„Enginn er merkilegri en næsti maður“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. september 2016 12:24 Björk á tónleikum í Brooklyn á seinasta ári. vísir/getty Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir sat fyrir svörum á vefnum Reddit í gær. Tilefnið var nýleg opnun á sýndarveruleikasýningu Bjarkar í Somerset í London og tveir tónleikar hennar í sömu borg nú síðar í september, annars vegar í Royal Albert Hall og hins vegar í Hammersmith Appollo en uppselt er á báða tónleikana. Spurningunum rigndi yfir söngkonuna í gær og svaraði hún mörgum þeirra en náði þó ekki að svara öllum, kannski skiljanlega. Einn notandi á Reddit segir frá því að hann hafi setið við hliðina á Björk, syni hennar Sindra og kærustunni hans á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur. Hann segist hafa verið hissa á að enginn var að „bögga“ söngkonuna. Hann spurði Björk hvort að fólk léti hana almennt í friði þegar hún er á Íslandi og væri ekki eins mikið að biðja hann um sjálfsmyndir og eiginhandaáritanir eins og þegar hún er erlendis. Björk þakkaði honum fyrir að hafa látið sig í friði á veitingastaðnum. Hún útskýrði síðan að hér á landi væri fólk ekki sett í sérstaka virðingarröð eftir því hver á í hlut: „Enginn er merkilegri en næsti maður svo að þess vegna eru eiginhandaráritanir pínu kjánalegar. Hérna snýst þetta um sjálfsvirðingu, ef þú vilt eiginhandaráritun skaltu búa hana til sjálfur lol.“ Þá var Björk einnig spurð að því í hvað hún sæki innblástur fyrir tónlistarsköpun sína. Hún sagðist telja að sköpun búi í okkur öllum en eðli sköpunarinnar væri dálítið prakkaralegt og það væri stundum erfitt að henda reiður á henni. „Kannski er galdurinn að þvinga ekki neitt fram og setja það upp við einhvern vegg og vilja hafa það á sérstökum stað. Maður ætti miklu frekar að þefa sköpunina uppi og finna hvert hún hefur farið í þetta skiptið. Kannski er hún í sósuuppskriftum, leikritum, pappamassagerð með litla frænda, í nýjum gönguleiðum eða einfaldlega í því að reyna að fatta húmor einhvers í fjölskyldunni,“ sagði Björk. Tónlistarkonan var einnig spurð að því hvort hún trúi á líf eftir dauðann. Svaraði hún játandi og sagðist ætla að elda þar.Þráðinn á Reddit má sjá í heild sinni hér.Uppfært klukkan 14:08: Fyrirsögn fréttarinnar var breytt sem og tilvitnun í Björk vegna villu í þýðingu. Björk Mest lesið Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Menning Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir sat fyrir svörum á vefnum Reddit í gær. Tilefnið var nýleg opnun á sýndarveruleikasýningu Bjarkar í Somerset í London og tveir tónleikar hennar í sömu borg nú síðar í september, annars vegar í Royal Albert Hall og hins vegar í Hammersmith Appollo en uppselt er á báða tónleikana. Spurningunum rigndi yfir söngkonuna í gær og svaraði hún mörgum þeirra en náði þó ekki að svara öllum, kannski skiljanlega. Einn notandi á Reddit segir frá því að hann hafi setið við hliðina á Björk, syni hennar Sindra og kærustunni hans á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur. Hann segist hafa verið hissa á að enginn var að „bögga“ söngkonuna. Hann spurði Björk hvort að fólk léti hana almennt í friði þegar hún er á Íslandi og væri ekki eins mikið að biðja hann um sjálfsmyndir og eiginhandaáritanir eins og þegar hún er erlendis. Björk þakkaði honum fyrir að hafa látið sig í friði á veitingastaðnum. Hún útskýrði síðan að hér á landi væri fólk ekki sett í sérstaka virðingarröð eftir því hver á í hlut: „Enginn er merkilegri en næsti maður svo að þess vegna eru eiginhandaráritanir pínu kjánalegar. Hérna snýst þetta um sjálfsvirðingu, ef þú vilt eiginhandaráritun skaltu búa hana til sjálfur lol.“ Þá var Björk einnig spurð að því í hvað hún sæki innblástur fyrir tónlistarsköpun sína. Hún sagðist telja að sköpun búi í okkur öllum en eðli sköpunarinnar væri dálítið prakkaralegt og það væri stundum erfitt að henda reiður á henni. „Kannski er galdurinn að þvinga ekki neitt fram og setja það upp við einhvern vegg og vilja hafa það á sérstökum stað. Maður ætti miklu frekar að þefa sköpunina uppi og finna hvert hún hefur farið í þetta skiptið. Kannski er hún í sósuuppskriftum, leikritum, pappamassagerð með litla frænda, í nýjum gönguleiðum eða einfaldlega í því að reyna að fatta húmor einhvers í fjölskyldunni,“ sagði Björk. Tónlistarkonan var einnig spurð að því hvort hún trúi á líf eftir dauðann. Svaraði hún játandi og sagðist ætla að elda þar.Þráðinn á Reddit má sjá í heild sinni hér.Uppfært klukkan 14:08: Fyrirsögn fréttarinnar var breytt sem og tilvitnun í Björk vegna villu í þýðingu.
Björk Mest lesið Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Menning Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira