McLaren bindur miklar vonir við Singapúr kappaksturinn Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 13. september 2016 16:15 Alonso og Button í Belgíu. Vísir/Getty McLaren liðið í Formúlu 1 telur að Singapúr kappaksturinn sem fram fer næstu helgi, sé þeirra tækifæri til að sýna hvað í bílnum býr. Brautin í Singapúr reynir mikið á undirvagna bílanna og fjöðrun þeirra. McLaren telur sig geta náð góðum árangri á slíkri braut. Bæði Fernando Alonso og Jenson Button, ökumenn liðsins hafa náð náð góðum árangri á svipuðum brautum á tímabilinu. Þar á meðal má nefna fimmta sæti Alonso í Mónakó og sjötta sæti Button í Austurríki. Honda hefur nýlega uppfært vél sína og liðið mun einnig uppfæra bílin sjálfan fyrir keppnina. Eric Boullier, keppnisstjóri liðsins býst við að framfarirnar verði að stigum í kappakstrinum næsta sunnudag. „Nú þegar við hefjum þann hluta tímabilsins þar sem við erum hvað lengst að heiman þá taka við brautir þar sem ekki er eins mikilvægt að vera með mikið afl. Bíllinn þarf einfaldlega að vera betri tæknilega og rétt uppstilltur,“ sagði Boullier. Yusuke Hasegawa er tæknistjóri Honda. Hann segist viss um að Alonso og Button muni standa sig afar vel um helgina. „Uppstilling bílsins mun þurfa að breytast afar mikið á milli Monza og Singapúr. Liðið er þegar farið að undirbúa bílinn fyrir Singapúr. Bíllinn okkar hefur gott jafnvægi við hemlun svo við ættum að vera meira heima á brautum eins og Singapúr,“ sagði Hasegawa. Formúla Tengdar fréttir Alonso: Stoffel Vandoorne mun leiða McLaren inn í framtíðina Fernando Alonso segir að ungstirnið Stoffel Vandoorne muni leiða McLaren liðið inn í framtíðina. Alonso segir einnig að hann og Jenson Button muni gera allt til að aðstoða Belgann. 9. september 2016 15:45 Jenson Button spáir Hamilton heimsmeistaratitlinum Jenson Button, ökumaður McLaren liðsins spáir fyrrum liðsfélaga sínum og ríkjandi heimsmeistara Lewis Hamilton heimsmeistaratitli ökumanna í ár. 11. september 2016 16:30 Formúlan þarf á einræðisherranum að halda Þó svo verið sé að selja Formúlu 1 á 500 milljarða þá ætla nýir eigendur að halda í hinn 85 ára gamla Bernie Ecclestone. 9. september 2016 10:00 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
McLaren liðið í Formúlu 1 telur að Singapúr kappaksturinn sem fram fer næstu helgi, sé þeirra tækifæri til að sýna hvað í bílnum býr. Brautin í Singapúr reynir mikið á undirvagna bílanna og fjöðrun þeirra. McLaren telur sig geta náð góðum árangri á slíkri braut. Bæði Fernando Alonso og Jenson Button, ökumenn liðsins hafa náð náð góðum árangri á svipuðum brautum á tímabilinu. Þar á meðal má nefna fimmta sæti Alonso í Mónakó og sjötta sæti Button í Austurríki. Honda hefur nýlega uppfært vél sína og liðið mun einnig uppfæra bílin sjálfan fyrir keppnina. Eric Boullier, keppnisstjóri liðsins býst við að framfarirnar verði að stigum í kappakstrinum næsta sunnudag. „Nú þegar við hefjum þann hluta tímabilsins þar sem við erum hvað lengst að heiman þá taka við brautir þar sem ekki er eins mikilvægt að vera með mikið afl. Bíllinn þarf einfaldlega að vera betri tæknilega og rétt uppstilltur,“ sagði Boullier. Yusuke Hasegawa er tæknistjóri Honda. Hann segist viss um að Alonso og Button muni standa sig afar vel um helgina. „Uppstilling bílsins mun þurfa að breytast afar mikið á milli Monza og Singapúr. Liðið er þegar farið að undirbúa bílinn fyrir Singapúr. Bíllinn okkar hefur gott jafnvægi við hemlun svo við ættum að vera meira heima á brautum eins og Singapúr,“ sagði Hasegawa.
Formúla Tengdar fréttir Alonso: Stoffel Vandoorne mun leiða McLaren inn í framtíðina Fernando Alonso segir að ungstirnið Stoffel Vandoorne muni leiða McLaren liðið inn í framtíðina. Alonso segir einnig að hann og Jenson Button muni gera allt til að aðstoða Belgann. 9. september 2016 15:45 Jenson Button spáir Hamilton heimsmeistaratitlinum Jenson Button, ökumaður McLaren liðsins spáir fyrrum liðsfélaga sínum og ríkjandi heimsmeistara Lewis Hamilton heimsmeistaratitli ökumanna í ár. 11. september 2016 16:30 Formúlan þarf á einræðisherranum að halda Þó svo verið sé að selja Formúlu 1 á 500 milljarða þá ætla nýir eigendur að halda í hinn 85 ára gamla Bernie Ecclestone. 9. september 2016 10:00 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Alonso: Stoffel Vandoorne mun leiða McLaren inn í framtíðina Fernando Alonso segir að ungstirnið Stoffel Vandoorne muni leiða McLaren liðið inn í framtíðina. Alonso segir einnig að hann og Jenson Button muni gera allt til að aðstoða Belgann. 9. september 2016 15:45
Jenson Button spáir Hamilton heimsmeistaratitlinum Jenson Button, ökumaður McLaren liðsins spáir fyrrum liðsfélaga sínum og ríkjandi heimsmeistara Lewis Hamilton heimsmeistaratitli ökumanna í ár. 11. september 2016 16:30
Formúlan þarf á einræðisherranum að halda Þó svo verið sé að selja Formúlu 1 á 500 milljarða þá ætla nýir eigendur að halda í hinn 85 ára gamla Bernie Ecclestone. 9. september 2016 10:00