Sala flugvélaeldsneytis á Íslandi tvöfaldaðist á sex árum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. september 2016 11:00 Íslendingar eru orðnir skynsamari varðandi eldsneytisnotkun en fyrir hrun segir Ágústa Loftsdóttir. Fréttablaðið/Eyþór Sala á eldsneyti á flugvélar hérlendis jókst um 90 prósent milli áranna 2009 og 2015, fór úr 116 þúsund tonnum í 220 þúsund tonn. „Þetta er gríðarlegt og þetta sér maður í farþegatölunum líka,“ segir Ágústa Loftsdóttir, sérfræðingur hjá Orkustofnun. Ágústa stýrir gerð spáa um eldsneytisnotkun á Íslandi. Samkvæmt síðustu spá sem gefin var út í júlí í sumar og gildir til ársins 2050 er gert ráð fyrir áframhaldandi miklum vexti í sölu þotueldsneytis. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir aukningu í sölu olíu og bensíns á bíla og magnið hefur ekki verið að aukast mjög mikið síðustu ár þrátt fyrir vaxandi umferð bæði Íslendinga og erlendra ferðamanna. Salan í fyrra var 259 þúsund tonn. Til samanburðar var salan 256 þúsund tonn á árinu 2010. „Ástæðan er líklega sú að bílaleigurnar eru alltaf með minnstu og sparneytnustu gerðirnar af bílum,“ segir Ágústa sem nefnir einnig sparnað sem felist í að margir fari um í rútum. „Svo erum við heimamennirnir, Íslendingarnir, svolítið búnir að leggja stóru jeppunum. Við erum kannski orðin skynsamari þegar kemur að okkar eldsneytisnotkun. Frá 2002 til 2007 var gríðarleg aukning, þá voru allir að kaupa sér bensínjeppa. Nú sjást þeir varla lengur,“ bendir Ágústa á. Þá segir Ágústa reyndar reiknað með að til lengri tíma dragi úr sölu olíu og bensíns á bíla. „Við höfum verið að gera ráð fyrir því að tækniþróunin haldi svolítið í við fólksfjölgunina,“ segir Ágústa Loftsdóttir. Fréttir af flugi Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Sala á eldsneyti á flugvélar hérlendis jókst um 90 prósent milli áranna 2009 og 2015, fór úr 116 þúsund tonnum í 220 þúsund tonn. „Þetta er gríðarlegt og þetta sér maður í farþegatölunum líka,“ segir Ágústa Loftsdóttir, sérfræðingur hjá Orkustofnun. Ágústa stýrir gerð spáa um eldsneytisnotkun á Íslandi. Samkvæmt síðustu spá sem gefin var út í júlí í sumar og gildir til ársins 2050 er gert ráð fyrir áframhaldandi miklum vexti í sölu þotueldsneytis. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir aukningu í sölu olíu og bensíns á bíla og magnið hefur ekki verið að aukast mjög mikið síðustu ár þrátt fyrir vaxandi umferð bæði Íslendinga og erlendra ferðamanna. Salan í fyrra var 259 þúsund tonn. Til samanburðar var salan 256 þúsund tonn á árinu 2010. „Ástæðan er líklega sú að bílaleigurnar eru alltaf með minnstu og sparneytnustu gerðirnar af bílum,“ segir Ágústa sem nefnir einnig sparnað sem felist í að margir fari um í rútum. „Svo erum við heimamennirnir, Íslendingarnir, svolítið búnir að leggja stóru jeppunum. Við erum kannski orðin skynsamari þegar kemur að okkar eldsneytisnotkun. Frá 2002 til 2007 var gríðarleg aukning, þá voru allir að kaupa sér bensínjeppa. Nú sjást þeir varla lengur,“ bendir Ágústa á. Þá segir Ágústa reyndar reiknað með að til lengri tíma dragi úr sölu olíu og bensíns á bíla. „Við höfum verið að gera ráð fyrir því að tækniþróunin haldi svolítið í við fólksfjölgunina,“ segir Ágústa Loftsdóttir.
Fréttir af flugi Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira