Sport

Cyborg dreymir enn um Rondu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cyborg fagnar síðustu nótt.
Cyborg fagnar síðustu nótt. vísir/getty
Bardagakonan Cris Cyborg viðurkennir að hún muni líklega ekki getað létt sig aftur niður í bantamvigt en vill samt fá að berjast við Rondu Rousey.

Cyborg keppti í annað sinn í UFC síðustu nótt en hún fór illa með Linu Lansberg. Cyborg hefur unnið báða sína bardaga í UFC með miklum yfirburðum.

Það eru aðeins tveir þyngdarflokkar fyrir konur í UFC og Cyborg er of þung fyrir þá báða. Hún hefur því keppt í hentivigt,

Hún varð heimsmeistari bæði hjá Invicta og Strikeforce áður en hún fór í UFC. Á meðan það kemur ekki þyngdarflokkur í hennar vigt þá verður hún ekki heimsmeistari þar.

„Ég á tvö belti og þarf ekki fleiri. Ég vil bara taka þátt í ofurbardögum fyrir stuðningsmennina,“ sagði Cyborg sem er ekki búinn að gefa upp þann draum sinn að berjast við Rondu Rousey.

„Hver veit. Kannski setjum við saman ofurbardaga einn daginn. Bardaga sem aðdáendur UFC vilja sjá og mun hjálpa íþróttinni að vaxa.“

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×