Trump skorar á Clinton í lyfjapróf Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. október 2016 23:45 Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblíkana, heldur því fram að Hillary Clinton hafi verið "uppvíruð“ þegar þau mættust í öðrum sjónvarpskappræðum af þrem í síðustu viku. Vísir/Getty Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblíkana, heldur því fram að Hillary Clinton hafi verið „uppvíruð“ þegar þau mættust í sjónvarpskappræðum í síðustu viku. Hann segir að þau ættu bæði að fara í lyfjapróf áður en þriðju og síðustu kappræðurnar fara fram. Þá sagði hann einnig að útlit væri fyrir að búið væri að hagræða úrslitum kosninganna. Kannanir síðustu daga hafa sýnt að Trump er að missa fylgi í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að upptökur, þar sem heyra mátti Trump fleygja fram óviðeigandi ummælum um konur, voru birtar.Hillary Clinton should have been prosecuted and should be in jail. Instead she is running for president in what looks like a rigged election— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 15, 2016 Á kosningafundi í New Hampshire lét Trump þau orð svo falla að Clinton hafi verið „uppvíruð“ í byrjun kappræðanna en hafi varla komist að bílnum sínum að þeim loknum. „Við ættum að fara í lyfjapróf,“ sagði hann. Trump gaf engar frekari skýringar máli sínu til stuðnings. Trump hefur upp á síðkastið byggt kosningabaráttu sína að miklu leyti á persónuárásum á Hillary Clinton og eiginmann hennar, Bill. Í kjölfar ummæla Trump um konur, þar sem hann lýsir hvernig hann áreitir konur kynferðislega, hafa minnst ellefu konur stigið fram og sakað Trump um að hafa beitt sig kynferðislofbeldi. Trump heldur því hins vegar fram að hann sé fórnarlambið í þessu máli. „Ekkert gerðist með neinum þessara kvenna. Algjör uppspuni til að stela kosningunum. Enginn ber meiri virðingu fyrir konum en ég!“ sagði Trump á Twitter síðdegis í dag. Nothing ever happened with any of these women. Totally made up nonsense to steal the election. Nobody has more respect for women than me!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 15, 2016 Síðustu sjónvarpskappræðurnar eru á miðvikudag, en Clinton er talin hafa borið sigur úr bítum úr fyrstu tveimur. Kosningarnar eru 8. nóvember næstkomandi og því eru rúmlega þrjár vikur til kosninga Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tvær konur til viðbótar saka Trump um kynferðisofbeldi Önnnur var þátttakandi í The Apprentice. 14. október 2016 21:08 Segir ummæli Trump um konur vera óásættanleg Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, flutti í gær mjög persónulega ræðu um ummæli Donald Trump um konur og viðhorf hans. 14. október 2016 11:00 Konur saka Trump um kynferðisbrot Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. 13. október 2016 07:40 Boðar sönnunargögn sem afsanni ásakanir á hendur Trump Varaforsetaefni Repúblikana, Mike Pence, boðar að ný sönnunargögn verði sett fram síðar í dag. 14. október 2016 16:04 Trump segir allar konurnar ljúga Donald Trump segir ásakanir gegn sér vera „samsæri gegn bandarísku þjóðinni“. 14. október 2016 10:30 Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. 15. október 2016 08:14 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira
Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblíkana, heldur því fram að Hillary Clinton hafi verið „uppvíruð“ þegar þau mættust í sjónvarpskappræðum í síðustu viku. Hann segir að þau ættu bæði að fara í lyfjapróf áður en þriðju og síðustu kappræðurnar fara fram. Þá sagði hann einnig að útlit væri fyrir að búið væri að hagræða úrslitum kosninganna. Kannanir síðustu daga hafa sýnt að Trump er að missa fylgi í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að upptökur, þar sem heyra mátti Trump fleygja fram óviðeigandi ummælum um konur, voru birtar.Hillary Clinton should have been prosecuted and should be in jail. Instead she is running for president in what looks like a rigged election— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 15, 2016 Á kosningafundi í New Hampshire lét Trump þau orð svo falla að Clinton hafi verið „uppvíruð“ í byrjun kappræðanna en hafi varla komist að bílnum sínum að þeim loknum. „Við ættum að fara í lyfjapróf,“ sagði hann. Trump gaf engar frekari skýringar máli sínu til stuðnings. Trump hefur upp á síðkastið byggt kosningabaráttu sína að miklu leyti á persónuárásum á Hillary Clinton og eiginmann hennar, Bill. Í kjölfar ummæla Trump um konur, þar sem hann lýsir hvernig hann áreitir konur kynferðislega, hafa minnst ellefu konur stigið fram og sakað Trump um að hafa beitt sig kynferðislofbeldi. Trump heldur því hins vegar fram að hann sé fórnarlambið í þessu máli. „Ekkert gerðist með neinum þessara kvenna. Algjör uppspuni til að stela kosningunum. Enginn ber meiri virðingu fyrir konum en ég!“ sagði Trump á Twitter síðdegis í dag. Nothing ever happened with any of these women. Totally made up nonsense to steal the election. Nobody has more respect for women than me!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 15, 2016 Síðustu sjónvarpskappræðurnar eru á miðvikudag, en Clinton er talin hafa borið sigur úr bítum úr fyrstu tveimur. Kosningarnar eru 8. nóvember næstkomandi og því eru rúmlega þrjár vikur til kosninga
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tvær konur til viðbótar saka Trump um kynferðisofbeldi Önnnur var þátttakandi í The Apprentice. 14. október 2016 21:08 Segir ummæli Trump um konur vera óásættanleg Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, flutti í gær mjög persónulega ræðu um ummæli Donald Trump um konur og viðhorf hans. 14. október 2016 11:00 Konur saka Trump um kynferðisbrot Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. 13. október 2016 07:40 Boðar sönnunargögn sem afsanni ásakanir á hendur Trump Varaforsetaefni Repúblikana, Mike Pence, boðar að ný sönnunargögn verði sett fram síðar í dag. 14. október 2016 16:04 Trump segir allar konurnar ljúga Donald Trump segir ásakanir gegn sér vera „samsæri gegn bandarísku þjóðinni“. 14. október 2016 10:30 Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. 15. október 2016 08:14 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira
Tvær konur til viðbótar saka Trump um kynferðisofbeldi Önnnur var þátttakandi í The Apprentice. 14. október 2016 21:08
Segir ummæli Trump um konur vera óásættanleg Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, flutti í gær mjög persónulega ræðu um ummæli Donald Trump um konur og viðhorf hans. 14. október 2016 11:00
Konur saka Trump um kynferðisbrot Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. 13. október 2016 07:40
Boðar sönnunargögn sem afsanni ásakanir á hendur Trump Varaforsetaefni Repúblikana, Mike Pence, boðar að ný sönnunargögn verði sett fram síðar í dag. 14. október 2016 16:04
Trump segir allar konurnar ljúga Donald Trump segir ásakanir gegn sér vera „samsæri gegn bandarísku þjóðinni“. 14. október 2016 10:30
Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. 15. október 2016 08:14