Íslensk leikritun í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Hagalín skrifar 6. september 2016 10:40 Ýmsir hafa tjáð sig undanfarna daga um íslenska leikritun og leikgerðir og vægið þar á milli í verkefnavali stofnanaleikhúsanna þriggja, Borgarleikhússins, Þjóðleikhússins og Leikfélags Akureyrar. Allri málefnalegri umræðu um leikhús ber að fagna og sérstakt fagnaðarefni er þegar umræða um íslenska leikritun og mikilvægi hennar ratar í leiðara blaðanna en Magnús Guðmundsson tók hana upp í leiðara Fréttablaðsins sl. mánudag. Tilefni þessara skrifa er hins vegar yfirlitsgrein Sigríður Jónsdóttur leiklistargagnrýnanda Fréttablaðsins þar sem hún fer yfir komandi leikár en greinina nefnir hún „Gamalt og nýtt. Af leikritum löstum og lofi.“ Í yfirlitinu eru ýmsir góðar punktar. Ekki er þó rétt með allt farið og finnst mér mikilvægt fyrir hönd Borgarleikhússins að benda á það. Hún segir að tilefni sé til þess að hafa „áhyggjur af framtíð íslenskrar leikritunar“ eins og staðan sé í dag, þó að „Borgarleikhúsið hafi staðið sig betur en Þjóðleikhúsið“ en of mikil áhersla sé á leikgerðir að mati Sigríðar. Hún kallar eftir því að leikhúsin kynni "nýja hluti fyrir áhorfendum, ný leikskáld og nýjar nálganir". Ég er henni alveg sammála hvað leikgerðirnar varðar og tel löngu tímabært að dregið sé úr vægi þeirra en hlutur íslenskrar leikritunar á móti aukinn. Þetta höfum við í Borgarleikhúsinu lagt kapp á á undanförnum árum en við erum með leikskáld á launum allt árið, auk þess sem við styðjum við höfunda með ýmsum öðrum hætti, m.a. með því að panta verk og gera tímabundna samninga. Í ár má segja að hlutur íslenskra leikrita sé óvenju stór: Sending eftir Bjarna Jónsson, Elly eftir Ólaf Egil Egilsson og Gísla Örn Garðarsson, samstarfsverkefnin bæði eru ný íslensk leikrit, Extravaganza eftir Sölku Guðmundsdóttur, sem er leikskáld Borgarleikhússins í ár, og heimildaverkið Hún pabbi eftir Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur og Köru Hergils auk barnaleikrits eftir Berg Þór Ingólfsson. Fleiri ný íslensk verk má nefna þó um fleiri en einn höfund sé að ræða, Hannes og Smári eftir Halldóru Geirharðsdóttur, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur og Jón Pál Eyjólfsson, Vísindasýning Villa eftir Vilhelm Anton Jónsson og Vigni Rafn Valþórsson, nýtt sviðsverk með Reykjavíkurdætrum og Fórn sem er samstarfsverkefni með Íslenska dansflokknum eftir nokkra af þekktustu sviðshöfundum landsins. Í raun, ef leikárið okkar í heild er greint, þá er hlutur nýrra íslenskra verka um 50% að undanskildum leikgerðunum en á þessu leikári eru þær aðeins tvær; Blái hnötturinn og Salka Valka. Þá má líka rifja upp að á síðastliðnu leikári efndum við til höfundasmiðju í samstarfi við FLH, Félag leikskálda og handritshöfunda og Listahátíð í Reykjavík þar sem við kynntum til leiks, auk Sigurbjargar Þrastardóttur, þrjá splunkunýja leikritahöfunda en fáir leikhúsrýnar fjölluðu um viðburðinn að undanskildum þeim Silju Björk Huldudóttur á Morgunblaðinu og Maríu Kristjándóttur í Víðsjá. Sigríður nefnir einnig í lok umfjöllunar sinnar um íslenska leikritun að „útgáfumál leikhandrita verði að taka í gegn, sem og leikskrár.“ Borgarleikhúsið í samstarfi við Þorvald Kristinsson tók upp á þeirri nýjung (þ.e. með nýjung á ég við að útgáfa á leikritum hefur legið niðri um árabil) á síðasta ári að gefa út ný íslensk leikrit sem frumsýnd eru í húsinu: Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur og Bláskjár eftir Tyrfing Tyrfingsson voru gefin út í fyrra og von er á fleiri nýjum leikritum á bók í ár. Auk þess hefur verið stofnaður Leikritaklúbbur Borgarleikhússins en allt er þetta liður í því að efla íslenska leikritun og vekja á henni athygli. Ekki er ljóst hvað Sigríður á við með „að taka leikskrár í gegn“ en Borgarleikhúsið leggur mikla áherslu á vandaðar leikskrár með greinum, viðtölum og ýmsu fróðlegu ítarefni. Borgarleikhúsið þakkar Sigríði annars ágætar ábendingar í grein sinni - sem og öðrum sem hafa lagt orð í belg um þetta mál, Magnúsi Guðmundssyni í leiðara Fréttablaðsins á mánudag og Hlín Agnarsdóttur á Facebooksíðu sinni. Ekki skal dregið úr mikilvægi þess að gagnrýnendur veiti leikhúsunum aðhald með faglegri umfjöllun og frjóum hugmyndum. Það ætti hins vegar ekki að hafa farið fram hjá neinum á undanförnum árum að Borgarleikhúsið leggur sérstakt kapp á að efla íslenska leikritun og gera henni hátt undir höfði með öllum tiltækum ráðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikhús Tengdar fréttir Íslensku verkin í Þjóðleikhúsinu Það fylgir því alltaf sérstök gleði og spenna þegar nýtt leikár hefst hjá okkur í Þjóðleikhúsinu. 5. september 2016 13:21 Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ýmsir hafa tjáð sig undanfarna daga um íslenska leikritun og leikgerðir og vægið þar á milli í verkefnavali stofnanaleikhúsanna þriggja, Borgarleikhússins, Þjóðleikhússins og Leikfélags Akureyrar. Allri málefnalegri umræðu um leikhús ber að fagna og sérstakt fagnaðarefni er þegar umræða um íslenska leikritun og mikilvægi hennar ratar í leiðara blaðanna en Magnús Guðmundsson tók hana upp í leiðara Fréttablaðsins sl. mánudag. Tilefni þessara skrifa er hins vegar yfirlitsgrein Sigríður Jónsdóttur leiklistargagnrýnanda Fréttablaðsins þar sem hún fer yfir komandi leikár en greinina nefnir hún „Gamalt og nýtt. Af leikritum löstum og lofi.“ Í yfirlitinu eru ýmsir góðar punktar. Ekki er þó rétt með allt farið og finnst mér mikilvægt fyrir hönd Borgarleikhússins að benda á það. Hún segir að tilefni sé til þess að hafa „áhyggjur af framtíð íslenskrar leikritunar“ eins og staðan sé í dag, þó að „Borgarleikhúsið hafi staðið sig betur en Þjóðleikhúsið“ en of mikil áhersla sé á leikgerðir að mati Sigríðar. Hún kallar eftir því að leikhúsin kynni "nýja hluti fyrir áhorfendum, ný leikskáld og nýjar nálganir". Ég er henni alveg sammála hvað leikgerðirnar varðar og tel löngu tímabært að dregið sé úr vægi þeirra en hlutur íslenskrar leikritunar á móti aukinn. Þetta höfum við í Borgarleikhúsinu lagt kapp á á undanförnum árum en við erum með leikskáld á launum allt árið, auk þess sem við styðjum við höfunda með ýmsum öðrum hætti, m.a. með því að panta verk og gera tímabundna samninga. Í ár má segja að hlutur íslenskra leikrita sé óvenju stór: Sending eftir Bjarna Jónsson, Elly eftir Ólaf Egil Egilsson og Gísla Örn Garðarsson, samstarfsverkefnin bæði eru ný íslensk leikrit, Extravaganza eftir Sölku Guðmundsdóttur, sem er leikskáld Borgarleikhússins í ár, og heimildaverkið Hún pabbi eftir Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur og Köru Hergils auk barnaleikrits eftir Berg Þór Ingólfsson. Fleiri ný íslensk verk má nefna þó um fleiri en einn höfund sé að ræða, Hannes og Smári eftir Halldóru Geirharðsdóttur, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur og Jón Pál Eyjólfsson, Vísindasýning Villa eftir Vilhelm Anton Jónsson og Vigni Rafn Valþórsson, nýtt sviðsverk með Reykjavíkurdætrum og Fórn sem er samstarfsverkefni með Íslenska dansflokknum eftir nokkra af þekktustu sviðshöfundum landsins. Í raun, ef leikárið okkar í heild er greint, þá er hlutur nýrra íslenskra verka um 50% að undanskildum leikgerðunum en á þessu leikári eru þær aðeins tvær; Blái hnötturinn og Salka Valka. Þá má líka rifja upp að á síðastliðnu leikári efndum við til höfundasmiðju í samstarfi við FLH, Félag leikskálda og handritshöfunda og Listahátíð í Reykjavík þar sem við kynntum til leiks, auk Sigurbjargar Þrastardóttur, þrjá splunkunýja leikritahöfunda en fáir leikhúsrýnar fjölluðu um viðburðinn að undanskildum þeim Silju Björk Huldudóttur á Morgunblaðinu og Maríu Kristjándóttur í Víðsjá. Sigríður nefnir einnig í lok umfjöllunar sinnar um íslenska leikritun að „útgáfumál leikhandrita verði að taka í gegn, sem og leikskrár.“ Borgarleikhúsið í samstarfi við Þorvald Kristinsson tók upp á þeirri nýjung (þ.e. með nýjung á ég við að útgáfa á leikritum hefur legið niðri um árabil) á síðasta ári að gefa út ný íslensk leikrit sem frumsýnd eru í húsinu: Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur og Bláskjár eftir Tyrfing Tyrfingsson voru gefin út í fyrra og von er á fleiri nýjum leikritum á bók í ár. Auk þess hefur verið stofnaður Leikritaklúbbur Borgarleikhússins en allt er þetta liður í því að efla íslenska leikritun og vekja á henni athygli. Ekki er ljóst hvað Sigríður á við með „að taka leikskrár í gegn“ en Borgarleikhúsið leggur mikla áherslu á vandaðar leikskrár með greinum, viðtölum og ýmsu fróðlegu ítarefni. Borgarleikhúsið þakkar Sigríði annars ágætar ábendingar í grein sinni - sem og öðrum sem hafa lagt orð í belg um þetta mál, Magnúsi Guðmundssyni í leiðara Fréttablaðsins á mánudag og Hlín Agnarsdóttur á Facebooksíðu sinni. Ekki skal dregið úr mikilvægi þess að gagnrýnendur veiti leikhúsunum aðhald með faglegri umfjöllun og frjóum hugmyndum. Það ætti hins vegar ekki að hafa farið fram hjá neinum á undanförnum árum að Borgarleikhúsið leggur sérstakt kapp á að efla íslenska leikritun og gera henni hátt undir höfði með öllum tiltækum ráðum.
Íslensku verkin í Þjóðleikhúsinu Það fylgir því alltaf sérstök gleði og spenna þegar nýtt leikár hefst hjá okkur í Þjóðleikhúsinu. 5. september 2016 13:21
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun