Tromp teflonhúðaða stjórnmálamannsins Ásta Guðrún Helgadóttir skrifar 10. ágúst 2016 06:00 Það eru hátt í 50 mál sem bíða afgreiðslu í þinginu á næsta haustþingi. Sum eru smávægileg og sátt ríkir um þau, önnur eru EES-innleiðingar sem við höfum ekki mikið um að segja á þessu stigi. Enn önnur eru kerfisbreytingar af þeirri stærðargráðu sem eitt stutt haustþing hefur varla umboð til þess að trukka í gegn. Ég held að flestir muni vel af hverju það var boðað til kosninga í haust, þegar boðað var til stjórnarskipta nú í vor á einum einkennilegasta blaðamannafundi sem Ísland hefur upplifað. Óreiðan einkenndi þessi stjórnarskipti – svo mikið er víst, og ekki nema von. Nú er formaður Framsóknarflokksins að draga í land með þetta – skilur ekkert í því af hverju Sjálfstæðisflokkurinn vilji boða til kosninga í haust. Eflaust skilur hann heldur ekki af hverju hans eigin samflokksmaður og núverandi forsætisráðherra hefur hug á að boða til kosninga í haust – sem hefur svo oft verið lofað og boðað og rætt. Það sjá líka allir hvaða tromp stjórnin ætlar að draga fram úr erminni: Við þurfum að koma mikilvægum málum í gegn. Mikilvægu málin eru allt milli himins og jarðar – endurskoðun á námslánakerfinu og almannatryggingakerfinu, búvörulög og breytingar á dómstólum. Dagarnir sem við erum með til þess að fjalla um þessi fimmtíu mál eru fjórtán talsins. Já, ég held að allir átti sig á þessu lélega trompi sem einhverjir stjórnarþingmenn halda að verði hægt að beita: Að þeir náðu ekki að koma öllum málunum sínum í gegn vegna þess að stjórnarandstaðan var svo erfið viðureignar. Nei, tímaleysið er ekki stjórnarandstöðunni að kenna, okkar nöfn voru ekki í Panamalekanum. Þannig er mál með vexti að umboð ríkisstjórnar Íslands er á þrotum. Það er kýrskýrt af hverju það var boðað til kosninga núna í haust – öll heimsbyggðin fylgdist með. Það er hægt að reyna að skrifa söguna upp á nýtt, eins og fyrrverandi forsætisráðherra er að reyna að gera, en Google veit betur. Íslendingar muna betur og ef það er eitt sem er víst, þá er það að þessi formaður Framsóknarflokksins er ekki fórnarlambið í þessari tragedíu. Eitt skal vera á hreinu og það er að tímasetja þarf kjördag um leið og þing kemur aftur saman. Íslendingar eru orðnir leiðir á því að sjá svikula stjórnmálamenn ítrekað komast upp með taka aldrei ábyrgð á sínum gjörðum. Teflonhúðaði stjórnmálamaðurinn á að heyra sögunni til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta Guðrún Helgadóttir Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Sjá meira
Það eru hátt í 50 mál sem bíða afgreiðslu í þinginu á næsta haustþingi. Sum eru smávægileg og sátt ríkir um þau, önnur eru EES-innleiðingar sem við höfum ekki mikið um að segja á þessu stigi. Enn önnur eru kerfisbreytingar af þeirri stærðargráðu sem eitt stutt haustþing hefur varla umboð til þess að trukka í gegn. Ég held að flestir muni vel af hverju það var boðað til kosninga í haust, þegar boðað var til stjórnarskipta nú í vor á einum einkennilegasta blaðamannafundi sem Ísland hefur upplifað. Óreiðan einkenndi þessi stjórnarskipti – svo mikið er víst, og ekki nema von. Nú er formaður Framsóknarflokksins að draga í land með þetta – skilur ekkert í því af hverju Sjálfstæðisflokkurinn vilji boða til kosninga í haust. Eflaust skilur hann heldur ekki af hverju hans eigin samflokksmaður og núverandi forsætisráðherra hefur hug á að boða til kosninga í haust – sem hefur svo oft verið lofað og boðað og rætt. Það sjá líka allir hvaða tromp stjórnin ætlar að draga fram úr erminni: Við þurfum að koma mikilvægum málum í gegn. Mikilvægu málin eru allt milli himins og jarðar – endurskoðun á námslánakerfinu og almannatryggingakerfinu, búvörulög og breytingar á dómstólum. Dagarnir sem við erum með til þess að fjalla um þessi fimmtíu mál eru fjórtán talsins. Já, ég held að allir átti sig á þessu lélega trompi sem einhverjir stjórnarþingmenn halda að verði hægt að beita: Að þeir náðu ekki að koma öllum málunum sínum í gegn vegna þess að stjórnarandstaðan var svo erfið viðureignar. Nei, tímaleysið er ekki stjórnarandstöðunni að kenna, okkar nöfn voru ekki í Panamalekanum. Þannig er mál með vexti að umboð ríkisstjórnar Íslands er á þrotum. Það er kýrskýrt af hverju það var boðað til kosninga núna í haust – öll heimsbyggðin fylgdist með. Það er hægt að reyna að skrifa söguna upp á nýtt, eins og fyrrverandi forsætisráðherra er að reyna að gera, en Google veit betur. Íslendingar muna betur og ef það er eitt sem er víst, þá er það að þessi formaður Framsóknarflokksins er ekki fórnarlambið í þessari tragedíu. Eitt skal vera á hreinu og það er að tímasetja þarf kjördag um leið og þing kemur aftur saman. Íslendingar eru orðnir leiðir á því að sjá svikula stjórnmálamenn ítrekað komast upp með taka aldrei ábyrgð á sínum gjörðum. Teflonhúðaði stjórnmálamaðurinn á að heyra sögunni til.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun