Geysir verðlaunað fyrir fjárfestingu í hönnun Sæunn Gísladóttir skrifar 7. október 2016 07:00 Jóhann Guðlaugsson og hönnuðir fyrirtækisins tóku við verðlaununum fyrir hönd Geysis. Vísir/Stefán Í gær hlaut Geysir viðurkenningu á Hönnunarverðlaunum Íslands fyrir bestu fjárfestinguna í hönnun. Í umsögn dómnefndar um Geysi segir meðal annars að Geysir hafi fengið einhverja færustu hönnuði landsins til starfa á öllum vígstöðvum, þannig hafi fyrirtækið skilgreint mikilvægi hönnunar í öllu þróunarferli og skapað ímynd og upplifun tengda fyrirtækinu með framúrskarandi hætti. „Að fá svona verðlaun er gríðarleg viðurkenning fyrir okkur, þá fær maður klapp á bakið og staðfestingu á því að við séum að gera eitthvað rétt," segir Jóhann Guðlaugsson, eigandi Geysis, sem tók við verðlaununum í gær. „Það má segja að viðskipta konsept fyrirtækisins sem rekur Geysisbúðirnar gangi allt út á hönnun, við höfum unnið með Ernu fatahönnuði, sem má segja að sé listrænn stjórnandi í fyrirtækinu, svo höfum við unnið með Hálfdáni Péturssyni við hönnun búða okkar. Við höfum fjárfest mjög mikið í því að gera þær fallegar og styðja við konseptið." „Einar Geir Ingvarsson, grafískur hönnuður, er eiginlega auglýsingastofan okkar og kemur að öllu varðandi hönnun á auglýsingum og pakkningum og annað slíkt. Þetta er svo allt unnið í teymisvinnu innanhúss. Allt okkar konsept gengur út á metnaðarfulla hönnun, að minnsta kosti reynum við það. Þetta þarf allt að tala saman og ef einn hlekkur er brotinn þá virkar keðjann ekki," segir Jóhann. Verðlaun fyrir fjárfestingu í hönnun voru fyrst veitt í fyrra en þá hlaut stoðtækjafyrirtækið Össur þau. Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar segist hafa viljað heiðra þá aðila sem taka stór og eftirtektaverð skref í þessa átt. „Þarna erum við að draga fram fyrirtæki sem eru ekki endilega sýnileg öðrum, og sýna hvaða fyrirtæki eru að vinna með þessum aðferðum." Tíska og hönnun Tengdar fréttir As We Grow hlýtur Hönnunarverðlaun Íslands „As We Grow byggir á ábyrgum umhverfissjónarmiðum og afstöðu gagnvart líftíma og endingu framleiðsluvöru á tímum ofgnóttar.“ 6. október 2016 20:16 Austurland: Designs from Nowhere hlaut Hönnunarverðlaun Íslands Hönnunarverðlaun Íslands voru veitt í fyrsta sinn í dag við hátíðlega athöfn í Kristalsal Þjóðleikhússins. 20. nóvember 2014 19:32 Eldheimar hljóta Hönnunarverðlaun Íslands Gosminjasýningin sögð miðla einstökum atburði með framúrskarandi hætti. 24. nóvember 2015 19:26 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Í gær hlaut Geysir viðurkenningu á Hönnunarverðlaunum Íslands fyrir bestu fjárfestinguna í hönnun. Í umsögn dómnefndar um Geysi segir meðal annars að Geysir hafi fengið einhverja færustu hönnuði landsins til starfa á öllum vígstöðvum, þannig hafi fyrirtækið skilgreint mikilvægi hönnunar í öllu þróunarferli og skapað ímynd og upplifun tengda fyrirtækinu með framúrskarandi hætti. „Að fá svona verðlaun er gríðarleg viðurkenning fyrir okkur, þá fær maður klapp á bakið og staðfestingu á því að við séum að gera eitthvað rétt," segir Jóhann Guðlaugsson, eigandi Geysis, sem tók við verðlaununum í gær. „Það má segja að viðskipta konsept fyrirtækisins sem rekur Geysisbúðirnar gangi allt út á hönnun, við höfum unnið með Ernu fatahönnuði, sem má segja að sé listrænn stjórnandi í fyrirtækinu, svo höfum við unnið með Hálfdáni Péturssyni við hönnun búða okkar. Við höfum fjárfest mjög mikið í því að gera þær fallegar og styðja við konseptið." „Einar Geir Ingvarsson, grafískur hönnuður, er eiginlega auglýsingastofan okkar og kemur að öllu varðandi hönnun á auglýsingum og pakkningum og annað slíkt. Þetta er svo allt unnið í teymisvinnu innanhúss. Allt okkar konsept gengur út á metnaðarfulla hönnun, að minnsta kosti reynum við það. Þetta þarf allt að tala saman og ef einn hlekkur er brotinn þá virkar keðjann ekki," segir Jóhann. Verðlaun fyrir fjárfestingu í hönnun voru fyrst veitt í fyrra en þá hlaut stoðtækjafyrirtækið Össur þau. Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar segist hafa viljað heiðra þá aðila sem taka stór og eftirtektaverð skref í þessa átt. „Þarna erum við að draga fram fyrirtæki sem eru ekki endilega sýnileg öðrum, og sýna hvaða fyrirtæki eru að vinna með þessum aðferðum."
Tíska og hönnun Tengdar fréttir As We Grow hlýtur Hönnunarverðlaun Íslands „As We Grow byggir á ábyrgum umhverfissjónarmiðum og afstöðu gagnvart líftíma og endingu framleiðsluvöru á tímum ofgnóttar.“ 6. október 2016 20:16 Austurland: Designs from Nowhere hlaut Hönnunarverðlaun Íslands Hönnunarverðlaun Íslands voru veitt í fyrsta sinn í dag við hátíðlega athöfn í Kristalsal Þjóðleikhússins. 20. nóvember 2014 19:32 Eldheimar hljóta Hönnunarverðlaun Íslands Gosminjasýningin sögð miðla einstökum atburði með framúrskarandi hætti. 24. nóvember 2015 19:26 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
As We Grow hlýtur Hönnunarverðlaun Íslands „As We Grow byggir á ábyrgum umhverfissjónarmiðum og afstöðu gagnvart líftíma og endingu framleiðsluvöru á tímum ofgnóttar.“ 6. október 2016 20:16
Austurland: Designs from Nowhere hlaut Hönnunarverðlaun Íslands Hönnunarverðlaun Íslands voru veitt í fyrsta sinn í dag við hátíðlega athöfn í Kristalsal Þjóðleikhússins. 20. nóvember 2014 19:32
Eldheimar hljóta Hönnunarverðlaun Íslands Gosminjasýningin sögð miðla einstökum atburði með framúrskarandi hætti. 24. nóvember 2015 19:26