Markaðir heimsins aftur orðnir talsvert óstöðugir Lars Christensen skrifar 14. september 2016 09:00 Árið 2016 hófst á verulega auknum óstöðugleika á fjármálamörkuðum heimsins en svo róuðust markaðirnir aftur í febrúar eftir að Seðlabanki Bandaríkjanna frestaði frekari stýrivaxtahækkunum. Það hefur sennilega líka stuðlað að jákvæðari viðhorfum á verðbréfamörkuðum heimsins síðan í febrúar að kínverski seðlabankinn – Alþýðubanki Kína (PBoC) – hóf í reynd að láta gengi kínverska gjaldmiðilsins, renminbi, síga hægt seinni hluta árs 2015. Þetta, ásamt því að bandaríski seðlabankinn tók upp lausbeislaðri stefnu, olli í raun rýmri peningamarkaðsskilyrðum um allan heim. Síðustu vikuna virðist ástandið hafa breyst til hins verra og þótt breytingin sé ekki dramatísk hafa verðbréfamarkaðirnir selt ódýrt og óstöðugleiki hefur aukist.Áfellist seðlabanka Bandaríkjanna og KínaHvað hefur þá gerst? Enn er það peningamálastefna og aðgerðir tveggja stærstu peningastórveldanna, seðlabanka Bandaríkjanna og Kína, sem valda áhyggjum á mörkuðum heimsins. Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Janet Yellen, hefur á síðustu vikum gefið til kynna að hún vilji enn hækka stýrivexti fyrr en seinna. Og það þrátt fyrir að þjóðhagfræðilegar tölur fyrir Bandaríkin hafi verið langt frá því að vera glæsilegar og verðbólgan sé vel undir opinberum 2% verðbólgumarkmiðum Seðlabankans. Í tilfelli Kína er sérstaklega mikilvægt að taka eftir því að Kína og Bandaríkin hafa gert samkomulag í tengslum við nýlegan G20-fund um að „hagræða“ ekki gengi gjaldmiðla sinna í samkeppnistilgangi. Þetta kann að hljóma vel en staðreyndin er sú að þetta sendir í raun þau skilaboð til markaðanna að Kína sé að binda enda á gengissigið. Þegar upp er staðið er aðeins hægt að túlka fréttaflæði síðustu tveggja vikna þannig að seðlabankar bæði Bandaríkjanna og Kína séu að snúa frá lausbeislaðri peningamálastefnu. Og nú sjáum við afleiðingarnar á mörkuðunum – dollarinn er að styrkjast, verðbréfamarkaðirnir selja, hrávöruverð fellur og almennur óstöðugleiki á fjármálamörkuðum eykst. Breytingin er enn ekki stórfelld en hún sýnir að vilji, sérstaklega Seðlabanka Bandaríkjanna, til að koma stýrivöxtum í „eðlilegt“ horf er ótímabær. Stýrivaxtahækkun núna hjá Seðlabanka Bandaríkjanna mun aðeins stigmagna óstöðugleika á mörkuðum heimsins, sem í sjálfu sér myndi hafa frekar neikvæð áhrif á bandaríska hagkerfið, sem gæti aftur neytt Seðlabankann til að snúa við vaxtahækkunum sínum. Almennt eru seðlabankastjórar um heim allan áfjáðir í að hækka stýrivexti, en hvað peningamálastefnuna varðar er þetta ótímabært og fjármálamarkaðirnir eru nú að segja þeim sem stjórna peningamálastefnunni þetta. Ég er hræddur um að þeir hlusti ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Árið 2016 hófst á verulega auknum óstöðugleika á fjármálamörkuðum heimsins en svo róuðust markaðirnir aftur í febrúar eftir að Seðlabanki Bandaríkjanna frestaði frekari stýrivaxtahækkunum. Það hefur sennilega líka stuðlað að jákvæðari viðhorfum á verðbréfamörkuðum heimsins síðan í febrúar að kínverski seðlabankinn – Alþýðubanki Kína (PBoC) – hóf í reynd að láta gengi kínverska gjaldmiðilsins, renminbi, síga hægt seinni hluta árs 2015. Þetta, ásamt því að bandaríski seðlabankinn tók upp lausbeislaðri stefnu, olli í raun rýmri peningamarkaðsskilyrðum um allan heim. Síðustu vikuna virðist ástandið hafa breyst til hins verra og þótt breytingin sé ekki dramatísk hafa verðbréfamarkaðirnir selt ódýrt og óstöðugleiki hefur aukist.Áfellist seðlabanka Bandaríkjanna og KínaHvað hefur þá gerst? Enn er það peningamálastefna og aðgerðir tveggja stærstu peningastórveldanna, seðlabanka Bandaríkjanna og Kína, sem valda áhyggjum á mörkuðum heimsins. Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Janet Yellen, hefur á síðustu vikum gefið til kynna að hún vilji enn hækka stýrivexti fyrr en seinna. Og það þrátt fyrir að þjóðhagfræðilegar tölur fyrir Bandaríkin hafi verið langt frá því að vera glæsilegar og verðbólgan sé vel undir opinberum 2% verðbólgumarkmiðum Seðlabankans. Í tilfelli Kína er sérstaklega mikilvægt að taka eftir því að Kína og Bandaríkin hafa gert samkomulag í tengslum við nýlegan G20-fund um að „hagræða“ ekki gengi gjaldmiðla sinna í samkeppnistilgangi. Þetta kann að hljóma vel en staðreyndin er sú að þetta sendir í raun þau skilaboð til markaðanna að Kína sé að binda enda á gengissigið. Þegar upp er staðið er aðeins hægt að túlka fréttaflæði síðustu tveggja vikna þannig að seðlabankar bæði Bandaríkjanna og Kína séu að snúa frá lausbeislaðri peningamálastefnu. Og nú sjáum við afleiðingarnar á mörkuðunum – dollarinn er að styrkjast, verðbréfamarkaðirnir selja, hrávöruverð fellur og almennur óstöðugleiki á fjármálamörkuðum eykst. Breytingin er enn ekki stórfelld en hún sýnir að vilji, sérstaklega Seðlabanka Bandaríkjanna, til að koma stýrivöxtum í „eðlilegt“ horf er ótímabær. Stýrivaxtahækkun núna hjá Seðlabanka Bandaríkjanna mun aðeins stigmagna óstöðugleika á mörkuðum heimsins, sem í sjálfu sér myndi hafa frekar neikvæð áhrif á bandaríska hagkerfið, sem gæti aftur neytt Seðlabankann til að snúa við vaxtahækkunum sínum. Almennt eru seðlabankastjórar um heim allan áfjáðir í að hækka stýrivexti, en hvað peningamálastefnuna varðar er þetta ótímabært og fjármálamarkaðirnir eru nú að segja þeim sem stjórna peningamálastefnunni þetta. Ég er hræddur um að þeir hlusti ekki.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar