Sport

Sunna náði vigt og segist vera tilbúin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sunna Rannveig Davíðsdóttir er klár fyrir sinn fyrsta atvinnumannabardaga eftir að hafa náð vigt fyrr í dag.

Sunna var 115,3 pund eða rúm 52 kíló á vigtinni í dag. Formlega vigtunin fer svo fram rétt fyrir miðnætti. Bardagi hennar í Invicta fer svo fram á miðnætti annað kvöld.

Hún hóf niðurskurð fyrir um sex vikum síðan og var þá tæplega ellefu kílóum þyngri en hún er í dag.

„Þetta hefur verið mjög heilbrigður og góður niðurskurður. Mér hefur liðið vel allan tímann,“ segir Sunna Rannveig er Vísir heyrði í henni frá Kansas City.

„Ég var orðin svolítið þung. Ég er venjulega 57-59 kíló en ég hafði bætt á mig miklum vöðvamassa. Það var bara 1,7 kíló eftir í dag og það fór í baðinu hjá mér í morgun. Það var lítið mál. Mér líður vel og er tilbúin.“

Nánar verður rætt við Sunnu í Fréttablaðinu á morgun.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×