Jón Margeir með tárin í augunum: „Ég vildi vinna gullið fyrir ástina mína“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. september 2016 09:30 Jón Margeir Sverrisson beygði af í viðtali við RÚV eftir sundið. mynd/skjáskot Jón Margeir Sverrisson náði ekki að verja gullið sitt í 200 metra skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra í gærkvöldi en hann hafnaði í fjórða sæti. Jón Margeir, sem varð Ólympíumeistari í þessari grein í Lundúnum fyrir fjórum árum, kom í mark á tímanum 1:57,50 og var rúmlega sekúndu á eftir sigurvegaranum Wai Lok Tang. „Ég reyndi að fara fyrstu 100 sæmilega hratt og gefa svo í eins og í London en Kínverjinn sem var við hliðina á mér var of hraður. Það er allt í lagi að leyfa öðrum að fá gull. Kínverjinn átti það skilið,“ sagði Jón Margeir í einlægu viðtali við RÚV eftir sundið. „Ég er sáttur við tímann, hann var betri en ég bjóst við. Þetta var svolítið erfitt í lokin. Svona er þetta bara.“ Aðspurður hvort hann væri sáttur við árangurinn beygði þessi frábæri íþróttamaður af en hann langaði mikið að vinna gullið fyrir kærustuna sína, Stefaníu Daney Guðmundsdóttur, sem er afrekskona í frjálsíþróttum fatlaðra. „Fjórða sætið er allt í lagi. Auðvitað vildi ég fara á pall, en ég er sáttur. Ég er smá sorgmæddur því ég vildi vinna gull fyrir ástina mína, Stefaníu. En svona er þetta bara,“ sagði Jón Margeir. „Ég gerði það besta sem ég gat fyrir Stefaníu, ástina mína. Það er ekki hægt að gera neitt við því. Ég er sáttur og ég held að þjóðin okkar sé mjög sátt.“ Jón Margeir stefnir nú á að fara að æfa þríþraut og ætlar að komast í Iron Man, stærstu þríþrautarkeppni heims, áður en hann verður þrítugur. „Þríþrautin er eina greinin sem ég sé mig ná meiri árangri. Ég ætla að æfa þríþraut þangað til ég gefst upp á henni. Markmið mitt er að komast á Iron Man fyrir þrítugt. Það eru sex ár í það en ég er að verða 24 ára,“ sagði Jón Margeir sem þakkaði svo öllum fyrir stuðninginn og þar minntist hann aftur á ástina í lífi sínu. „Ég vil þakka öllum styrktaraðilum, fjölskyldu, ættingjum og öllum pakkanum. Svo er ástin mín styrktaraðili líka. Hún hjálpaði mér með að hætta að drekka gos eftir að ég fór til Miami þannig þetta er allt henni að þakka. Þannig, já, takk fyrir mig,“ sagði Jón Margeir Sverrisson.Allt viðtalið má sjá hér. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Jón Margeir hafnaði í fjórða sæti í úrslitasundinu Jón Margeir Sverrisson hafnaði í fjórða sæti í 200 metra skriðsundi á Paralympics í Ríó en hann kom í mark á 1:57,50, rúmlega sekúndu á eftir sigurvegaranum Wai Lok Tang frá Hong Kong. 11. september 2016 21:40 Jón Margeir með fimmta besta tímann í undanrásunum og keppir til úrslita Jón Margeir Sverrisson var annar í sínum riðli og alls í fimmta sæti í undanrásunum í 200 metra skriðsundi á Paralympics er hann kom í mark á 2:00,01. 11. september 2016 13:47 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sjá meira
Jón Margeir Sverrisson náði ekki að verja gullið sitt í 200 metra skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra í gærkvöldi en hann hafnaði í fjórða sæti. Jón Margeir, sem varð Ólympíumeistari í þessari grein í Lundúnum fyrir fjórum árum, kom í mark á tímanum 1:57,50 og var rúmlega sekúndu á eftir sigurvegaranum Wai Lok Tang. „Ég reyndi að fara fyrstu 100 sæmilega hratt og gefa svo í eins og í London en Kínverjinn sem var við hliðina á mér var of hraður. Það er allt í lagi að leyfa öðrum að fá gull. Kínverjinn átti það skilið,“ sagði Jón Margeir í einlægu viðtali við RÚV eftir sundið. „Ég er sáttur við tímann, hann var betri en ég bjóst við. Þetta var svolítið erfitt í lokin. Svona er þetta bara.“ Aðspurður hvort hann væri sáttur við árangurinn beygði þessi frábæri íþróttamaður af en hann langaði mikið að vinna gullið fyrir kærustuna sína, Stefaníu Daney Guðmundsdóttur, sem er afrekskona í frjálsíþróttum fatlaðra. „Fjórða sætið er allt í lagi. Auðvitað vildi ég fara á pall, en ég er sáttur. Ég er smá sorgmæddur því ég vildi vinna gull fyrir ástina mína, Stefaníu. En svona er þetta bara,“ sagði Jón Margeir. „Ég gerði það besta sem ég gat fyrir Stefaníu, ástina mína. Það er ekki hægt að gera neitt við því. Ég er sáttur og ég held að þjóðin okkar sé mjög sátt.“ Jón Margeir stefnir nú á að fara að æfa þríþraut og ætlar að komast í Iron Man, stærstu þríþrautarkeppni heims, áður en hann verður þrítugur. „Þríþrautin er eina greinin sem ég sé mig ná meiri árangri. Ég ætla að æfa þríþraut þangað til ég gefst upp á henni. Markmið mitt er að komast á Iron Man fyrir þrítugt. Það eru sex ár í það en ég er að verða 24 ára,“ sagði Jón Margeir sem þakkaði svo öllum fyrir stuðninginn og þar minntist hann aftur á ástina í lífi sínu. „Ég vil þakka öllum styrktaraðilum, fjölskyldu, ættingjum og öllum pakkanum. Svo er ástin mín styrktaraðili líka. Hún hjálpaði mér með að hætta að drekka gos eftir að ég fór til Miami þannig þetta er allt henni að þakka. Þannig, já, takk fyrir mig,“ sagði Jón Margeir Sverrisson.Allt viðtalið má sjá hér.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Jón Margeir hafnaði í fjórða sæti í úrslitasundinu Jón Margeir Sverrisson hafnaði í fjórða sæti í 200 metra skriðsundi á Paralympics í Ríó en hann kom í mark á 1:57,50, rúmlega sekúndu á eftir sigurvegaranum Wai Lok Tang frá Hong Kong. 11. september 2016 21:40 Jón Margeir með fimmta besta tímann í undanrásunum og keppir til úrslita Jón Margeir Sverrisson var annar í sínum riðli og alls í fimmta sæti í undanrásunum í 200 metra skriðsundi á Paralympics er hann kom í mark á 2:00,01. 11. september 2016 13:47 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sjá meira
Jón Margeir hafnaði í fjórða sæti í úrslitasundinu Jón Margeir Sverrisson hafnaði í fjórða sæti í 200 metra skriðsundi á Paralympics í Ríó en hann kom í mark á 1:57,50, rúmlega sekúndu á eftir sigurvegaranum Wai Lok Tang frá Hong Kong. 11. september 2016 21:40
Jón Margeir með fimmta besta tímann í undanrásunum og keppir til úrslita Jón Margeir Sverrisson var annar í sínum riðli og alls í fimmta sæti í undanrásunum í 200 metra skriðsundi á Paralympics er hann kom í mark á 2:00,01. 11. september 2016 13:47