Komdu bara, vetur! Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. september 2016 07:00 Sumrinu mínu er lokið. Sumarfríið endaði í gær og er ég aftur mættur á skjálftavaktina, tilbúinn að snúa hjólum atvinnulífsins fram yfir dimman veturinn þar til aftur verður svo bjart að Halla og Stefán geta ekki sofnað. Þó ég trúi því að veturinn geri okkur að miklu leyti að þeirri baráttuþjóð sem við erum þýðir það ekki að ég hafi gaman af honum. Þvert á móti. Þegar ég var yngri var ekkert skemmtilegra en að vakna og líta út um gluggann og sjá ekkert nema hvítt. Þá var loksins hægt að fara í Kraftgallann (ég fékk aldrei Max-galla) og njóta undursins sem snjór var þá. Nú sé ég ekkert verra en snjó. Ég hata hann álíka mikið og Halla og Stefán hata RÚV. Skafa, festast, blautur í fæturna. Snjór er ömurlegur. Veturinn er erfiður enda fáar þjóðir jafnþakklátar og þegar vora tekur. Að þessu sinni tel ég mig samt tilbúnari í veturinn. Málið er að ég hef gert svo fjandi lítið undanfarin sumur þannig að ég á sjaldan minningar til að ylja mér við í gegnum harkið. Þetta sumar var þó algjör tilbreyting. Vikurnar þrjár með strákunum okkar í Frakklandi halda mér brosandi fram í nóvember, léttilega. Náttúrufegurðin, fólkið og kraftur Jarðbaðanna á Mývatni halda mér sterkum yfir jólin og áramótin og stressinu sem því öllu fylgir. Austfjarðaferðin heldur mér heilum á geði fram í mars og helgarnar tvær á Suðurlandinu eru svo stútfullar af glóandi sumarminningum að ég verð góður allt þar til fyrst sjást tíu gráður á mælinum að ári og sumarið hefst á ný. Það er meira en næg innistæða á sumar-minningabankanum þannig að veturinn má alveg koma fyrir mér.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Sumrinu mínu er lokið. Sumarfríið endaði í gær og er ég aftur mættur á skjálftavaktina, tilbúinn að snúa hjólum atvinnulífsins fram yfir dimman veturinn þar til aftur verður svo bjart að Halla og Stefán geta ekki sofnað. Þó ég trúi því að veturinn geri okkur að miklu leyti að þeirri baráttuþjóð sem við erum þýðir það ekki að ég hafi gaman af honum. Þvert á móti. Þegar ég var yngri var ekkert skemmtilegra en að vakna og líta út um gluggann og sjá ekkert nema hvítt. Þá var loksins hægt að fara í Kraftgallann (ég fékk aldrei Max-galla) og njóta undursins sem snjór var þá. Nú sé ég ekkert verra en snjó. Ég hata hann álíka mikið og Halla og Stefán hata RÚV. Skafa, festast, blautur í fæturna. Snjór er ömurlegur. Veturinn er erfiður enda fáar þjóðir jafnþakklátar og þegar vora tekur. Að þessu sinni tel ég mig samt tilbúnari í veturinn. Málið er að ég hef gert svo fjandi lítið undanfarin sumur þannig að ég á sjaldan minningar til að ylja mér við í gegnum harkið. Þetta sumar var þó algjör tilbreyting. Vikurnar þrjár með strákunum okkar í Frakklandi halda mér brosandi fram í nóvember, léttilega. Náttúrufegurðin, fólkið og kraftur Jarðbaðanna á Mývatni halda mér sterkum yfir jólin og áramótin og stressinu sem því öllu fylgir. Austfjarðaferðin heldur mér heilum á geði fram í mars og helgarnar tvær á Suðurlandinu eru svo stútfullar af glóandi sumarminningum að ég verð góður allt þar til fyrst sjást tíu gráður á mælinum að ári og sumarið hefst á ný. Það er meira en næg innistæða á sumar-minningabankanum þannig að veturinn má alveg koma fyrir mér.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun