Lewis Hamilton á ráspól á Ítalíu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 3. september 2016 12:57 Lewis Hamilton var fljótastur í dag. Náði sínum þriðja ráspól í röð á Monza. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól fyrir ítalska kappakstrinn sem fer fram á morgun. Þetta var fimmti ráspóll Hamilton á Ítalíu. Nico Roserg var annar á Mercedes og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji. Ferrari tókst að lágmarka skaðan og vera bestir af restinni á heimavelli. Mercedes voru utan seilingar í dag. Keppnin verður spennandi á morgun. Bein útsending frá henni hefst klukkan 11:30 á morgun á Stöð 2 Sport.Fysta lotaTímatakan fór rólega af stað. Renault átti í miklum vandræðum með að finna hraðan á Monza brautinni. Lewis Hamilton var fljótastur í fyrstu lotunni. Í fyrstu lotunni duttu út Renault- og Sauber ökumennirnir ásamt Daniil Kvyat á Toro Rosso og Esteban Ocon á Manor sem lenti í rafmagnsbilun. „Við bjuggumst hálfpartinn við þessu. Því miður erum við ekki komin lengra en þetta. Þetta eru mikil vonbrigði en svona er staðan,“ sagði Kevin Magnussen ökumaður Renault eftir lotuna.Esteban Ocon ýtt í skjól. Hann náði ekki að setja tíma.Vísir/GettyÖnnur lotaMercedes menn fóru einir út á brautina í upphafi. Með brautina út af fyrir sig settu þeir tíma sem engum tókst að ógna alla lotuna. Mercedes tókst að fara áfram á mjúkum dekkjum. Aðrir tóku fram ofurmjúku dekkin til að reyna að tryggja sér áframhaldandi þátttöku í tímatökunni. Í annarri lotu duttu McLaren ökumennirnir út ásamt, Felipe Massa á Williams, Romain Grosjean á Haas, Pascal Wehrlein á Manor og Carlos Sainz á Toro Rosso. Grosjean verður færður aftur um fimm sæti á ráslínu eftir að Haas skipti um gírkassa í bíl hans.Þriðja lotaHamilton var fljótstur í fyrstu tilraun topp ökumannanna. Rosberg var annar en gerði smávægileg mistök á hringnum. Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji og Sebastian Vettel fjórði á Ferrari. Rosberg fór út á undan út en tókst ekki að taka ráspólin af Hamilton. Hamilton kom svo í mark næstum hálfri sekúndu á undan Rosberg. Formúla Tengdar fréttir Mercedes fljótastir á æfingum á Ítalíu Mercedes menn voru fljótastir á báðum æfingum dagsins fyrir ítalska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Nico Rosberg var fljótastur á fyrri æfingunni og Lewis Hamilton þeirri seinni. 2. september 2016 17:45 Felipe Massa hættir í Formúlu 1 Williams ökumaðurinn Felipe Massa hefur tilkynnt að hann muni hætta í Formúlu 1 þegar núverandi tímabili lýkur. 1. september 2016 22:00 Villeneuve: FIA virðist vernda Max Verstsappen Fyrrum heimsmeistarinn Jacques Villeneuve telur dómara í Formúlu 1 veita Max Verstappen meira svigrúm en öðrum. Hann telur að FIA líti út eins og þeir séu að vernda ungstirnið. 31. ágúst 2016 15:30 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól fyrir ítalska kappakstrinn sem fer fram á morgun. Þetta var fimmti ráspóll Hamilton á Ítalíu. Nico Roserg var annar á Mercedes og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji. Ferrari tókst að lágmarka skaðan og vera bestir af restinni á heimavelli. Mercedes voru utan seilingar í dag. Keppnin verður spennandi á morgun. Bein útsending frá henni hefst klukkan 11:30 á morgun á Stöð 2 Sport.Fysta lotaTímatakan fór rólega af stað. Renault átti í miklum vandræðum með að finna hraðan á Monza brautinni. Lewis Hamilton var fljótastur í fyrstu lotunni. Í fyrstu lotunni duttu út Renault- og Sauber ökumennirnir ásamt Daniil Kvyat á Toro Rosso og Esteban Ocon á Manor sem lenti í rafmagnsbilun. „Við bjuggumst hálfpartinn við þessu. Því miður erum við ekki komin lengra en þetta. Þetta eru mikil vonbrigði en svona er staðan,“ sagði Kevin Magnussen ökumaður Renault eftir lotuna.Esteban Ocon ýtt í skjól. Hann náði ekki að setja tíma.Vísir/GettyÖnnur lotaMercedes menn fóru einir út á brautina í upphafi. Með brautina út af fyrir sig settu þeir tíma sem engum tókst að ógna alla lotuna. Mercedes tókst að fara áfram á mjúkum dekkjum. Aðrir tóku fram ofurmjúku dekkin til að reyna að tryggja sér áframhaldandi þátttöku í tímatökunni. Í annarri lotu duttu McLaren ökumennirnir út ásamt, Felipe Massa á Williams, Romain Grosjean á Haas, Pascal Wehrlein á Manor og Carlos Sainz á Toro Rosso. Grosjean verður færður aftur um fimm sæti á ráslínu eftir að Haas skipti um gírkassa í bíl hans.Þriðja lotaHamilton var fljótstur í fyrstu tilraun topp ökumannanna. Rosberg var annar en gerði smávægileg mistök á hringnum. Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji og Sebastian Vettel fjórði á Ferrari. Rosberg fór út á undan út en tókst ekki að taka ráspólin af Hamilton. Hamilton kom svo í mark næstum hálfri sekúndu á undan Rosberg.
Formúla Tengdar fréttir Mercedes fljótastir á æfingum á Ítalíu Mercedes menn voru fljótastir á báðum æfingum dagsins fyrir ítalska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Nico Rosberg var fljótastur á fyrri æfingunni og Lewis Hamilton þeirri seinni. 2. september 2016 17:45 Felipe Massa hættir í Formúlu 1 Williams ökumaðurinn Felipe Massa hefur tilkynnt að hann muni hætta í Formúlu 1 þegar núverandi tímabili lýkur. 1. september 2016 22:00 Villeneuve: FIA virðist vernda Max Verstsappen Fyrrum heimsmeistarinn Jacques Villeneuve telur dómara í Formúlu 1 veita Max Verstappen meira svigrúm en öðrum. Hann telur að FIA líti út eins og þeir séu að vernda ungstirnið. 31. ágúst 2016 15:30 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Mercedes fljótastir á æfingum á Ítalíu Mercedes menn voru fljótastir á báðum æfingum dagsins fyrir ítalska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Nico Rosberg var fljótastur á fyrri æfingunni og Lewis Hamilton þeirri seinni. 2. september 2016 17:45
Felipe Massa hættir í Formúlu 1 Williams ökumaðurinn Felipe Massa hefur tilkynnt að hann muni hætta í Formúlu 1 þegar núverandi tímabili lýkur. 1. september 2016 22:00
Villeneuve: FIA virðist vernda Max Verstsappen Fyrrum heimsmeistarinn Jacques Villeneuve telur dómara í Formúlu 1 veita Max Verstappen meira svigrúm en öðrum. Hann telur að FIA líti út eins og þeir séu að vernda ungstirnið. 31. ágúst 2016 15:30