Vic Mensa kemur ekki fram á Justin Bieber tónleikunum Stefán Árni Pálsson skrifar 5. september 2016 13:30 Vic Mensa hefur meðal annars samið lög með Kanye West og verið tilnefndur til Grammy-verðlauna. Rapparinn Vic Mensa hefur aflýst komu sinni til Íslands í næstu viku en hann átti að hita upp fyrir Justin Bieber í Kórnum bæði 8. og 9. september. Í hans stað kemur DJ Tay James, aðalplötusnúður Purpose túrsins, og mun hann sjá um að halda stemningunni gangandi þar til stórstjarnan sjálf stígur á svið. Fyrstir koma á sviðið strákarnir í hljómsveitinni Sturla Atlas og síðan mætir DJ Tay. Tix.is hefur sett upp afgreiðslubás ásamt pop-up verslun fyrir Bieber fatnað og varning. Básinn er staðsettur á neðri hæð í miðri Smáralindinni og fylgir opnunartíma Smáralindar út miðvikudag, en á tónleikadögum er opið til kl. 16 og opnar þá í Kórnum sjálfum. Hér að neðan má sjá skýringarmynd hvernig fyrirkomulagið verður varðandi aðgengi að Kórnum á fimmtudaginn og föstudaginn.Eftirfarandi kemur fram á vefsíðu Senu Live: Til að allt fari sem best fram verðum við í nánu samstarfi Kópavogsbæ, lögreglu og Strætó. Líkt og áður hvetjum við alla sem geta til að ganga eða hjóla á tónleikastað, nota leigubíla, almenningssamgöngur eða deila einkabílum. Við komum til móts við þá sem velja slíka kosti, sem eru bæði umhverfisvænir og hagkvæmir, þar sem umferð verður án efa með þyngsta móti á tónleikadag.UMFERÐ VIÐ KÓRINNUmferð í nánasta umhverfi við Kórinn verður lokað fyrir alla á tónleikadögum, nema íbúa Kórsins. Umferðarpassa má nálgast í afgreiðslubás Tix í Smáralind.UMFERÐARPASSAR ÍBÚA KÓRAHVERFISÍbúar í Kórahverfi sem búa fyrir innan það svæði sem verður fyrir lokunum fá passa sem gerir þeim kleift að ferðast um hverfið í sínum bílum óhindrað. Stjórn er tekin á umferðinni í samvinnu við bæjaryfirvöld og lögreglu til að tryggja óheftar ferðir íbúa sem og að tónleikagestir komist til og frá húsinu vandræðalaust. Íbúar í nærliggjandi hverfum fá passa inn um lúguna til sín mánudaginn 5. september. Með pössunum fylgja nákvæmar leiðbeiningar og kort yfir hjáleið.Austurkór, A-kórar & Tröllakór: Hjáleið um Vífilstaðaveg og ElliðavatnsvegÁlma- & Ásakór: Hjáleið um Vatnsendahvarf og Vatnsendaveg frá Breiðholtsbraut og síðan Kóraveg Fjalla- Funa- & Fitjalind: Hjáleið um Lindaveg S-salir, Þ-salir & Ö-salir: Hjáleið um Hlíðardalsveg, Hvammsveg og Salaveg síðan Arnarnesveg Hvörf, Þing og Kórar: Hjáleið um Vatnsendahvarf, Vatnsendaveg og Kóraveg frá Breiðholtsbraut Vinda- & Vallakór: Hjáleið um Vatnsendahvarf og Vatnsendaveg frá Breiðholtsbraut Lindir og Salir: Hjáleið um Hlíðardalsveg, Hvammsveg og SalavegSMÁRALIND OG SÆTAFERÐIRSætaferðir verða frá Smáralind að Kórnum og til baka, frá kl. 16 á tónleikadögum fyrir tónleikagesti. Skipulag kynnt nánar innan skamms.STRÆTÓÓkeypis verður í Strætó á tónleikadögum frá kl. 14 fyrir tónleikagesti, gegn framvísun miða á tónleikana.FJÓRIR SAMAN Í BÍLEf fjórir eða fleiri eru saman í bíl fá viðkomandi, gegn framvísun a.m.k. fjögurra tónleikamiða, að leggja í sérstakt svæði við Kórinn meðan pláss leyfir.REIÐHJÓLFólk á reiðhjólum er boðið velkomið; tryggt verður að fjöldi hjólastæða verða í boði við Kórinn meðan á tónleikum stendur.LEIGUBÍLARVið hvetjum fólk til að nota leigubíla því þeim verður gert kleift að keyra tónleikagesti eins nálægt Kórnum og mögulegt er.HJÓLASTÓLARBílastæði verður fyrir hreyfihamlaða alveg við Kórinn. Nóg er að vera með P-skírteinið sem gefið er út af Tryggingastofnum. Sérstakt pláss verður fyrir hjólastóla aftast í stúkunni og fær einn fylgdarmaður einnig aðgang í stúkuna. Athugið að fylgdarmaður þarf einnig eiga miða á tónleikana. Nóg er fyrir hreyfihamlaða og fylgdarmann að kaupa miða í stæði, en þeim verður hleypt inn í stúkuna í gegnum anddyrið (ekki í gegnum útisvæði).FERÐAÞJÓNUSTA FATLAÐRAVið viljum hvetja alla þá sem eiga rétt á ferðaþjónustu fatlaðra til að nýta sér hana þar sem slíkir bílar fá aðgang alveg upp að húsi. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Vic Mensa hitar upp fyrir Bieber í Kórnum Vic Mensa hitar upp fyrir Justin Bieber í Kórnum 8. og 9. September. 11. ágúst 2016 11:30 Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð úr bransanum Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira
Rapparinn Vic Mensa hefur aflýst komu sinni til Íslands í næstu viku en hann átti að hita upp fyrir Justin Bieber í Kórnum bæði 8. og 9. september. Í hans stað kemur DJ Tay James, aðalplötusnúður Purpose túrsins, og mun hann sjá um að halda stemningunni gangandi þar til stórstjarnan sjálf stígur á svið. Fyrstir koma á sviðið strákarnir í hljómsveitinni Sturla Atlas og síðan mætir DJ Tay. Tix.is hefur sett upp afgreiðslubás ásamt pop-up verslun fyrir Bieber fatnað og varning. Básinn er staðsettur á neðri hæð í miðri Smáralindinni og fylgir opnunartíma Smáralindar út miðvikudag, en á tónleikadögum er opið til kl. 16 og opnar þá í Kórnum sjálfum. Hér að neðan má sjá skýringarmynd hvernig fyrirkomulagið verður varðandi aðgengi að Kórnum á fimmtudaginn og föstudaginn.Eftirfarandi kemur fram á vefsíðu Senu Live: Til að allt fari sem best fram verðum við í nánu samstarfi Kópavogsbæ, lögreglu og Strætó. Líkt og áður hvetjum við alla sem geta til að ganga eða hjóla á tónleikastað, nota leigubíla, almenningssamgöngur eða deila einkabílum. Við komum til móts við þá sem velja slíka kosti, sem eru bæði umhverfisvænir og hagkvæmir, þar sem umferð verður án efa með þyngsta móti á tónleikadag.UMFERÐ VIÐ KÓRINNUmferð í nánasta umhverfi við Kórinn verður lokað fyrir alla á tónleikadögum, nema íbúa Kórsins. Umferðarpassa má nálgast í afgreiðslubás Tix í Smáralind.UMFERÐARPASSAR ÍBÚA KÓRAHVERFISÍbúar í Kórahverfi sem búa fyrir innan það svæði sem verður fyrir lokunum fá passa sem gerir þeim kleift að ferðast um hverfið í sínum bílum óhindrað. Stjórn er tekin á umferðinni í samvinnu við bæjaryfirvöld og lögreglu til að tryggja óheftar ferðir íbúa sem og að tónleikagestir komist til og frá húsinu vandræðalaust. Íbúar í nærliggjandi hverfum fá passa inn um lúguna til sín mánudaginn 5. september. Með pössunum fylgja nákvæmar leiðbeiningar og kort yfir hjáleið.Austurkór, A-kórar & Tröllakór: Hjáleið um Vífilstaðaveg og ElliðavatnsvegÁlma- & Ásakór: Hjáleið um Vatnsendahvarf og Vatnsendaveg frá Breiðholtsbraut og síðan Kóraveg Fjalla- Funa- & Fitjalind: Hjáleið um Lindaveg S-salir, Þ-salir & Ö-salir: Hjáleið um Hlíðardalsveg, Hvammsveg og Salaveg síðan Arnarnesveg Hvörf, Þing og Kórar: Hjáleið um Vatnsendahvarf, Vatnsendaveg og Kóraveg frá Breiðholtsbraut Vinda- & Vallakór: Hjáleið um Vatnsendahvarf og Vatnsendaveg frá Breiðholtsbraut Lindir og Salir: Hjáleið um Hlíðardalsveg, Hvammsveg og SalavegSMÁRALIND OG SÆTAFERÐIRSætaferðir verða frá Smáralind að Kórnum og til baka, frá kl. 16 á tónleikadögum fyrir tónleikagesti. Skipulag kynnt nánar innan skamms.STRÆTÓÓkeypis verður í Strætó á tónleikadögum frá kl. 14 fyrir tónleikagesti, gegn framvísun miða á tónleikana.FJÓRIR SAMAN Í BÍLEf fjórir eða fleiri eru saman í bíl fá viðkomandi, gegn framvísun a.m.k. fjögurra tónleikamiða, að leggja í sérstakt svæði við Kórinn meðan pláss leyfir.REIÐHJÓLFólk á reiðhjólum er boðið velkomið; tryggt verður að fjöldi hjólastæða verða í boði við Kórinn meðan á tónleikum stendur.LEIGUBÍLARVið hvetjum fólk til að nota leigubíla því þeim verður gert kleift að keyra tónleikagesti eins nálægt Kórnum og mögulegt er.HJÓLASTÓLARBílastæði verður fyrir hreyfihamlaða alveg við Kórinn. Nóg er að vera með P-skírteinið sem gefið er út af Tryggingastofnum. Sérstakt pláss verður fyrir hjólastóla aftast í stúkunni og fær einn fylgdarmaður einnig aðgang í stúkuna. Athugið að fylgdarmaður þarf einnig eiga miða á tónleikana. Nóg er fyrir hreyfihamlaða og fylgdarmann að kaupa miða í stæði, en þeim verður hleypt inn í stúkuna í gegnum anddyrið (ekki í gegnum útisvæði).FERÐAÞJÓNUSTA FATLAÐRAVið viljum hvetja alla þá sem eiga rétt á ferðaþjónustu fatlaðra til að nýta sér hana þar sem slíkir bílar fá aðgang alveg upp að húsi.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Vic Mensa hitar upp fyrir Bieber í Kórnum Vic Mensa hitar upp fyrir Justin Bieber í Kórnum 8. og 9. September. 11. ágúst 2016 11:30 Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð úr bransanum Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira
Vic Mensa hitar upp fyrir Bieber í Kórnum Vic Mensa hitar upp fyrir Justin Bieber í Kórnum 8. og 9. September. 11. ágúst 2016 11:30