Til hamingju Ísland! Inga Björk Bjarnadóttir skrifar 23. september 2016 13:51 Það er kannski erfitt að átta sig á því fyrir hinn almenna leikmann en daginn eftir að Alþingi samþykkti að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks fannst mér önnur lykt í loftinu og eins og fjöllin litu öðruvísi út. Sama dag hitti ég kunningjakonu mína sem líka er fötluð og hún lýsti sömu tilfinningu. Allt var aðeins fallegra þó ekkert hefði í raun breyst — því fyrir okkur hafði allt breyst. Loksins höfum við réttindi til jafns við aðra í íslensku samfélagi og getum gert kröfu um mannréttindi og þá þjónustu sem við þurfum. Fullgilding samningsins auðveldar fötluðu fólki að sækja rétt sinn fyrir dómstólum og með valfrjálsri bókun opnast gátt til þess að áfrýja bregðist íslenskir dómstólar. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er stórt framfaraskref sem tók alltof langan tíma. Málið var næstum áratug í fórum þingsins og margt fatlað fólk hefur unnið sleitulaust við að þrýsta á málið fari í gegn svo fatlað fólk geti leitað réttar síns. Þessi áfangi markar ekki endastöð heldur upphaf því nú getur fatlað fólk raunverulega hafið baráttuna. Til hamingju Ísland með fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Það er kannski erfitt að átta sig á því fyrir hinn almenna leikmann en daginn eftir að Alþingi samþykkti að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks fannst mér önnur lykt í loftinu og eins og fjöllin litu öðruvísi út. Sama dag hitti ég kunningjakonu mína sem líka er fötluð og hún lýsti sömu tilfinningu. Allt var aðeins fallegra þó ekkert hefði í raun breyst — því fyrir okkur hafði allt breyst. Loksins höfum við réttindi til jafns við aðra í íslensku samfélagi og getum gert kröfu um mannréttindi og þá þjónustu sem við þurfum. Fullgilding samningsins auðveldar fötluðu fólki að sækja rétt sinn fyrir dómstólum og með valfrjálsri bókun opnast gátt til þess að áfrýja bregðist íslenskir dómstólar. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er stórt framfaraskref sem tók alltof langan tíma. Málið var næstum áratug í fórum þingsins og margt fatlað fólk hefur unnið sleitulaust við að þrýsta á málið fari í gegn svo fatlað fólk geti leitað réttar síns. Þessi áfangi markar ekki endastöð heldur upphaf því nú getur fatlað fólk raunverulega hafið baráttuna. Til hamingju Ísland með fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks!
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar