Tónleikahaldarinn um meintan svikasöng Bieber: "Það er bara á milli hans og aðdáendanna hvað hann gerir á sviðinu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. september 2016 13:04 Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari er í skýjunum með tónleika Justin Bieber hér á landi. vísir Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari hjá Senu segir tónleika Justin Bieber hér á landi hafa tekist gríðarlega vel. Hann segir tónleikana hafa hent fjölmörgum boltum í loftið varðandi komu fleiri stórstjarna hingað til lands enda hafi Kórinn enn og aftur sannað sig sem góður staður til að halda tónleika af þessari stærðargráðu. Þá hafi margir lykilmenn úr bransanum úti komið hingað til lands til að fylgjast með hvernig staðið var að tónleikunum og segir Ísleifur mörg tækifæri hafa opnast. „Við erum í skýjunum með þetta allt saman. Gestirnir voru alveg til fyrirmyndar og við erum þakklátir fyrir það. Íslenskir krakkar og allir gestirnir hegðuðu sér mjög vel og við áttum í góðu samstarfi við Kópavogsbæ og lögregluna sem eru mjög ánægðir með hvernig til tókst,“ segir Ísleifur í samtali við fréttastofu. Mikið hefur rætt um „mæm“ Justin Bieber eða meintan svikasöng hans á tónleikunum bæði á fimmtudagskvöld og í gærkvöldi en Ísleifur segist ekkert geta svarað fyrir það. „Ég er ekki talsmaður Justin Bieber og get í raun ekkert kommentað á það sem hann gerir á sviðinu enda væri það út fyrir mitt svið sem tónleikahaldari að gera það. En það er bara á milli hans og aðdáendanna hvað hann gerir á sviðinu og hvernig þeir taka því.“ Það er alþekkt að stjörnur „mæmi“ eitthvað á tónleikum, meðal annars ef þær eru mikið að dansa líkt og til að mynda Justin Bieber gerir. „Mér sýnist hann bara ekkert vera að skammast sín fyrir það og eins og hann sé ekkert að rembast við að fela neitt. Eins og ég segi þá er ekki mitt að ræða þetta en hann virðist taka þann pól í hæðina að þetta er „show“ og hann er að dansa og svona. [...] Við sjáum um skipulagið, húsið og að allt sé í góðu lagi en við höfum ekkert að segja um það hvað Justin Bieber gerir á sviðinu eða ekki,“ segir Ísleifur. Hann segist þeirrar skoðunar að „showið“ hafi verið stórkostlegt og það hafi verið vel gert hjá teymi Bieber og sýni mikinn metnað að koma hingað til lands með allan þann búnað sem þeir gerðu. Aðspurður hvort aðrir tónleikarnir hafi verið betri en hinir segist Ísleifur halda að tónleikarnir hafi verið svipaðir. „Við allir sem stöndum að þessu leggjum upp með að þeir séu nákvæmlega eins svo enginn verði svekktur en það getur auðvitað verið dagamunur, líka bara á gestunum, hvernig stemningin er í salnum og hvernig orka fer upp til listamannsins. Þetta er auðvitað alltaf bara matsatriði.“ Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Kvaddi Kórinn ber að ofan: „Ekki vera hrædd við að vera þið sjálf“ Síðari tónleikar kanadísku poppstjörnunnar Justin Bieber fóru fram í Kórnum í gærkvöldi. 10. september 2016 09:51 Bieber mætti ekki í humarinn og nautalundirnar Sendi tvo menn í morgun til að athuga hvort jökullinn væri traustur. 9. september 2016 10:10 Bieber betri í kvöld Lét áhorfendur syngja Love Yourself. 9. september 2016 21:22 Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fengu konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira
Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari hjá Senu segir tónleika Justin Bieber hér á landi hafa tekist gríðarlega vel. Hann segir tónleikana hafa hent fjölmörgum boltum í loftið varðandi komu fleiri stórstjarna hingað til lands enda hafi Kórinn enn og aftur sannað sig sem góður staður til að halda tónleika af þessari stærðargráðu. Þá hafi margir lykilmenn úr bransanum úti komið hingað til lands til að fylgjast með hvernig staðið var að tónleikunum og segir Ísleifur mörg tækifæri hafa opnast. „Við erum í skýjunum með þetta allt saman. Gestirnir voru alveg til fyrirmyndar og við erum þakklátir fyrir það. Íslenskir krakkar og allir gestirnir hegðuðu sér mjög vel og við áttum í góðu samstarfi við Kópavogsbæ og lögregluna sem eru mjög ánægðir með hvernig til tókst,“ segir Ísleifur í samtali við fréttastofu. Mikið hefur rætt um „mæm“ Justin Bieber eða meintan svikasöng hans á tónleikunum bæði á fimmtudagskvöld og í gærkvöldi en Ísleifur segist ekkert geta svarað fyrir það. „Ég er ekki talsmaður Justin Bieber og get í raun ekkert kommentað á það sem hann gerir á sviðinu enda væri það út fyrir mitt svið sem tónleikahaldari að gera það. En það er bara á milli hans og aðdáendanna hvað hann gerir á sviðinu og hvernig þeir taka því.“ Það er alþekkt að stjörnur „mæmi“ eitthvað á tónleikum, meðal annars ef þær eru mikið að dansa líkt og til að mynda Justin Bieber gerir. „Mér sýnist hann bara ekkert vera að skammast sín fyrir það og eins og hann sé ekkert að rembast við að fela neitt. Eins og ég segi þá er ekki mitt að ræða þetta en hann virðist taka þann pól í hæðina að þetta er „show“ og hann er að dansa og svona. [...] Við sjáum um skipulagið, húsið og að allt sé í góðu lagi en við höfum ekkert að segja um það hvað Justin Bieber gerir á sviðinu eða ekki,“ segir Ísleifur. Hann segist þeirrar skoðunar að „showið“ hafi verið stórkostlegt og það hafi verið vel gert hjá teymi Bieber og sýni mikinn metnað að koma hingað til lands með allan þann búnað sem þeir gerðu. Aðspurður hvort aðrir tónleikarnir hafi verið betri en hinir segist Ísleifur halda að tónleikarnir hafi verið svipaðir. „Við allir sem stöndum að þessu leggjum upp með að þeir séu nákvæmlega eins svo enginn verði svekktur en það getur auðvitað verið dagamunur, líka bara á gestunum, hvernig stemningin er í salnum og hvernig orka fer upp til listamannsins. Þetta er auðvitað alltaf bara matsatriði.“
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Kvaddi Kórinn ber að ofan: „Ekki vera hrædd við að vera þið sjálf“ Síðari tónleikar kanadísku poppstjörnunnar Justin Bieber fóru fram í Kórnum í gærkvöldi. 10. september 2016 09:51 Bieber mætti ekki í humarinn og nautalundirnar Sendi tvo menn í morgun til að athuga hvort jökullinn væri traustur. 9. september 2016 10:10 Bieber betri í kvöld Lét áhorfendur syngja Love Yourself. 9. september 2016 21:22 Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fengu konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira
Kvaddi Kórinn ber að ofan: „Ekki vera hrædd við að vera þið sjálf“ Síðari tónleikar kanadísku poppstjörnunnar Justin Bieber fóru fram í Kórnum í gærkvöldi. 10. september 2016 09:51
Bieber mætti ekki í humarinn og nautalundirnar Sendi tvo menn í morgun til að athuga hvort jökullinn væri traustur. 9. september 2016 10:10