Skólastjórar funda vegna sundferða dæmds barnaníðings nadine guðrún yaghi skrifar 29. ágúst 2016 07:00 Foreldrar barna í Kópavogi voru ósáttir við að börn þeirra þurfi hugsanlega að vera í sundi á sama tíma og dæmdur barnaníðingur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Fjórir skólastjórar í grunnskólum í Kópavogi hafa fundað með forstöðumanni Salalaugar vegna óánægju foreldra með að börn þeirra þurfi hugsanlega að vera í skólasundi á sama tíma og dæmdur barnaníðingur. Sigurður Ingi Þórðarson, sem stundum hefur verið kallaður Siggi hakkari, var í fyrra dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn níu drengjum. Hann hefur undanfarið sést í Salalauginni en hann gengur nú laus með ökklaband. Hann hefur aðeins afplánað um þriðjung af dómi sínum. „Um leið og ég vissi af þessu fór ég strax að kanna málið og óskaði þá eftir fundi. Við urðum strax öll sammála um að hittast og fara yfir það hvað við getum gert til að tryggja öryggi barnanna,“ segir Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla, en hann átti fyrst fund með bæjaryfirvöldum og forstöðumanni laugarinnar á miðvikudaginn. Degi síðar funduðu skólastjórar hinna þriggja skólanna með Hafsteini. Á fundunum var ákveðið að fylgst yrði með öllum hópum í skólasundi en ekki aðeins þeim yngstu eins og verið hefur. Þá mun fylgdarmaður fara út með börnunum í baðklefa. Auk þess var ákveðið að herða gæslu í sundlauginni. „Við erum að bæta við starfsmönnum og þannig verða fleiri að fylgjast með. Það verða fleiri starfsmenn á okkar vegum og þá er sundlaugin líka að herða gæsluna hjá sér,“ segir Hafsteinn og bætir við að það sama muni gilda um hina skólana. Mál Sigga hakkara Kópavogur Sundlaugar Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Foreldrar í Salahverfi áhyggjufullir vegna sundferða dæmds kynferðisbrotamanns Sigurður Ingi Þórðarson hefur sést í Versalalaug þar sem börn í Salaskóla sækja skólasund. 24. ágúst 2016 14:04 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
Fjórir skólastjórar í grunnskólum í Kópavogi hafa fundað með forstöðumanni Salalaugar vegna óánægju foreldra með að börn þeirra þurfi hugsanlega að vera í skólasundi á sama tíma og dæmdur barnaníðingur. Sigurður Ingi Þórðarson, sem stundum hefur verið kallaður Siggi hakkari, var í fyrra dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn níu drengjum. Hann hefur undanfarið sést í Salalauginni en hann gengur nú laus með ökklaband. Hann hefur aðeins afplánað um þriðjung af dómi sínum. „Um leið og ég vissi af þessu fór ég strax að kanna málið og óskaði þá eftir fundi. Við urðum strax öll sammála um að hittast og fara yfir það hvað við getum gert til að tryggja öryggi barnanna,“ segir Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla, en hann átti fyrst fund með bæjaryfirvöldum og forstöðumanni laugarinnar á miðvikudaginn. Degi síðar funduðu skólastjórar hinna þriggja skólanna með Hafsteini. Á fundunum var ákveðið að fylgst yrði með öllum hópum í skólasundi en ekki aðeins þeim yngstu eins og verið hefur. Þá mun fylgdarmaður fara út með börnunum í baðklefa. Auk þess var ákveðið að herða gæslu í sundlauginni. „Við erum að bæta við starfsmönnum og þannig verða fleiri að fylgjast með. Það verða fleiri starfsmenn á okkar vegum og þá er sundlaugin líka að herða gæsluna hjá sér,“ segir Hafsteinn og bætir við að það sama muni gilda um hina skólana.
Mál Sigga hakkara Kópavogur Sundlaugar Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Foreldrar í Salahverfi áhyggjufullir vegna sundferða dæmds kynferðisbrotamanns Sigurður Ingi Þórðarson hefur sést í Versalalaug þar sem börn í Salaskóla sækja skólasund. 24. ágúst 2016 14:04 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
Foreldrar í Salahverfi áhyggjufullir vegna sundferða dæmds kynferðisbrotamanns Sigurður Ingi Þórðarson hefur sést í Versalalaug þar sem börn í Salaskóla sækja skólasund. 24. ágúst 2016 14:04