Telja Bieber hafa verið að „mæma“ Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2016 22:44 Justin Bieber spurði tónleikagesti hvort þeir væru ekki örugglega búnir að kaupa varning merktan sér undir lok tónleikanna í kvöld. Fjölmargir svöruðu kalli kappans og flögguðu bolum sínum og derhúfum. Vísir/Hanna Sumir tónleikagestir Justin Bieber í Kórnum í kvöld eru sannfærðir um að söngvarinn hafi þóst syngja í sumum laganna sem spiluð voru í kvöld. Veltu sumir upp hvort kveikt væri á hljóðnemanum um tíma en aðrir kunnu vel að meta sjónarspilið í Kórnum óháð því hvort Bieber hefði þóst syngja inn á milli. Tónleikarnir voru þeir fyrstu á Evróputúr kanadísku poppstjörnunnar en hann mun endurtaka tónleikana í Kórnum annað kvöld. Bieber tók 20 lög á tónleikunum og stóðu þeir yfir í um einn og hálfan klukkutíma. Hann ræddi við tónleikagesti og fór um víðan völl. Kom hann bæði inn á kristna trú sína og minnti fólk á að kaupa varning merktan sér. Tónleikagestir voru á öllum aldri þótt stúlkur á táningsaldri hafi verið mest áberandi og fjölmennasti hópurinn. Lagalisti Bieber í kvöld var svo til sá sami og á Purpose-tónleikaferðalaginu sem má sjá hér að neðan.Sjá einnig: Sjáðu lagalista Justin Bieber á Purpose tónleikaferðalaginu Hann hélt einnig á tónleika V tónleikahátíðinni í Chelmsford á Englandi í síðasta mánuði þar sem hann var sömuleiðis sakaður um að þykjast syngja.Sumir veltu fyrir sér hvort kveikt væri á hljóðnema kappans. Kveikið á mæknum #Bieber— Guðmundur Marinó (@GummiMarino) September 8, 2016 Eygló veltir fyrir sér hvað það er að 'mæma“. Þarf maður ekki amk að þykjast vera að syngja ef maður ætlar að mæma #jbiceland— Eygló Scheving (@EygloScheving) September 8, 2016 Sigurður Atli var ánægður með sjónarspilið. Ofmetið hype og hann virtist lipsyncha rúmlega helming. Flott show samt #sorry #jbiceland— Sigurður Atli (@5igurduratli) September 8, 2016 Yngvi Eysteinsson er greinilega Spotify notandi. NB: 2 lög búin. JB er dansari og mæmari. Þetta er eins og Spotify heima+MTV-15 ár. #jbiceland— Yngvi Eysteinsson (@yngvieysteins) September 8, 2016 Sumir ræða um miðaverðið. @bjarkinn æi greyið..áttiru ekki fyrir miðanum...— Birgir Gudjonsson (@JollyVillain) September 8, 2016 Gerður Þóra sér kosti og galla við kvöldið í Kórnum. JB lyftir mæknum þegar hann nennir. Dans, svið og hljómsveit geggjuð samt. #Bieber— Gerður Þóra Björnsd. (@Gerdurthora) September 8, 2016 Guðjón Jónsson ætlar á Bieber annað kvöld. Látið ekki svona. Hann er bara að spara röddina fyrir aðaltónleikana. #jbiceland— Gudjon Jonsson (@gauiis) September 8, 2016 Hörður Ágústsson ætlar á tónleikana annað kvöld og er áhyggjufullur. Trúi ekki að Bieber sé að mæma #BieberGate #jbiceland— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) September 8, 2016 Dóttir Röggu fékk Pepsi og sykurmola eftir ofþornun. Dóttir mín endaði í sjúkratjaldinu... Ofþornuð og máttlaus! Fékk pepsí og sykurmola! Er orðin hress! #jbiceland #pepsi #bieber— Ragga (@Ragga0) September 8, 2016 Kristján Helgi skellti sér með syni sínum í Kórinn. Átta ára sonur minn skemmti sér vel á Justin Bieber, sjálfur hafði ég gaman að nokkrum lögum en sándið og mæmið skemmti smá... #jbiceland— Kristján Helgi (@kristjanhelgi) September 8, 2016 Salka Sól skaut á Bieber fyrir að hafa gleymt gítargripum og líkti honum við Árna Johnsen. Árna Johnsen trikkið að byrja að klappa því hann kann ekki gripin, en ég fyrirgef þer samt #loveyourself #jbiceland— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) September 8, 2016 Hún var þó augljóslega mjög ánægð með tónleikana. Þetta er ótrúlegt, þvílíkir hæfileikar sem rúmast í þessum manni. Ég er heilluð og langt leiddur Bieber aðdáandi eftir þetta #jbiceland— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) September 8, 2016 Aðalsteinn í Morgunútvarpinu hafði sína skoðuna á Bieber í kvöld. #jbiceland reyndi ekki að fela mæmið, ruglaðist þegar hann reyndi að spila á gítar og með trénaðar hreyfingar þegar hann ætlaði að dansa.— Aðalsteinn (@adalsteinnk) September 8, 2016 Inga keypti varning merktan Bieber og var afar sátt. Þessi Justin Bieber bolur sem ég keypti á 4500 kr var worth every króna. Ég sé ekki eftir neinu. #jbiceland pic.twitter.com/pXcHXsf2H8— Inga Sara (@ingasara92) September 8, 2016 Fjölmargir aðrir deildu upplifun sinni með landsmönnum á Twitter eins og sjá má að neðan. #jbiceland Tweets Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Bros á hverju andliti í Kórnum Ungir sem aldnir eru að upplifa kvöld sem verður vafalítið eftirminnilegt. 8. september 2016 21:20 19 þúsund manns sungu Love Yourself með Justin Bieber Aðdáendur Justin Bieber tóku mjög vel undir þegar poppstjarnan söng slagara sinn Love Yourself í Kórnum í kvöld. 8. september 2016 21:37 Hversu vel þekkir þú Bieber? Vísir útbjó próf til að kanna Bieber þekkingu Íslendinga. 8. september 2016 11:02 Bieber fetaði í fótspor nafna síns: „What´s up Reykjavik“ Það ætlaði um koll að keyra þegar Justin Bieber hóf tónleika sína í Kórnum í Kópavogi í kvöld. 8. september 2016 21:25 Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira
Sumir tónleikagestir Justin Bieber í Kórnum í kvöld eru sannfærðir um að söngvarinn hafi þóst syngja í sumum laganna sem spiluð voru í kvöld. Veltu sumir upp hvort kveikt væri á hljóðnemanum um tíma en aðrir kunnu vel að meta sjónarspilið í Kórnum óháð því hvort Bieber hefði þóst syngja inn á milli. Tónleikarnir voru þeir fyrstu á Evróputúr kanadísku poppstjörnunnar en hann mun endurtaka tónleikana í Kórnum annað kvöld. Bieber tók 20 lög á tónleikunum og stóðu þeir yfir í um einn og hálfan klukkutíma. Hann ræddi við tónleikagesti og fór um víðan völl. Kom hann bæði inn á kristna trú sína og minnti fólk á að kaupa varning merktan sér. Tónleikagestir voru á öllum aldri þótt stúlkur á táningsaldri hafi verið mest áberandi og fjölmennasti hópurinn. Lagalisti Bieber í kvöld var svo til sá sami og á Purpose-tónleikaferðalaginu sem má sjá hér að neðan.Sjá einnig: Sjáðu lagalista Justin Bieber á Purpose tónleikaferðalaginu Hann hélt einnig á tónleika V tónleikahátíðinni í Chelmsford á Englandi í síðasta mánuði þar sem hann var sömuleiðis sakaður um að þykjast syngja.Sumir veltu fyrir sér hvort kveikt væri á hljóðnema kappans. Kveikið á mæknum #Bieber— Guðmundur Marinó (@GummiMarino) September 8, 2016 Eygló veltir fyrir sér hvað það er að 'mæma“. Þarf maður ekki amk að þykjast vera að syngja ef maður ætlar að mæma #jbiceland— Eygló Scheving (@EygloScheving) September 8, 2016 Sigurður Atli var ánægður með sjónarspilið. Ofmetið hype og hann virtist lipsyncha rúmlega helming. Flott show samt #sorry #jbiceland— Sigurður Atli (@5igurduratli) September 8, 2016 Yngvi Eysteinsson er greinilega Spotify notandi. NB: 2 lög búin. JB er dansari og mæmari. Þetta er eins og Spotify heima+MTV-15 ár. #jbiceland— Yngvi Eysteinsson (@yngvieysteins) September 8, 2016 Sumir ræða um miðaverðið. @bjarkinn æi greyið..áttiru ekki fyrir miðanum...— Birgir Gudjonsson (@JollyVillain) September 8, 2016 Gerður Þóra sér kosti og galla við kvöldið í Kórnum. JB lyftir mæknum þegar hann nennir. Dans, svið og hljómsveit geggjuð samt. #Bieber— Gerður Þóra Björnsd. (@Gerdurthora) September 8, 2016 Guðjón Jónsson ætlar á Bieber annað kvöld. Látið ekki svona. Hann er bara að spara röddina fyrir aðaltónleikana. #jbiceland— Gudjon Jonsson (@gauiis) September 8, 2016 Hörður Ágústsson ætlar á tónleikana annað kvöld og er áhyggjufullur. Trúi ekki að Bieber sé að mæma #BieberGate #jbiceland— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) September 8, 2016 Dóttir Röggu fékk Pepsi og sykurmola eftir ofþornun. Dóttir mín endaði í sjúkratjaldinu... Ofþornuð og máttlaus! Fékk pepsí og sykurmola! Er orðin hress! #jbiceland #pepsi #bieber— Ragga (@Ragga0) September 8, 2016 Kristján Helgi skellti sér með syni sínum í Kórinn. Átta ára sonur minn skemmti sér vel á Justin Bieber, sjálfur hafði ég gaman að nokkrum lögum en sándið og mæmið skemmti smá... #jbiceland— Kristján Helgi (@kristjanhelgi) September 8, 2016 Salka Sól skaut á Bieber fyrir að hafa gleymt gítargripum og líkti honum við Árna Johnsen. Árna Johnsen trikkið að byrja að klappa því hann kann ekki gripin, en ég fyrirgef þer samt #loveyourself #jbiceland— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) September 8, 2016 Hún var þó augljóslega mjög ánægð með tónleikana. Þetta er ótrúlegt, þvílíkir hæfileikar sem rúmast í þessum manni. Ég er heilluð og langt leiddur Bieber aðdáandi eftir þetta #jbiceland— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) September 8, 2016 Aðalsteinn í Morgunútvarpinu hafði sína skoðuna á Bieber í kvöld. #jbiceland reyndi ekki að fela mæmið, ruglaðist þegar hann reyndi að spila á gítar og með trénaðar hreyfingar þegar hann ætlaði að dansa.— Aðalsteinn (@adalsteinnk) September 8, 2016 Inga keypti varning merktan Bieber og var afar sátt. Þessi Justin Bieber bolur sem ég keypti á 4500 kr var worth every króna. Ég sé ekki eftir neinu. #jbiceland pic.twitter.com/pXcHXsf2H8— Inga Sara (@ingasara92) September 8, 2016 Fjölmargir aðrir deildu upplifun sinni með landsmönnum á Twitter eins og sjá má að neðan. #jbiceland Tweets
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Bros á hverju andliti í Kórnum Ungir sem aldnir eru að upplifa kvöld sem verður vafalítið eftirminnilegt. 8. september 2016 21:20 19 þúsund manns sungu Love Yourself með Justin Bieber Aðdáendur Justin Bieber tóku mjög vel undir þegar poppstjarnan söng slagara sinn Love Yourself í Kórnum í kvöld. 8. september 2016 21:37 Hversu vel þekkir þú Bieber? Vísir útbjó próf til að kanna Bieber þekkingu Íslendinga. 8. september 2016 11:02 Bieber fetaði í fótspor nafna síns: „What´s up Reykjavik“ Það ætlaði um koll að keyra þegar Justin Bieber hóf tónleika sína í Kórnum í Kópavogi í kvöld. 8. september 2016 21:25 Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira
Bros á hverju andliti í Kórnum Ungir sem aldnir eru að upplifa kvöld sem verður vafalítið eftirminnilegt. 8. september 2016 21:20
19 þúsund manns sungu Love Yourself með Justin Bieber Aðdáendur Justin Bieber tóku mjög vel undir þegar poppstjarnan söng slagara sinn Love Yourself í Kórnum í kvöld. 8. september 2016 21:37
Hversu vel þekkir þú Bieber? Vísir útbjó próf til að kanna Bieber þekkingu Íslendinga. 8. september 2016 11:02
Bieber fetaði í fótspor nafna síns: „What´s up Reykjavik“ Það ætlaði um koll að keyra þegar Justin Bieber hóf tónleika sína í Kórnum í Kópavogi í kvöld. 8. september 2016 21:25