Sala flugvélaeldsneytis á Íslandi tvöfaldaðist á sex árum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. september 2016 11:00 Íslendingar eru orðnir skynsamari varðandi eldsneytisnotkun en fyrir hrun segir Ágústa Loftsdóttir. Fréttablaðið/Eyþór Sala á eldsneyti á flugvélar hérlendis jókst um 90 prósent milli áranna 2009 og 2015, fór úr 116 þúsund tonnum í 220 þúsund tonn. „Þetta er gríðarlegt og þetta sér maður í farþegatölunum líka,“ segir Ágústa Loftsdóttir, sérfræðingur hjá Orkustofnun. Ágústa stýrir gerð spáa um eldsneytisnotkun á Íslandi. Samkvæmt síðustu spá sem gefin var út í júlí í sumar og gildir til ársins 2050 er gert ráð fyrir áframhaldandi miklum vexti í sölu þotueldsneytis. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir aukningu í sölu olíu og bensíns á bíla og magnið hefur ekki verið að aukast mjög mikið síðustu ár þrátt fyrir vaxandi umferð bæði Íslendinga og erlendra ferðamanna. Salan í fyrra var 259 þúsund tonn. Til samanburðar var salan 256 þúsund tonn á árinu 2010. „Ástæðan er líklega sú að bílaleigurnar eru alltaf með minnstu og sparneytnustu gerðirnar af bílum,“ segir Ágústa sem nefnir einnig sparnað sem felist í að margir fari um í rútum. „Svo erum við heimamennirnir, Íslendingarnir, svolítið búnir að leggja stóru jeppunum. Við erum kannski orðin skynsamari þegar kemur að okkar eldsneytisnotkun. Frá 2002 til 2007 var gríðarleg aukning, þá voru allir að kaupa sér bensínjeppa. Nú sjást þeir varla lengur,“ bendir Ágústa á. Þá segir Ágústa reyndar reiknað með að til lengri tíma dragi úr sölu olíu og bensíns á bíla. „Við höfum verið að gera ráð fyrir því að tækniþróunin haldi svolítið í við fólksfjölgunina,“ segir Ágústa Loftsdóttir. Fréttir af flugi Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Sala á eldsneyti á flugvélar hérlendis jókst um 90 prósent milli áranna 2009 og 2015, fór úr 116 þúsund tonnum í 220 þúsund tonn. „Þetta er gríðarlegt og þetta sér maður í farþegatölunum líka,“ segir Ágústa Loftsdóttir, sérfræðingur hjá Orkustofnun. Ágústa stýrir gerð spáa um eldsneytisnotkun á Íslandi. Samkvæmt síðustu spá sem gefin var út í júlí í sumar og gildir til ársins 2050 er gert ráð fyrir áframhaldandi miklum vexti í sölu þotueldsneytis. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir aukningu í sölu olíu og bensíns á bíla og magnið hefur ekki verið að aukast mjög mikið síðustu ár þrátt fyrir vaxandi umferð bæði Íslendinga og erlendra ferðamanna. Salan í fyrra var 259 þúsund tonn. Til samanburðar var salan 256 þúsund tonn á árinu 2010. „Ástæðan er líklega sú að bílaleigurnar eru alltaf með minnstu og sparneytnustu gerðirnar af bílum,“ segir Ágústa sem nefnir einnig sparnað sem felist í að margir fari um í rútum. „Svo erum við heimamennirnir, Íslendingarnir, svolítið búnir að leggja stóru jeppunum. Við erum kannski orðin skynsamari þegar kemur að okkar eldsneytisnotkun. Frá 2002 til 2007 var gríðarleg aukning, þá voru allir að kaupa sér bensínjeppa. Nú sjást þeir varla lengur,“ bendir Ágústa á. Þá segir Ágústa reyndar reiknað með að til lengri tíma dragi úr sölu olíu og bensíns á bíla. „Við höfum verið að gera ráð fyrir því að tækniþróunin haldi svolítið í við fólksfjölgunina,“ segir Ágústa Loftsdóttir.
Fréttir af flugi Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira