Neikvæðni einkenndi markaði 3. október 2016 17:26 Valdimar Ármann. Mynd/Svenni Speight Þótt september hafi farið vel af stað einkenndi ákveðin neikvæðni síðustu viðskiptadaga á markaði. Valdimar Ármann, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA, segir að eftir góða byrjun á mörkuðum í upphafi hausts hafi samverkandi fréttir og áhyggjur hafa haft neikvæð áhrif á stemninguna í lok mánaðarins, en svo hafi birt aftur til um helgina og léttara yfir mörkuðum á ný í byrjun þessarar viku. Í samantekt yfir þróun vísitalna GAMMA í september kemur fram að markaðsvísitala GAMMA lækkaði um 1,6%, ríkistryggð skuldabréfavísitala hækkaði um 0,3%, vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði um 1,2% og hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 3,5%. Nokkur sveifla var undir lok mánaðarins á gengi hlutabréfa einstakra fyrirtækja hlutabréfavísitölunni. Þannig lækkuðu bréf Icelandair Group um 11,9% í mánuðinum og bréf Granda um 10,1%, á meðan hækkun bréfa var mest hjá Sjóvá, 8,9%. „Eftir ágæta byrjun á mörkuðum í september eftir jákvæðar fréttir af lækkun vaxta og hækkun á lánshæfismati sem urðu til þess að markaðir voru jákvæðir og sterkir í september er athyglisvert hvernig tveir síðustu dagar mánaðarins skáru sig úr,“ segir Valdimar. „Þeir voru niður um fjögur prósent eða þar um á hlutabréfamarkaði þannig að mánuðurinn endaði á frekar neikvæðum nótum, alveg öfugt við það hvernig hann byrjaði.“ Valdimar segir líklegt að nokkrar samverkandi neikvæðar fréttir, sem þó eigi það sameiginlegt að tengjast ekki grunngreiningu á stöðu fyrirtækjanna eða efnahagslífsins, hafi haft áhrif á stemninguna á markaði í lok mánaðarins. „Það var töluverð umræða um gosóróa í Kötlu sem gat haft neikvæð áhrif á flugiðnað og ferðaþjónustu, svo var misreikningur Hagstofunnar sem olli því að verðbólga var aðeins meiri en talið var og því minnkuðu kannski líkur á frekari vaxtalækkunum sem hafði neikvæð áhrif á skuldabréfamarkaðinn og þar af leiðandi líka á hlutabréfamarkað.“ Einnig hafi haft áhrif neikvæðar fréttir af erlendum mörkuðum vegna stöðu Deutsche Bank þar sem aðeins hafi hrikt í stoðum. „Þangað til reyndar um miðjan dag á föstudag þótt það hafi ekki náð að smitast inn í íslenska markaði fyrir lokun, að bankinn væri í samningaviðræðum vegna sekta í Bandaríkjunum og staða hans að batna.“Dregið úr óróa Valdimar segir mörg þessara mála hafa skýrst um helgina og dregið úr óróa. Þannig hafi hægst um í Kötlu á ný og rætt um hræringarnar sem hefðbundna hausthrinu og Deutsche Bank að jafna sig. Í dag, mánudag, hafi markaðir opnað töluvert betur. Gott gengi bréfa Sjóvá telur Valdimar Ármann að hluta mega rekja til sölu Lindarhvols, eignarhaldsfélags ríkisins, á hlut sínum í félaginu. „Það biðu margir eftir því og ekki óeðlilegt að þegar væntingar eru um útboð eða aukið framboð á bréfum, að þá haldi menn að sér höndum þangað til salan er um garð gengin. Þetta hefur neikvæð áhrif á verðmyndun hlutabréfsins þangað til að útboðinu verður og þá verður verðmyndun aftur eðlileg.“ Á hinum endanum sé svo Icelandair sem átt hafi mjög erfiðan mánuð. „En þar má líka telja til sölu innherja á bréfum á föstudag sem kom ofan á aðrar fréttir og svo aðeins hækkandi olíuverð.“ Lækkun á bréfum Granda fylgi markaðnum að einhverju leyti auk þess sem við bætist neikvæðar fréttir vegna mögulegs verkfalls sjómanna. „Í raun varð samt lítil breyting á einhverjum grunnhagstærðum. Margir samverkandi þættir urðu til þess að stemning datt niður á markaði í lok mánaðar. En stærsta breytingin eftir mánuðinn er náttúrlega sú að Icelandair hefur haldið áfram að minnka mikið og er niður um um það bil 40% frá sínu hæsta gengi og vægi þess á íslenskum hlutabréfamarkaði að minnka umtalsvert þar sem fyrirtækið er að minnka í hlutfalli við önnur fyrirtæki. . Icelandair er þá ekki eins ráðandi í hlutfalli við önnur fyrirtæki á markaði eins og það var í byrjun árs, sem kann að vera jákvætt fyrir markaðinn í heild sinni.“ Hvað skuldabréfamarkað varði segir Valdimar hann hafa haldið áfram sömu þróun og byrjaði eftir vaxtalækkunina í byrjun september. „Hún kom frekar á óvart og skuldabréfamarkaður verðlagði í raun inn frekari vaxtalækkanir þar til þessi verðbólguskekkja hjá Hagstofunni kom í ljós. Í lok mánaðar fór þá aftur að bera á að verðtryggð skuldabréf urðu eftirsóknarverðari en þau óverðtryggðu, bæði vegna þess að verðbólga er aðeins meiri en gert hafði verið ráð fyrir og töluvert há núna í septembermánuði og eins vegna þess að verðbólguvæntingar höfðu lækkað mikið á mánuðinum. Það var í raun orðið hagstætt að færa sig úr óverðtryggðu yfir í löng verðtryggð skuldabréf.“ Fréttir af flugi Verkfall sjómanna Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Þótt september hafi farið vel af stað einkenndi ákveðin neikvæðni síðustu viðskiptadaga á markaði. Valdimar Ármann, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA, segir að eftir góða byrjun á mörkuðum í upphafi hausts hafi samverkandi fréttir og áhyggjur hafa haft neikvæð áhrif á stemninguna í lok mánaðarins, en svo hafi birt aftur til um helgina og léttara yfir mörkuðum á ný í byrjun þessarar viku. Í samantekt yfir þróun vísitalna GAMMA í september kemur fram að markaðsvísitala GAMMA lækkaði um 1,6%, ríkistryggð skuldabréfavísitala hækkaði um 0,3%, vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði um 1,2% og hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 3,5%. Nokkur sveifla var undir lok mánaðarins á gengi hlutabréfa einstakra fyrirtækja hlutabréfavísitölunni. Þannig lækkuðu bréf Icelandair Group um 11,9% í mánuðinum og bréf Granda um 10,1%, á meðan hækkun bréfa var mest hjá Sjóvá, 8,9%. „Eftir ágæta byrjun á mörkuðum í september eftir jákvæðar fréttir af lækkun vaxta og hækkun á lánshæfismati sem urðu til þess að markaðir voru jákvæðir og sterkir í september er athyglisvert hvernig tveir síðustu dagar mánaðarins skáru sig úr,“ segir Valdimar. „Þeir voru niður um fjögur prósent eða þar um á hlutabréfamarkaði þannig að mánuðurinn endaði á frekar neikvæðum nótum, alveg öfugt við það hvernig hann byrjaði.“ Valdimar segir líklegt að nokkrar samverkandi neikvæðar fréttir, sem þó eigi það sameiginlegt að tengjast ekki grunngreiningu á stöðu fyrirtækjanna eða efnahagslífsins, hafi haft áhrif á stemninguna á markaði í lok mánaðarins. „Það var töluverð umræða um gosóróa í Kötlu sem gat haft neikvæð áhrif á flugiðnað og ferðaþjónustu, svo var misreikningur Hagstofunnar sem olli því að verðbólga var aðeins meiri en talið var og því minnkuðu kannski líkur á frekari vaxtalækkunum sem hafði neikvæð áhrif á skuldabréfamarkaðinn og þar af leiðandi líka á hlutabréfamarkað.“ Einnig hafi haft áhrif neikvæðar fréttir af erlendum mörkuðum vegna stöðu Deutsche Bank þar sem aðeins hafi hrikt í stoðum. „Þangað til reyndar um miðjan dag á föstudag þótt það hafi ekki náð að smitast inn í íslenska markaði fyrir lokun, að bankinn væri í samningaviðræðum vegna sekta í Bandaríkjunum og staða hans að batna.“Dregið úr óróa Valdimar segir mörg þessara mála hafa skýrst um helgina og dregið úr óróa. Þannig hafi hægst um í Kötlu á ný og rætt um hræringarnar sem hefðbundna hausthrinu og Deutsche Bank að jafna sig. Í dag, mánudag, hafi markaðir opnað töluvert betur. Gott gengi bréfa Sjóvá telur Valdimar Ármann að hluta mega rekja til sölu Lindarhvols, eignarhaldsfélags ríkisins, á hlut sínum í félaginu. „Það biðu margir eftir því og ekki óeðlilegt að þegar væntingar eru um útboð eða aukið framboð á bréfum, að þá haldi menn að sér höndum þangað til salan er um garð gengin. Þetta hefur neikvæð áhrif á verðmyndun hlutabréfsins þangað til að útboðinu verður og þá verður verðmyndun aftur eðlileg.“ Á hinum endanum sé svo Icelandair sem átt hafi mjög erfiðan mánuð. „En þar má líka telja til sölu innherja á bréfum á föstudag sem kom ofan á aðrar fréttir og svo aðeins hækkandi olíuverð.“ Lækkun á bréfum Granda fylgi markaðnum að einhverju leyti auk þess sem við bætist neikvæðar fréttir vegna mögulegs verkfalls sjómanna. „Í raun varð samt lítil breyting á einhverjum grunnhagstærðum. Margir samverkandi þættir urðu til þess að stemning datt niður á markaði í lok mánaðar. En stærsta breytingin eftir mánuðinn er náttúrlega sú að Icelandair hefur haldið áfram að minnka mikið og er niður um um það bil 40% frá sínu hæsta gengi og vægi þess á íslenskum hlutabréfamarkaði að minnka umtalsvert þar sem fyrirtækið er að minnka í hlutfalli við önnur fyrirtæki. . Icelandair er þá ekki eins ráðandi í hlutfalli við önnur fyrirtæki á markaði eins og það var í byrjun árs, sem kann að vera jákvætt fyrir markaðinn í heild sinni.“ Hvað skuldabréfamarkað varði segir Valdimar hann hafa haldið áfram sömu þróun og byrjaði eftir vaxtalækkunina í byrjun september. „Hún kom frekar á óvart og skuldabréfamarkaður verðlagði í raun inn frekari vaxtalækkanir þar til þessi verðbólguskekkja hjá Hagstofunni kom í ljós. Í lok mánaðar fór þá aftur að bera á að verðtryggð skuldabréf urðu eftirsóknarverðari en þau óverðtryggðu, bæði vegna þess að verðbólga er aðeins meiri en gert hafði verið ráð fyrir og töluvert há núna í septembermánuði og eins vegna þess að verðbólguvæntingar höfðu lækkað mikið á mánuðinum. Það var í raun orðið hagstætt að færa sig úr óverðtryggðu yfir í löng verðtryggð skuldabréf.“
Fréttir af flugi Verkfall sjómanna Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira