Hamilton færður aftur um 30 sæti í ræsingu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. ágúst 2016 17:30 Lewis Hamilton. Vísir/Getty Lewis Hamilton fékk í dag þunga refsingu fyrir kappakstur helgarinnar í Formúlu 1 en hann fer fram á Spa-brautinni í Belgíu. Hamilton neyddist til að gera breytingar á vél sinni eftir að hafa lent í vandræðum á æfingum í dag. Fyrir það fékk hann refsingu og þarf að ræsa 30 sætum aftar í keppninni á sunnudag. Hann segir að markmiðið sé enn að vinna keppnina en að það verði mjög erfitt. „Bilið á milli bílanna hefur minnkað. Red Bull-bílarnir hafa verið mjög fljótir í sumum keppnanna sem og Ferrari. Það verður erfitt að komast í gegnum pakkann en ég mun gera allt sem ég get,“ sagði Hamilton. „Þetta snýst um að lágmarka skaðann sem hlýst af refsingunni. Þetta er liðsíþrótt og höfum við lært mikið af þessu. Vonandi kemur þetta ekki fyrir aftur.“ Hamilton er sem stendur með nítján stiga forystu í keppninni um meistaratitilinn en Nico Rosberg, liðsfélagi hans hjá Mercedes, kemur næstur á eftir honum. Red Bull náði góðum árangri á seinni æfingunni í dag en Max Verstappen náði besta tímanum og liðsfélagi hans, Daniel Ricciardo, var næstur. Mercedes var í vandræðum á æfingunni en Rosberg náði sjötta besta tímanum og Hamilton þrettándu. Formúla Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Lewis Hamilton fékk í dag þunga refsingu fyrir kappakstur helgarinnar í Formúlu 1 en hann fer fram á Spa-brautinni í Belgíu. Hamilton neyddist til að gera breytingar á vél sinni eftir að hafa lent í vandræðum á æfingum í dag. Fyrir það fékk hann refsingu og þarf að ræsa 30 sætum aftar í keppninni á sunnudag. Hann segir að markmiðið sé enn að vinna keppnina en að það verði mjög erfitt. „Bilið á milli bílanna hefur minnkað. Red Bull-bílarnir hafa verið mjög fljótir í sumum keppnanna sem og Ferrari. Það verður erfitt að komast í gegnum pakkann en ég mun gera allt sem ég get,“ sagði Hamilton. „Þetta snýst um að lágmarka skaðann sem hlýst af refsingunni. Þetta er liðsíþrótt og höfum við lært mikið af þessu. Vonandi kemur þetta ekki fyrir aftur.“ Hamilton er sem stendur með nítján stiga forystu í keppninni um meistaratitilinn en Nico Rosberg, liðsfélagi hans hjá Mercedes, kemur næstur á eftir honum. Red Bull náði góðum árangri á seinni æfingunni í dag en Max Verstappen náði besta tímanum og liðsfélagi hans, Daniel Ricciardo, var næstur. Mercedes var í vandræðum á æfingunni en Rosberg náði sjötta besta tímanum og Hamilton þrettándu.
Formúla Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira