögum, Gerplu og Stjörnunni. „Ég keppti bara fyrir Gerplu og hef aldrei sjálf verið hluti af landsliði. Þetta er auðvitað öðruvísi upplifun, hún er ekkert betri eða verri, hún er bara öðruvísi. Svo fer þetta eftir liðunum, hvernig þau ná að tengja,“ sagði Íris sem segir það íþróttinni til góðs að hafa tvö svona sterk félagslið hérna heima. Það hjálpi landsliðinu. „Við æfum mikið saman, alveg í þrjá mánuði, þannig að þetta verður svolítið eins og félagslið. Landsliðið er eins og sambland af Barcelona og Real Madrid,“ bætti Íris við í léttum dúr en spænska fótboltalandsliðið er aðallega skipað leikmönnum frá þessum tveimur risafélögum.Einbeitum okkur að okkur sjálfum Erfitt er að hafa bein áhrif á frammistöðu andstæðingsins í hópfimleikum, öfugt við margar hópíþróttir. „Við einbeitum okkur aðallega að okkur sjálfum. Við breytum ekkert miklu þótt við sjáum andstæðinginn,“ sagði Íris og bætti við því að lið geri aldrei róttækar breytingar á sínum æfingum, jafnvel þótt andstæðingurinn bryddi upp á einhverju óvæntu. „Það er meira ef þau gera auðveldari æfingar, þá lækkum við kannski erfiðleikastigið og gerum auðveldara og öruggara í stað þess að spila út okkar helstu trompum,“ sagði Íris en einkunnin er sambland af erfiðleikastigi og framkvæmd æfinganna. Fjórir verðlaunapeningar Ísland sendir fjögur lið til keppni á EM; stúlknalið, kvennalið og blandað lið í unglinga- og fullorðinsflokki. Íris segir að markmiðið sé skýrt. „Það er að koma með fjóra verðlaunapeninga heim,“ sagði Íris sem fylgist með af hliðarlínunni þegar kvennaliðið stígur á svið í undankeppninni í dag. Fimleikar Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
Íris Mist Magnúsdóttir fór fyrir besta fimleikaliði Evrópu um nokkurra ára skeið. Hún varð tvöfaldur Evrópumeistari í hópfimleikum með Gerplu, tilnefnd sem íþróttamaður ársins og svo mætti áfram telja. Þrjú ár eru liðin frá því Íris hætti sjálf að keppa. Hún er samt enn viðloðandi hópfimleikana og ber núna hinn virðulega titil landsliðsþjálfari. „Ég er að þjálfa kvennaliðið í dag. Ég byrjaði að þjálfa meistaraflokkinn í Gerplu fyrir rúmu ári og fékk svo þann heiður að vera boðin landsliðsþjálfarastaða hjá kvennaliðinu sem er algjört draumalið, þar er ekkert nema eintómir snillingar og fagmenn,“ sagði Íris þegar blaðamaður Fréttablaðsins hitti hana að máli á liðshótelinu í slóvensku borginni Maribor þar sem EM í hópfimleikum fer fram.Fáir æfa jafn mikið Íris var 26 ára þegar hún lagði fimleikabúninginn á hilluna. Aðspurð af hverju hún og fleiri fimleikakonur hætti svona snemma, miðað við margar aðrar íþróttir, segir hún að æfingaálagið taki sinn toll. „Það æfa fáir jafn mikið og við og þú ert fljótari að verða saddur. Ég var sátt þegar ég hætti þótt ég héldi að ég gæti aldrei fengið nóg. Þú þarft að hafa svo rosalega mikla ástríðu fyrir þessu til að vera tilbúin að æfa 3-4 klukkutíma á dag.“Hársbreidd frá þriðja gullinu í röð Ísland, eða öllu heldur Gerpla, varð Evrópumeistari árin 2010 og 2012. Fyrir tveimur árum var EM haldið á Íslandi en þá þurftu stelpurnar að sætta sig við silfrið. En af hverju gekk gullið Íslandi úr greipum 2014? „Út af því að ég var ekki í liðinu,“ sagði Íris og skellti upp úr. „Þetta var ótrúlega hörð barátta milli Svía og Íslendinga 2014. Svíarnir áttu bara betri dag en bæði lið voru frábær.“ Það má til sanns vegar færa. Ísland fékk 23,216 stig fyrir gólfæfingarnar sem er met. Á endanum munaði aðeins 0,684 stigum á sænska liðinu og því íslenska.Tveir turnar Eins og áður sagði varð Gerpla Evrópumeistari 2010 og 2012 en í ár, líkt og 2014, sendir Ísland sameiginlegt lið til keppni. Uppistaðan í landsliðinu er úr tveimur félögum, Gerplu og Stjörnunni. „Ég keppti bara fyrir Gerplu og hef aldrei sjálf verið hluti af landsliði. Þetta er auðvitað öðruvísi upplifun, hún er ekkert betri eða verri, hún er bara öðruvísi. Svo fer þetta eftir liðunum, hvernig þau ná að tengja,“ sagði Íris sem segir það íþróttinni til góðs að hafa tvö svona sterk félagslið hérna heima. Það hjálpi landsliðinu. „Við æfum mikið saman, alveg í þrjá mánuði, þannig að þetta verður svolítið eins og félagslið. Landsliðið er eins og sambland af Barcelona og Real Madrid,“ bætti Íris við í léttum dúr en spænska fótboltalandsliðið er aðallega skipað leikmönnum frá þessum tveimur risafélögum.Einbeitum okkur að okkur sjálfum Erfitt er að hafa bein áhrif á frammistöðu andstæðingsins í hópfimleikum, öfugt við margar hópíþróttir. „Við einbeitum okkur aðallega að okkur sjálfum. Við breytum ekkert miklu þótt við sjáum andstæðinginn,“ sagði Íris og bætti við því að lið geri aldrei róttækar breytingar á sínum æfingum, jafnvel þótt andstæðingurinn bryddi upp á einhverju óvæntu. „Það er meira ef þau gera auðveldari æfingar, þá lækkum við kannski erfiðleikastigið og gerum auðveldara og öruggara í stað þess að spila út okkar helstu trompum,“ sagði Íris en einkunnin er sambland af erfiðleikastigi og framkvæmd æfinganna. Fjórir verðlaunapeningar Ísland sendir fjögur lið til keppni á EM; stúlknalið, kvennalið og blandað lið í unglinga- og fullorðinsflokki. Íris segir að markmiðið sé skýrt. „Það er að koma með fjóra verðlaunapeninga heim,“ sagði Íris sem fylgist með af hliðarlínunni þegar kvennaliðið stígur á svið í undankeppninni í dag.
Fimleikar Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira