Íslensk leikritun í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Hagalín skrifar 6. september 2016 10:40 Ýmsir hafa tjáð sig undanfarna daga um íslenska leikritun og leikgerðir og vægið þar á milli í verkefnavali stofnanaleikhúsanna þriggja, Borgarleikhússins, Þjóðleikhússins og Leikfélags Akureyrar. Allri málefnalegri umræðu um leikhús ber að fagna og sérstakt fagnaðarefni er þegar umræða um íslenska leikritun og mikilvægi hennar ratar í leiðara blaðanna en Magnús Guðmundsson tók hana upp í leiðara Fréttablaðsins sl. mánudag. Tilefni þessara skrifa er hins vegar yfirlitsgrein Sigríður Jónsdóttur leiklistargagnrýnanda Fréttablaðsins þar sem hún fer yfir komandi leikár en greinina nefnir hún „Gamalt og nýtt. Af leikritum löstum og lofi.“ Í yfirlitinu eru ýmsir góðar punktar. Ekki er þó rétt með allt farið og finnst mér mikilvægt fyrir hönd Borgarleikhússins að benda á það. Hún segir að tilefni sé til þess að hafa „áhyggjur af framtíð íslenskrar leikritunar“ eins og staðan sé í dag, þó að „Borgarleikhúsið hafi staðið sig betur en Þjóðleikhúsið“ en of mikil áhersla sé á leikgerðir að mati Sigríðar. Hún kallar eftir því að leikhúsin kynni "nýja hluti fyrir áhorfendum, ný leikskáld og nýjar nálganir". Ég er henni alveg sammála hvað leikgerðirnar varðar og tel löngu tímabært að dregið sé úr vægi þeirra en hlutur íslenskrar leikritunar á móti aukinn. Þetta höfum við í Borgarleikhúsinu lagt kapp á á undanförnum árum en við erum með leikskáld á launum allt árið, auk þess sem við styðjum við höfunda með ýmsum öðrum hætti, m.a. með því að panta verk og gera tímabundna samninga. Í ár má segja að hlutur íslenskra leikrita sé óvenju stór: Sending eftir Bjarna Jónsson, Elly eftir Ólaf Egil Egilsson og Gísla Örn Garðarsson, samstarfsverkefnin bæði eru ný íslensk leikrit, Extravaganza eftir Sölku Guðmundsdóttur, sem er leikskáld Borgarleikhússins í ár, og heimildaverkið Hún pabbi eftir Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur og Köru Hergils auk barnaleikrits eftir Berg Þór Ingólfsson. Fleiri ný íslensk verk má nefna þó um fleiri en einn höfund sé að ræða, Hannes og Smári eftir Halldóru Geirharðsdóttur, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur og Jón Pál Eyjólfsson, Vísindasýning Villa eftir Vilhelm Anton Jónsson og Vigni Rafn Valþórsson, nýtt sviðsverk með Reykjavíkurdætrum og Fórn sem er samstarfsverkefni með Íslenska dansflokknum eftir nokkra af þekktustu sviðshöfundum landsins. Í raun, ef leikárið okkar í heild er greint, þá er hlutur nýrra íslenskra verka um 50% að undanskildum leikgerðunum en á þessu leikári eru þær aðeins tvær; Blái hnötturinn og Salka Valka. Þá má líka rifja upp að á síðastliðnu leikári efndum við til höfundasmiðju í samstarfi við FLH, Félag leikskálda og handritshöfunda og Listahátíð í Reykjavík þar sem við kynntum til leiks, auk Sigurbjargar Þrastardóttur, þrjá splunkunýja leikritahöfunda en fáir leikhúsrýnar fjölluðu um viðburðinn að undanskildum þeim Silju Björk Huldudóttur á Morgunblaðinu og Maríu Kristjándóttur í Víðsjá. Sigríður nefnir einnig í lok umfjöllunar sinnar um íslenska leikritun að „útgáfumál leikhandrita verði að taka í gegn, sem og leikskrár.“ Borgarleikhúsið í samstarfi við Þorvald Kristinsson tók upp á þeirri nýjung (þ.e. með nýjung á ég við að útgáfa á leikritum hefur legið niðri um árabil) á síðasta ári að gefa út ný íslensk leikrit sem frumsýnd eru í húsinu: Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur og Bláskjár eftir Tyrfing Tyrfingsson voru gefin út í fyrra og von er á fleiri nýjum leikritum á bók í ár. Auk þess hefur verið stofnaður Leikritaklúbbur Borgarleikhússins en allt er þetta liður í því að efla íslenska leikritun og vekja á henni athygli. Ekki er ljóst hvað Sigríður á við með „að taka leikskrár í gegn“ en Borgarleikhúsið leggur mikla áherslu á vandaðar leikskrár með greinum, viðtölum og ýmsu fróðlegu ítarefni. Borgarleikhúsið þakkar Sigríði annars ágætar ábendingar í grein sinni - sem og öðrum sem hafa lagt orð í belg um þetta mál, Magnúsi Guðmundssyni í leiðara Fréttablaðsins á mánudag og Hlín Agnarsdóttur á Facebooksíðu sinni. Ekki skal dregið úr mikilvægi þess að gagnrýnendur veiti leikhúsunum aðhald með faglegri umfjöllun og frjóum hugmyndum. Það ætti hins vegar ekki að hafa farið fram hjá neinum á undanförnum árum að Borgarleikhúsið leggur sérstakt kapp á að efla íslenska leikritun og gera henni hátt undir höfði með öllum tiltækum ráðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikhús Tengdar fréttir Íslensku verkin í Þjóðleikhúsinu Það fylgir því alltaf sérstök gleði og spenna þegar nýtt leikár hefst hjá okkur í Þjóðleikhúsinu. 5. september 2016 13:21 Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ýmsir hafa tjáð sig undanfarna daga um íslenska leikritun og leikgerðir og vægið þar á milli í verkefnavali stofnanaleikhúsanna þriggja, Borgarleikhússins, Þjóðleikhússins og Leikfélags Akureyrar. Allri málefnalegri umræðu um leikhús ber að fagna og sérstakt fagnaðarefni er þegar umræða um íslenska leikritun og mikilvægi hennar ratar í leiðara blaðanna en Magnús Guðmundsson tók hana upp í leiðara Fréttablaðsins sl. mánudag. Tilefni þessara skrifa er hins vegar yfirlitsgrein Sigríður Jónsdóttur leiklistargagnrýnanda Fréttablaðsins þar sem hún fer yfir komandi leikár en greinina nefnir hún „Gamalt og nýtt. Af leikritum löstum og lofi.“ Í yfirlitinu eru ýmsir góðar punktar. Ekki er þó rétt með allt farið og finnst mér mikilvægt fyrir hönd Borgarleikhússins að benda á það. Hún segir að tilefni sé til þess að hafa „áhyggjur af framtíð íslenskrar leikritunar“ eins og staðan sé í dag, þó að „Borgarleikhúsið hafi staðið sig betur en Þjóðleikhúsið“ en of mikil áhersla sé á leikgerðir að mati Sigríðar. Hún kallar eftir því að leikhúsin kynni "nýja hluti fyrir áhorfendum, ný leikskáld og nýjar nálganir". Ég er henni alveg sammála hvað leikgerðirnar varðar og tel löngu tímabært að dregið sé úr vægi þeirra en hlutur íslenskrar leikritunar á móti aukinn. Þetta höfum við í Borgarleikhúsinu lagt kapp á á undanförnum árum en við erum með leikskáld á launum allt árið, auk þess sem við styðjum við höfunda með ýmsum öðrum hætti, m.a. með því að panta verk og gera tímabundna samninga. Í ár má segja að hlutur íslenskra leikrita sé óvenju stór: Sending eftir Bjarna Jónsson, Elly eftir Ólaf Egil Egilsson og Gísla Örn Garðarsson, samstarfsverkefnin bæði eru ný íslensk leikrit, Extravaganza eftir Sölku Guðmundsdóttur, sem er leikskáld Borgarleikhússins í ár, og heimildaverkið Hún pabbi eftir Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur og Köru Hergils auk barnaleikrits eftir Berg Þór Ingólfsson. Fleiri ný íslensk verk má nefna þó um fleiri en einn höfund sé að ræða, Hannes og Smári eftir Halldóru Geirharðsdóttur, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur og Jón Pál Eyjólfsson, Vísindasýning Villa eftir Vilhelm Anton Jónsson og Vigni Rafn Valþórsson, nýtt sviðsverk með Reykjavíkurdætrum og Fórn sem er samstarfsverkefni með Íslenska dansflokknum eftir nokkra af þekktustu sviðshöfundum landsins. Í raun, ef leikárið okkar í heild er greint, þá er hlutur nýrra íslenskra verka um 50% að undanskildum leikgerðunum en á þessu leikári eru þær aðeins tvær; Blái hnötturinn og Salka Valka. Þá má líka rifja upp að á síðastliðnu leikári efndum við til höfundasmiðju í samstarfi við FLH, Félag leikskálda og handritshöfunda og Listahátíð í Reykjavík þar sem við kynntum til leiks, auk Sigurbjargar Þrastardóttur, þrjá splunkunýja leikritahöfunda en fáir leikhúsrýnar fjölluðu um viðburðinn að undanskildum þeim Silju Björk Huldudóttur á Morgunblaðinu og Maríu Kristjándóttur í Víðsjá. Sigríður nefnir einnig í lok umfjöllunar sinnar um íslenska leikritun að „útgáfumál leikhandrita verði að taka í gegn, sem og leikskrár.“ Borgarleikhúsið í samstarfi við Þorvald Kristinsson tók upp á þeirri nýjung (þ.e. með nýjung á ég við að útgáfa á leikritum hefur legið niðri um árabil) á síðasta ári að gefa út ný íslensk leikrit sem frumsýnd eru í húsinu: Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur og Bláskjár eftir Tyrfing Tyrfingsson voru gefin út í fyrra og von er á fleiri nýjum leikritum á bók í ár. Auk þess hefur verið stofnaður Leikritaklúbbur Borgarleikhússins en allt er þetta liður í því að efla íslenska leikritun og vekja á henni athygli. Ekki er ljóst hvað Sigríður á við með „að taka leikskrár í gegn“ en Borgarleikhúsið leggur mikla áherslu á vandaðar leikskrár með greinum, viðtölum og ýmsu fróðlegu ítarefni. Borgarleikhúsið þakkar Sigríði annars ágætar ábendingar í grein sinni - sem og öðrum sem hafa lagt orð í belg um þetta mál, Magnúsi Guðmundssyni í leiðara Fréttablaðsins á mánudag og Hlín Agnarsdóttur á Facebooksíðu sinni. Ekki skal dregið úr mikilvægi þess að gagnrýnendur veiti leikhúsunum aðhald með faglegri umfjöllun og frjóum hugmyndum. Það ætti hins vegar ekki að hafa farið fram hjá neinum á undanförnum árum að Borgarleikhúsið leggur sérstakt kapp á að efla íslenska leikritun og gera henni hátt undir höfði með öllum tiltækum ráðum.
Íslensku verkin í Þjóðleikhúsinu Það fylgir því alltaf sérstök gleði og spenna þegar nýtt leikár hefst hjá okkur í Þjóðleikhúsinu. 5. september 2016 13:21
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun