Stefna norska ríkinu til að stöðva olíuleit Kristján Már Unnarsson skrifar 19. október 2016 20:45 Greenpeace hefur höfðað mál gegn norska ríkinu vegna olíuleitar og telur að nýjustu útboð í Barentshafi brjóti gegn Parísarsáttmálanum og norsku stjórnarskránni. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Greenpeace-félagar hafa verið þekktastir fyrir þá aðferð að klifra upp á borpalla til að mótmæla olíuvinnslu Norðmanna í Barentshafi. Þótt samtökin hafi þannig náð athygli fréttamiðla umheimsins hafa aðgerðirnar til þessa ekki haggað áformum norskra stjórnvalda um meiri olíuvinnslu á norðurslóðum. Greenpeace, í samvinnu við önnur norsk umhverfisverndarsamtök, hafa því ákveðið að fara dómstólaleiðina og í gær höfðuðu þau mál gegn norska ríkinu með þeirri kröfu að nýjustu olíuleitarleyfi verði ógilt. Leiðtogi Greenpeace í Noregi, Truls Gulowsen, komst í fréttirnar á Íslandi fyrir þremur árum þegar hann stormaði með félögum sínum, klæddum ísbjarnarbúningum, inn á olíuráðstefnu í Osló og tók orðið af Guðna Jóhannessyni orkumálastjóra þegar hann ætlaði að fara að ræða um íslenska Drekasvæðið. Norskir grænfriðungar með Truls Gulowsern í fararbroddi gripu orðið af Guðna orkumálastjóra, sem smellti myndum af þeim á símann sinn. Gulowsen segir málið gegn norska ríkinu höfðað vegna þess að á sama tíma og Erna Solberg forsætisráðherra undirritaði Parísarsáttmálann í vor, og hét þar að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, hafi norsk stjórnvöld opnað á stórfellda nýja olíuleit í Barentshafi. Samtökin ætla þannig að láta reyna á gildi loftlagssáttmálans og beita meðal annars þeim málsrökum að við ákvörðun um olíuleitina hafi ekki verið lagt mat á það hvernig hún samrýmdist markmiðum um að draga úr hlýnun jarðar. Jafnframt telja samtökin að aukning olíuleitar brjóti gegn nýlegu ákvæði norsku stjórnarskrárinnar þar sem kveðið er á um það að sérhver maður eigi rétt til heilnæms umhverfis og náttúru og að nýta beri náttúruauðlindir á grundvelli langtímasjónarmiða þar sem réttur komandi kynslóða sé einnig tekinn til greina. Noregur Olíuleit á Drekasvæði Umhverfismál Bensín og olía Tengdar fréttir Norðmenn standa við útboð á meiri olíuleit í Barentshafi Ríkisstjórn Noregs heldur fast við áform um að úthluta 57 nýjum olíuleitarleyfum í Barentshafi og Noregshafi fyrir næsta sumar. 14. desember 2015 12:45 Tugum nýrra sérleyfa úthlutað til olíuleitar í lögsögu Noregs Norsk stjórnvöld úthlutuðu í vikunni 56 nýjum sérleyfum til olíuleitar í einu stærsta útboði sem um getur í olíusögu landsins. 23. janúar 2016 20:45 Grænfriðungar í aðgerðum gegn Statoil í Barentshafi Hópur aðgerðarsinna frá Greenpeace-samtökunum klifraði í morgun um borð í borpall á vegum Statoil í Barentshafi. 27. maí 2014 11:00 Svona þögguðu ísbirnirnir niður í Guðna orkumálastjóra Greenpeace-samtökin í Noregi tóku myndband af mótmælaaðgerð sinni þegar meðlimir samtakanna, klæddir ísbjarnarbúningi, stormuðu inn á olíuráðstefnu í Osló í gær. 13. nóvember 2013 11:22 Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Greenpeace hefur höfðað mál gegn norska ríkinu vegna olíuleitar og telur að nýjustu útboð í Barentshafi brjóti gegn Parísarsáttmálanum og norsku stjórnarskránni. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Greenpeace-félagar hafa verið þekktastir fyrir þá aðferð að klifra upp á borpalla til að mótmæla olíuvinnslu Norðmanna í Barentshafi. Þótt samtökin hafi þannig náð athygli fréttamiðla umheimsins hafa aðgerðirnar til þessa ekki haggað áformum norskra stjórnvalda um meiri olíuvinnslu á norðurslóðum. Greenpeace, í samvinnu við önnur norsk umhverfisverndarsamtök, hafa því ákveðið að fara dómstólaleiðina og í gær höfðuðu þau mál gegn norska ríkinu með þeirri kröfu að nýjustu olíuleitarleyfi verði ógilt. Leiðtogi Greenpeace í Noregi, Truls Gulowsen, komst í fréttirnar á Íslandi fyrir þremur árum þegar hann stormaði með félögum sínum, klæddum ísbjarnarbúningum, inn á olíuráðstefnu í Osló og tók orðið af Guðna Jóhannessyni orkumálastjóra þegar hann ætlaði að fara að ræða um íslenska Drekasvæðið. Norskir grænfriðungar með Truls Gulowsern í fararbroddi gripu orðið af Guðna orkumálastjóra, sem smellti myndum af þeim á símann sinn. Gulowsen segir málið gegn norska ríkinu höfðað vegna þess að á sama tíma og Erna Solberg forsætisráðherra undirritaði Parísarsáttmálann í vor, og hét þar að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, hafi norsk stjórnvöld opnað á stórfellda nýja olíuleit í Barentshafi. Samtökin ætla þannig að láta reyna á gildi loftlagssáttmálans og beita meðal annars þeim málsrökum að við ákvörðun um olíuleitina hafi ekki verið lagt mat á það hvernig hún samrýmdist markmiðum um að draga úr hlýnun jarðar. Jafnframt telja samtökin að aukning olíuleitar brjóti gegn nýlegu ákvæði norsku stjórnarskrárinnar þar sem kveðið er á um það að sérhver maður eigi rétt til heilnæms umhverfis og náttúru og að nýta beri náttúruauðlindir á grundvelli langtímasjónarmiða þar sem réttur komandi kynslóða sé einnig tekinn til greina.
Noregur Olíuleit á Drekasvæði Umhverfismál Bensín og olía Tengdar fréttir Norðmenn standa við útboð á meiri olíuleit í Barentshafi Ríkisstjórn Noregs heldur fast við áform um að úthluta 57 nýjum olíuleitarleyfum í Barentshafi og Noregshafi fyrir næsta sumar. 14. desember 2015 12:45 Tugum nýrra sérleyfa úthlutað til olíuleitar í lögsögu Noregs Norsk stjórnvöld úthlutuðu í vikunni 56 nýjum sérleyfum til olíuleitar í einu stærsta útboði sem um getur í olíusögu landsins. 23. janúar 2016 20:45 Grænfriðungar í aðgerðum gegn Statoil í Barentshafi Hópur aðgerðarsinna frá Greenpeace-samtökunum klifraði í morgun um borð í borpall á vegum Statoil í Barentshafi. 27. maí 2014 11:00 Svona þögguðu ísbirnirnir niður í Guðna orkumálastjóra Greenpeace-samtökin í Noregi tóku myndband af mótmælaaðgerð sinni þegar meðlimir samtakanna, klæddir ísbjarnarbúningi, stormuðu inn á olíuráðstefnu í Osló í gær. 13. nóvember 2013 11:22 Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Norðmenn standa við útboð á meiri olíuleit í Barentshafi Ríkisstjórn Noregs heldur fast við áform um að úthluta 57 nýjum olíuleitarleyfum í Barentshafi og Noregshafi fyrir næsta sumar. 14. desember 2015 12:45
Tugum nýrra sérleyfa úthlutað til olíuleitar í lögsögu Noregs Norsk stjórnvöld úthlutuðu í vikunni 56 nýjum sérleyfum til olíuleitar í einu stærsta útboði sem um getur í olíusögu landsins. 23. janúar 2016 20:45
Grænfriðungar í aðgerðum gegn Statoil í Barentshafi Hópur aðgerðarsinna frá Greenpeace-samtökunum klifraði í morgun um borð í borpall á vegum Statoil í Barentshafi. 27. maí 2014 11:00
Svona þögguðu ísbirnirnir niður í Guðna orkumálastjóra Greenpeace-samtökin í Noregi tóku myndband af mótmælaaðgerð sinni þegar meðlimir samtakanna, klæddir ísbjarnarbúningi, stormuðu inn á olíuráðstefnu í Osló í gær. 13. nóvember 2013 11:22