Fyrstu tónleikagestirnir mættir: „Búnar að bíða eftir honum í níu ár“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 8. september 2016 09:02 Þórey og Ragnheiður ætla að bíða í fjórtán klukkustundir eftir átrúnaðargoði sínu. Þær ætla líka að gera það á morgun. vísir/guðjón guðmundsson Fyrstu gestirnir á tónleika Justins Bieber, sem haldnir verða í kvöld, eru mættir í Kórinn í Kópavogi. Það eru þær Ragnheiður Gunnarsdóttir og Þórey Gréta Sigþórsdóttir, sem segjast vart ráða sér fyrir spenningi. „Við mættum hingað klukkan sjö og ætlum að vera hér í allan dag. Við ætlum líka að mæta klukkan sjö í fyrramálið. Við ætlum að vera fremstar, erum alveg búnar að plana þetta,“ segir Ragnheiður í samtali við Vísi. Aðspurð segir hún þær stöllur vel búnar, í tvennum buxum og þykkri úlpu. „Og Justin Bieber bol,“ segir hún. Ragnheiður og Þórey eru sextán ára og fengu þær báðar, með leyfi foreldra, frí í skólanum í dag. Ragnheiður er í Tækniskólanum og Þórey nemur í Noregi.vísir/guðjón guðmundssonEruð þið miklir aðdáendur? „Ó já. Við erum búnar að bíða eftir honum í níu ár. Alveg síðan hann byrjaði bara,“ segir Ragnheiður.En var ekkert erfitt að vakna í morgun? „Jú svolítið. En maður gerir allt fyrir Justin,“ segir hún. Þó verði líklega erfiðara að vakna í fyrramálið þar sem tónleikarnir standi fram á kvöld. Aðspurð segir Ragnheiður þær vinkonur lítið stressaðar fyrir deginum, en þær þurfa að bíða í tæpar fjórtán klukkustundir eftir að fá að sjá átrúnaðargoð sitt, sem stígur á svið í Kórnum klukkan 20.30. „Nei, við vorum smá stressaðar í morgun, en ekki lengur.“Lokaspurning. Hvert er uppáhalds Justin Bieber-lagið þitt? „Úff. Þetta er erfið spurning. Ætli ég segi ekki Boyfriend,“ svarar Ragnheiður, glöð í bragði.Ella María hafði bæst í hópinn þegar ljósmyndara bar að garði um klukkan níu.vísir/vilhelm Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Hvað þarf að hafa í huga fyrir Bieber-tónleikana? Það er að ýmsu að huga enda verður afar fjölmennt á tónleikunum. 7. september 2016 15:45 Hápunktarnir við komu Justin Bieber til landsins Fjögurra mínútna myndband sem sýnir allt það helsta sem gekk á þegar mesta poppstjarna vorra tíma steig á íslenska störð. 7. september 2016 14:30 Röðin á Dunkin Donuts: „Ég kom í útifötunum og með útilegustól en ég þurfti svo ekkert að nota þetta“ Afar fámennt var í röðinni við Dunkin' Donuts í Kringlunni í morgun en búið var að lofa fyrstu 20 viðskiptavinunum ársbirgðum af kleinuhringjum. 13. nóvember 2015 09:20 Justin Bieber mættur: Aðdáendur mættu á Reykjavíkurflugvöll til að berja goðið augum Fjöldi fólks er nú staddur á Reykjavíkurflugvelli þar sem einkaþota lenti í hádeginu en talið er að kanadíska poppgoðið Justin Bieber sé í vélinni. Bieber heldur tvenna tónleika hér á landi í vikunni, á morgun og föstudagskvöld, í Kórnum í Kópavogi. 7. september 2016 12:32 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira
Fyrstu gestirnir á tónleika Justins Bieber, sem haldnir verða í kvöld, eru mættir í Kórinn í Kópavogi. Það eru þær Ragnheiður Gunnarsdóttir og Þórey Gréta Sigþórsdóttir, sem segjast vart ráða sér fyrir spenningi. „Við mættum hingað klukkan sjö og ætlum að vera hér í allan dag. Við ætlum líka að mæta klukkan sjö í fyrramálið. Við ætlum að vera fremstar, erum alveg búnar að plana þetta,“ segir Ragnheiður í samtali við Vísi. Aðspurð segir hún þær stöllur vel búnar, í tvennum buxum og þykkri úlpu. „Og Justin Bieber bol,“ segir hún. Ragnheiður og Þórey eru sextán ára og fengu þær báðar, með leyfi foreldra, frí í skólanum í dag. Ragnheiður er í Tækniskólanum og Þórey nemur í Noregi.vísir/guðjón guðmundssonEruð þið miklir aðdáendur? „Ó já. Við erum búnar að bíða eftir honum í níu ár. Alveg síðan hann byrjaði bara,“ segir Ragnheiður.En var ekkert erfitt að vakna í morgun? „Jú svolítið. En maður gerir allt fyrir Justin,“ segir hún. Þó verði líklega erfiðara að vakna í fyrramálið þar sem tónleikarnir standi fram á kvöld. Aðspurð segir Ragnheiður þær vinkonur lítið stressaðar fyrir deginum, en þær þurfa að bíða í tæpar fjórtán klukkustundir eftir að fá að sjá átrúnaðargoð sitt, sem stígur á svið í Kórnum klukkan 20.30. „Nei, við vorum smá stressaðar í morgun, en ekki lengur.“Lokaspurning. Hvert er uppáhalds Justin Bieber-lagið þitt? „Úff. Þetta er erfið spurning. Ætli ég segi ekki Boyfriend,“ svarar Ragnheiður, glöð í bragði.Ella María hafði bæst í hópinn þegar ljósmyndara bar að garði um klukkan níu.vísir/vilhelm
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Hvað þarf að hafa í huga fyrir Bieber-tónleikana? Það er að ýmsu að huga enda verður afar fjölmennt á tónleikunum. 7. september 2016 15:45 Hápunktarnir við komu Justin Bieber til landsins Fjögurra mínútna myndband sem sýnir allt það helsta sem gekk á þegar mesta poppstjarna vorra tíma steig á íslenska störð. 7. september 2016 14:30 Röðin á Dunkin Donuts: „Ég kom í útifötunum og með útilegustól en ég þurfti svo ekkert að nota þetta“ Afar fámennt var í röðinni við Dunkin' Donuts í Kringlunni í morgun en búið var að lofa fyrstu 20 viðskiptavinunum ársbirgðum af kleinuhringjum. 13. nóvember 2015 09:20 Justin Bieber mættur: Aðdáendur mættu á Reykjavíkurflugvöll til að berja goðið augum Fjöldi fólks er nú staddur á Reykjavíkurflugvelli þar sem einkaþota lenti í hádeginu en talið er að kanadíska poppgoðið Justin Bieber sé í vélinni. Bieber heldur tvenna tónleika hér á landi í vikunni, á morgun og föstudagskvöld, í Kórnum í Kópavogi. 7. september 2016 12:32 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira
Hvað þarf að hafa í huga fyrir Bieber-tónleikana? Það er að ýmsu að huga enda verður afar fjölmennt á tónleikunum. 7. september 2016 15:45
Hápunktarnir við komu Justin Bieber til landsins Fjögurra mínútna myndband sem sýnir allt það helsta sem gekk á þegar mesta poppstjarna vorra tíma steig á íslenska störð. 7. september 2016 14:30
Röðin á Dunkin Donuts: „Ég kom í útifötunum og með útilegustól en ég þurfti svo ekkert að nota þetta“ Afar fámennt var í röðinni við Dunkin' Donuts í Kringlunni í morgun en búið var að lofa fyrstu 20 viðskiptavinunum ársbirgðum af kleinuhringjum. 13. nóvember 2015 09:20
Justin Bieber mættur: Aðdáendur mættu á Reykjavíkurflugvöll til að berja goðið augum Fjöldi fólks er nú staddur á Reykjavíkurflugvelli þar sem einkaþota lenti í hádeginu en talið er að kanadíska poppgoðið Justin Bieber sé í vélinni. Bieber heldur tvenna tónleika hér á landi í vikunni, á morgun og föstudagskvöld, í Kórnum í Kópavogi. 7. september 2016 12:32