Starfsárið byrjar vel Jónas Sen skrifar 30. september 2016 10:00 Camerarctica-hópurinn hefur verið áberandi í tónlistarlífinu frá stofnun 1992. Tónlist Kammertónleikar Camerarctica flutti verk eftir Hasse, Fasch og Mendelssohn. Norðurljós í Hörpu Sunnudaginn 25. september Kammermúsíkklúbburinn hóf starfsárið sitt á sunnudaginn var. Að þessu sinni kom Camerarctica fram, hópur sem hefur verið áberandi í tónlistarlífinu síðan hann var stofnaður árið 1992. Á efnisskránni voru m.a. verk eftir tónskáld sem fæstir muna eftir í dag, en voru fræg á sínum tíma. Fyrra tónskáldið var Johann Adolf Hasse, fyrst og fremst þekktur sem óperutónskáld. Á tónleikunum voru fluttar eftir hann tvær tríósónötur. Tríósónata samanstendur af tveimur „einleikshljóðfærum“ og svokallaðri fylgirödd, þ.e. undirspili, sem er þá þriðja röddin; þaðan kemur orðið „tríó.“ Þó eru a.m.k. tveir hljóðfæraleikarar sem ávallt mynda fylgiröddina, yfirleitt selló- og semballeikari. Hér voru það Sigurður Halldórsson sem spilaði á selló og Halldór Bjarki Arnarson á sembal, en jafnframt kom Kristín Mjöll Jakobsdóttir fagottleikari við sögu. Einleikararnir voru annars vegar Peter Tompkins á óbó og Hildigunnur Halldórsdóttir á fiðlu, hins vegar Bryndís Pálsdóttir á fiðlu og Eydís Franzdóttir á óbó. Flutningurinn var prýðilegur, rytmískur og lifandi, samspilið öruggt, túlkunin full af sjarmerandi innileika. Tónlistin rann ljúflega niður. Hitt tónskáldið sem vísað var til hér að ofan var Johann Friedrich Fasch. Á dagskránni var sónata í d-moll eftir hann sem nokkrir af áðurnefndum hljóðfæraleikurum fluttu. Einnig hér var leikurinn fallegur, óbóin tvö voru notalega samhljómandi, þó ólík væru. Leikur Peters var kraftmeiri og hvellari; Eydís var mýkri og passífari. Þegar þau spiluðu saman mynduðu þau sannfærandi heild þar sem mikil breidd í litbrigðum raddanna var áberandi. Leikur Kristínar Mjallar var auk þess ljóðrænn og hlýlegur og fylgiröddin pottþétt. Eftir hlé var fluttur Strengjakvartett nr. 4 í e-moll eftir Mendelssohn. Þær Hildigunnur og Bryndís léku á fiðlur, Sigurður á selló og Svava Bernharðsdóttir á víólu. Leikurinn var afar glæsilegur. Hann var fíngerður og fágaður, en samt fullur af rómantískum eldmóði sem fór tónlistinni einkar vel. Samspilið var mjög gott, styrkleikajafnvægið eins og best verður á kosið. Þetta var glæsileg byrjun á starfsári Kammermúsíkklúbbsins.Niðurstaða: Fantagóðir tónleikar með fínum hljóðfæraleik og skemmtilegri tónlist. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. september 2016. Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Fleiri fréttir Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Tónlist Kammertónleikar Camerarctica flutti verk eftir Hasse, Fasch og Mendelssohn. Norðurljós í Hörpu Sunnudaginn 25. september Kammermúsíkklúbburinn hóf starfsárið sitt á sunnudaginn var. Að þessu sinni kom Camerarctica fram, hópur sem hefur verið áberandi í tónlistarlífinu síðan hann var stofnaður árið 1992. Á efnisskránni voru m.a. verk eftir tónskáld sem fæstir muna eftir í dag, en voru fræg á sínum tíma. Fyrra tónskáldið var Johann Adolf Hasse, fyrst og fremst þekktur sem óperutónskáld. Á tónleikunum voru fluttar eftir hann tvær tríósónötur. Tríósónata samanstendur af tveimur „einleikshljóðfærum“ og svokallaðri fylgirödd, þ.e. undirspili, sem er þá þriðja röddin; þaðan kemur orðið „tríó.“ Þó eru a.m.k. tveir hljóðfæraleikarar sem ávallt mynda fylgiröddina, yfirleitt selló- og semballeikari. Hér voru það Sigurður Halldórsson sem spilaði á selló og Halldór Bjarki Arnarson á sembal, en jafnframt kom Kristín Mjöll Jakobsdóttir fagottleikari við sögu. Einleikararnir voru annars vegar Peter Tompkins á óbó og Hildigunnur Halldórsdóttir á fiðlu, hins vegar Bryndís Pálsdóttir á fiðlu og Eydís Franzdóttir á óbó. Flutningurinn var prýðilegur, rytmískur og lifandi, samspilið öruggt, túlkunin full af sjarmerandi innileika. Tónlistin rann ljúflega niður. Hitt tónskáldið sem vísað var til hér að ofan var Johann Friedrich Fasch. Á dagskránni var sónata í d-moll eftir hann sem nokkrir af áðurnefndum hljóðfæraleikurum fluttu. Einnig hér var leikurinn fallegur, óbóin tvö voru notalega samhljómandi, þó ólík væru. Leikur Peters var kraftmeiri og hvellari; Eydís var mýkri og passífari. Þegar þau spiluðu saman mynduðu þau sannfærandi heild þar sem mikil breidd í litbrigðum raddanna var áberandi. Leikur Kristínar Mjallar var auk þess ljóðrænn og hlýlegur og fylgiröddin pottþétt. Eftir hlé var fluttur Strengjakvartett nr. 4 í e-moll eftir Mendelssohn. Þær Hildigunnur og Bryndís léku á fiðlur, Sigurður á selló og Svava Bernharðsdóttir á víólu. Leikurinn var afar glæsilegur. Hann var fíngerður og fágaður, en samt fullur af rómantískum eldmóði sem fór tónlistinni einkar vel. Samspilið var mjög gott, styrkleikajafnvægið eins og best verður á kosið. Þetta var glæsileg byrjun á starfsári Kammermúsíkklúbbsins.Niðurstaða: Fantagóðir tónleikar með fínum hljóðfæraleik og skemmtilegri tónlist. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. september 2016.
Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Fleiri fréttir Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira