Erlendir ferðamenn eyða sem aldrei fyrr hér á landi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2016 09:43 Í ágúst nam erlend greiðslukortavelta 30,6 milljörðum króna samanborið við 22,2 milljarða í sama mánuði 2015. Um er að ræða tæplega 38 prósent aukningu frá ágúst í fyrra. Það sem af er ári hafa erlendir ferðamenn greitt tæpa 162 milljarða með kortum sínum en til samanburðar var erlend greiðslukortavelta allt árið í fyrra 154,4 milljarðar króna. Þetta kemur fram í tölum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Tæpir 6,5 milljarðar króna fóru um posa gististaða í ágúst en upphæðin nú er 32,3 prósent hærri en í ágúst 2015 þegar erlendir ferðamenn greiddu 4,9 milljarða króna til gististaða með kortum sínum. Erlend greiðslukortavelta til gististaða er jafnframt 4,8 prósent hærri en í júlí síðastliðnum og hefur því aldrei verið meiri í einum mánuði. Enn er mikill vöxtur í farþegaflutningum með flugi en erlend greiðslukortavelta til flugfélaga jókst um 128 prósent frá fyrra ári. Erlendir aðilar greiddu í ágústmánuði 3,1 milljarða fyrir flugferðir samanborið við tæpan 1,4 milljarð í fyrra. Ekki fer öll starfsemi innlendra flugfélaga fram á Íslandi og því stafar hluti greiðslukortaveltu þeirra af ferðalögum til annarra áfangastaða en Íslands. Um 57 prósent aukning varð á milli ára í greiðslukortaveltu í flokknum ýmis ferðaþjónusta en flokkurinn inniheldur meðal annars ferðaskrifstofur og ýmsar skipulagðar ferðir ferðaþjónustufyrirtækja. Erlendir ferðamenn greiddu 3,5 milljarða á veitingahúsum í ágúst í ár eða 29,7 prósent meira en í ágúst í fyrra og þá jókst greiðslukortavelta í verslun um 23,2 prósent frá fyrra ári og var í ár 4,4 milljarðar. Í ágúst greiddu erlendir ferðamenn tæpar 900 milljónir fyrir menningar- afþreyingar og tómstundastarfsemi eða 47,2 prósent meira en í sama mánuði árið 2015. Í júlí komu 241.559 þúsund ferðamenn til landsins um Leifsstöð samkvæmt talningu Ferðamálastofu, 27,5 prósent fleiri en í sama mánuði í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í einum mánuði. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Lundabúðir mala gull sem aldrei Erlendir ferðamenn straujuðu greiðslukort sín fyrir 22,7 milljarða árið 2015. 12. september 2016 10:46 Túristar á Íslandi straujuðu kortin fyrir 26 milljarða króna á þrjátíu dögum Í júní komu um 187 þúsund ferðamenn til landsins um Leifsstöð. 19. júlí 2016 10:39 Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Í ágúst nam erlend greiðslukortavelta 30,6 milljörðum króna samanborið við 22,2 milljarða í sama mánuði 2015. Um er að ræða tæplega 38 prósent aukningu frá ágúst í fyrra. Það sem af er ári hafa erlendir ferðamenn greitt tæpa 162 milljarða með kortum sínum en til samanburðar var erlend greiðslukortavelta allt árið í fyrra 154,4 milljarðar króna. Þetta kemur fram í tölum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Tæpir 6,5 milljarðar króna fóru um posa gististaða í ágúst en upphæðin nú er 32,3 prósent hærri en í ágúst 2015 þegar erlendir ferðamenn greiddu 4,9 milljarða króna til gististaða með kortum sínum. Erlend greiðslukortavelta til gististaða er jafnframt 4,8 prósent hærri en í júlí síðastliðnum og hefur því aldrei verið meiri í einum mánuði. Enn er mikill vöxtur í farþegaflutningum með flugi en erlend greiðslukortavelta til flugfélaga jókst um 128 prósent frá fyrra ári. Erlendir aðilar greiddu í ágústmánuði 3,1 milljarða fyrir flugferðir samanborið við tæpan 1,4 milljarð í fyrra. Ekki fer öll starfsemi innlendra flugfélaga fram á Íslandi og því stafar hluti greiðslukortaveltu þeirra af ferðalögum til annarra áfangastaða en Íslands. Um 57 prósent aukning varð á milli ára í greiðslukortaveltu í flokknum ýmis ferðaþjónusta en flokkurinn inniheldur meðal annars ferðaskrifstofur og ýmsar skipulagðar ferðir ferðaþjónustufyrirtækja. Erlendir ferðamenn greiddu 3,5 milljarða á veitingahúsum í ágúst í ár eða 29,7 prósent meira en í ágúst í fyrra og þá jókst greiðslukortavelta í verslun um 23,2 prósent frá fyrra ári og var í ár 4,4 milljarðar. Í ágúst greiddu erlendir ferðamenn tæpar 900 milljónir fyrir menningar- afþreyingar og tómstundastarfsemi eða 47,2 prósent meira en í sama mánuði árið 2015. Í júlí komu 241.559 þúsund ferðamenn til landsins um Leifsstöð samkvæmt talningu Ferðamálastofu, 27,5 prósent fleiri en í sama mánuði í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í einum mánuði.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Lundabúðir mala gull sem aldrei Erlendir ferðamenn straujuðu greiðslukort sín fyrir 22,7 milljarða árið 2015. 12. september 2016 10:46 Túristar á Íslandi straujuðu kortin fyrir 26 milljarða króna á þrjátíu dögum Í júní komu um 187 þúsund ferðamenn til landsins um Leifsstöð. 19. júlí 2016 10:39 Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Lundabúðir mala gull sem aldrei Erlendir ferðamenn straujuðu greiðslukort sín fyrir 22,7 milljarða árið 2015. 12. september 2016 10:46
Túristar á Íslandi straujuðu kortin fyrir 26 milljarða króna á þrjátíu dögum Í júní komu um 187 þúsund ferðamenn til landsins um Leifsstöð. 19. júlí 2016 10:39