Staðan var 0-0 þegar fyrirliðinn kom inn á en hann lagði upp sigurmarkið á skondinn hátt á 69. mínútu. Hann ætlaði að skora sjálfur en fékk boltann í hnéð þaðan sem hann fór hátt upp í loftið og inn á markteiginn þar sem Zlatan Ibrahimovic stangaði boltann í netið.
United er nú með þrjú stig í þriðja sæti riðilsins eftir óvænt tap gegn Feyenoord á útivelli í fyrstu umferð riðlakeppninnar. United spilaði alls ekki vel í leiknum í gærkvöldi en liðið fékk það sem það þurfti þegar Rooney kom inn á, að mati Mourinho.
„Rooney hló eftir leik og sagðist hafa gefið frábæra stoðsendingu. En í alvöru gaf hann mér það sem liðinu þurfti þegar hann kom inn á sem var að fá fleiri inn inn í teiginn.“
„Rooney er meiri framherji en Juan Mata og Juan var meira að sækja út á kantana. Anthony Martial kom líka með ferskleika inn og vildi reyna að drepa leikinn. Það tókst ekki en það sem hann gerði var gott,“ sagði José Mourinho.