Íslenski boltinn

Böðvar: Beitti öllum brögðum sem horaður krakki og geri það enn í dag

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Böðvar Böðvarsson, 21 árs gamall bakvörður FH, varð í annað sinn Íslandsmeistari á mánudagskvöldið þegar Hafnafjarðarliðið fagnaði sínum áttunda Íslandsmeistaratitili án þess að spila.

Böðvar hefur vakið mikla athygli undanfarin misseri eftir að festa sig í sessi í byrjunarliði FH. Hann gefur ekkert eftir á vellinum og er ekki sá skemmtilegasti að spila á móti. Það er ástæða fyrir því.

Sjá einnig:Böðvar mætti á Essó-mótið í hjólastól

„Ég er búinn að fá sex spjöld á þessu tímabili. Ég hef alltaf látið finna fyrir mér. Ef fólk heldur að ég sé horaður núna getur það rétt ímyndað sér hvernig ég var þegar ég var yngri. Þá þurfti ég að beita öllum brögðum og ég geri það enn í dag,“ segir Böðvar í viðtali við íþróttadeild.

Bakvörðurinn öflugi gekk í raðir FC Midtjylland í Danmörku í byrjun árs en fékk þar ekkert að spila. Hann setur þá reynslu í bankann en langar aftur út.

„Þetta dæmi í Danmörku var aðeins stærra en ég bjóst við og ég óska þess að ég hefði verið betur undirbúinn fyrir það. Ég mætti þarna í íslensku janúar formi miðað við menn sem voru að undirbúa sig fyrir leik á móti Manchester United. Þetta gekk erfiðlega hjá mér fyrstu vikurnar og síðan meiðist ég. Þetta gekk ekki alveg hjá mér þarna en auðvitað langar mig aftur út,“ segir Böðvar Böðvarsson.

Allt viðtalið við Böðvar má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

FH varð meistari í sófanum heima

FH varð í kvöld Íslandsmeistari í karlaflokki án þess að spila. Breiðablik gerði þá 1-1 jafntefli gegn ÍBV og það þýðir að ekkert lið getur náð FH.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×