Með lokuð augu Hildur Björnsdóttir skrifar 26. ágúst 2016 07:00 Nú er tæpt ár liðið frá því lífvana líkami hins þriggja ára Aylan Kurdi, maraði í hálfu kafi á sólarströnd. Mynd sem skildi engan eftir ósnortinn og vakti hvert mannsbarn til vitundar um veruleika sýrlenskra flóttabarna. Íslendingar vildu hjálpa – kröfðust þess að hjálpa – og vakti sú viljuga hjálparhönd verðskuldaða athygli víða um heim. En nú er tæpt ár liðið. Önnur mál hafa komist í deigluna og hjálparhöndin var aldrei að fullu veitt. Lífið hélt áfram. Augunum var lokað. „Living is easy with eyes closed,“ sungu Bítlarnir. Réttilega. Því stríðinu lauk aldrei. Hörmungunum lauk aldrei. Enn drukknuðu börn á flóttanum. Enn létust börn í loftárásum sem ekki höfðu tækifæri til að flýja. Og við lokuðum augunum. Agnúuðumst yfir eigin lúxusvandamálum. Fordekruð misstum við svefn yfir smámunum. Umræðan hertekin af málum sem engu skipta. Ekki í stóra samhenginu. En svo fengum við áminningu. Alblóðugt andlit hins kornunga Omran. Hann lifði af loftárásir í Aleppo – en fjöldi annarra barna átti enga von. Þeirra eina von um frið var dvöl handan móðunnar. Við megum ekki loka augunum. Ekki meðan stríðið heldur áfram. Ekki meðan börnin falla enn. Við höfum brugðist og við höldum áfram að bregðast. Við viljum hjálpa en erum máttlaus gagnvart stjórnvöldum sem gera ekki nóg. Við erum auðug þjóð af öllum helstu lífsgæðum – en hvers virði eru auðævin ef við getum ekki hjálpað? Lokum ekki augunum. Við getum gert meira. Við verðum að gera meira. Miklu meira.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun
Nú er tæpt ár liðið frá því lífvana líkami hins þriggja ára Aylan Kurdi, maraði í hálfu kafi á sólarströnd. Mynd sem skildi engan eftir ósnortinn og vakti hvert mannsbarn til vitundar um veruleika sýrlenskra flóttabarna. Íslendingar vildu hjálpa – kröfðust þess að hjálpa – og vakti sú viljuga hjálparhönd verðskuldaða athygli víða um heim. En nú er tæpt ár liðið. Önnur mál hafa komist í deigluna og hjálparhöndin var aldrei að fullu veitt. Lífið hélt áfram. Augunum var lokað. „Living is easy with eyes closed,“ sungu Bítlarnir. Réttilega. Því stríðinu lauk aldrei. Hörmungunum lauk aldrei. Enn drukknuðu börn á flóttanum. Enn létust börn í loftárásum sem ekki höfðu tækifæri til að flýja. Og við lokuðum augunum. Agnúuðumst yfir eigin lúxusvandamálum. Fordekruð misstum við svefn yfir smámunum. Umræðan hertekin af málum sem engu skipta. Ekki í stóra samhenginu. En svo fengum við áminningu. Alblóðugt andlit hins kornunga Omran. Hann lifði af loftárásir í Aleppo – en fjöldi annarra barna átti enga von. Þeirra eina von um frið var dvöl handan móðunnar. Við megum ekki loka augunum. Ekki meðan stríðið heldur áfram. Ekki meðan börnin falla enn. Við höfum brugðist og við höldum áfram að bregðast. Við viljum hjálpa en erum máttlaus gagnvart stjórnvöldum sem gera ekki nóg. Við erum auðug þjóð af öllum helstu lífsgæðum – en hvers virði eru auðævin ef við getum ekki hjálpað? Lokum ekki augunum. Við getum gert meira. Við verðum að gera meira. Miklu meira.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun