Sala flugvélaeldsneytis á Íslandi tvöfaldaðist á sex árum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. september 2016 11:00 Íslendingar eru orðnir skynsamari varðandi eldsneytisnotkun en fyrir hrun segir Ágústa Loftsdóttir. Fréttablaðið/Eyþór Sala á eldsneyti á flugvélar hérlendis jókst um 90 prósent milli áranna 2009 og 2015, fór úr 116 þúsund tonnum í 220 þúsund tonn. „Þetta er gríðarlegt og þetta sér maður í farþegatölunum líka,“ segir Ágústa Loftsdóttir, sérfræðingur hjá Orkustofnun. Ágústa stýrir gerð spáa um eldsneytisnotkun á Íslandi. Samkvæmt síðustu spá sem gefin var út í júlí í sumar og gildir til ársins 2050 er gert ráð fyrir áframhaldandi miklum vexti í sölu þotueldsneytis. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir aukningu í sölu olíu og bensíns á bíla og magnið hefur ekki verið að aukast mjög mikið síðustu ár þrátt fyrir vaxandi umferð bæði Íslendinga og erlendra ferðamanna. Salan í fyrra var 259 þúsund tonn. Til samanburðar var salan 256 þúsund tonn á árinu 2010. „Ástæðan er líklega sú að bílaleigurnar eru alltaf með minnstu og sparneytnustu gerðirnar af bílum,“ segir Ágústa sem nefnir einnig sparnað sem felist í að margir fari um í rútum. „Svo erum við heimamennirnir, Íslendingarnir, svolítið búnir að leggja stóru jeppunum. Við erum kannski orðin skynsamari þegar kemur að okkar eldsneytisnotkun. Frá 2002 til 2007 var gríðarleg aukning, þá voru allir að kaupa sér bensínjeppa. Nú sjást þeir varla lengur,“ bendir Ágústa á. Þá segir Ágústa reyndar reiknað með að til lengri tíma dragi úr sölu olíu og bensíns á bíla. „Við höfum verið að gera ráð fyrir því að tækniþróunin haldi svolítið í við fólksfjölgunina,“ segir Ágústa Loftsdóttir. Fréttir af flugi Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira
Sala á eldsneyti á flugvélar hérlendis jókst um 90 prósent milli áranna 2009 og 2015, fór úr 116 þúsund tonnum í 220 þúsund tonn. „Þetta er gríðarlegt og þetta sér maður í farþegatölunum líka,“ segir Ágústa Loftsdóttir, sérfræðingur hjá Orkustofnun. Ágústa stýrir gerð spáa um eldsneytisnotkun á Íslandi. Samkvæmt síðustu spá sem gefin var út í júlí í sumar og gildir til ársins 2050 er gert ráð fyrir áframhaldandi miklum vexti í sölu þotueldsneytis. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir aukningu í sölu olíu og bensíns á bíla og magnið hefur ekki verið að aukast mjög mikið síðustu ár þrátt fyrir vaxandi umferð bæði Íslendinga og erlendra ferðamanna. Salan í fyrra var 259 þúsund tonn. Til samanburðar var salan 256 þúsund tonn á árinu 2010. „Ástæðan er líklega sú að bílaleigurnar eru alltaf með minnstu og sparneytnustu gerðirnar af bílum,“ segir Ágústa sem nefnir einnig sparnað sem felist í að margir fari um í rútum. „Svo erum við heimamennirnir, Íslendingarnir, svolítið búnir að leggja stóru jeppunum. Við erum kannski orðin skynsamari þegar kemur að okkar eldsneytisnotkun. Frá 2002 til 2007 var gríðarleg aukning, þá voru allir að kaupa sér bensínjeppa. Nú sjást þeir varla lengur,“ bendir Ágústa á. Þá segir Ágústa reyndar reiknað með að til lengri tíma dragi úr sölu olíu og bensíns á bíla. „Við höfum verið að gera ráð fyrir því að tækniþróunin haldi svolítið í við fólksfjölgunina,“ segir Ágústa Loftsdóttir.
Fréttir af flugi Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira